Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Skák
Evrópukeppni taflfélaga:
Elvar lagði stórmeistarann
- Garðbæingar nálægt því að slá hollenska risann Volmac út
Hollenski stórmeistarinn John van der Wiel tapaði fyrir Elvari Guðmunds-
syni I Evrópukeppni taflfélaga um siðustu helgi en fyrir skákina hafði Elvar
ekki snert á tafli í heilt ár.
Skáksveit, með stórmeistarana
Kortsnoj, Speelman, Sosonko og van
der Wiel innanborðs, er varla árenni-
leg fyrir lítið félag af íslandi sem
hefur m.a. að geyma nokkra garpa
sem í raun og veru eru hættir að tefla
opinberlega.
Lið Taílfélags Garðabæjar mætti
einmitt þessum „ofjörlum" sínum í
fyrstu umferð Evrópukeppni taflfé-
laga í Lundúnum um síðustu helgi.
Úrslitin urðu næstum því óvænt. Ef
Róbert Harðarson hefði náð að vinna
álitlega stöðu gegn Speelman, hefðu
félögin skilið jöfn 3-3 og Garðbæing-
ar komist áfram á stigum. Speelman
sneri hins vegar á Róbert og lið hans,
Volmac frá Rotterdam, hafði betur.
Keppnin er nú með öðru sniði en
áður. Teflt er í sjö átta sveita riðlum
víðsvegar um Evrópu með útsláttar-
fyrirkomulagi. Sigurvegarar riðl-
anna mætast síöan (ásamt heimaliði)
í byijun desember f Hilversum í Hol-
landi.
Þau lið sem slegin voru út í fyrstu
umferð riölakeppninnar tefldu um
5.-8. sæti í riðlinum. Fimmta sæti í
London kom í hlut Garðbæinga, sem
báru sigurorð af Barbican Chess
Club í 2. umferð, með 3,5 v. gegn 2,5
v. enskra.
Taflfélag Garðabæjar var styrkt til
fararinnar af Garðabæ, Búnaðar-
banka íslands, íslandsbanka og G.
Arasyni smíöajámi, liðsstjóri var
Jóhann Ragnarsson. Árangur á ein-
stökum borðum var þessi:
1. umferð: Volmac - TG 4 - 2
1. Kortsnoj - Björgvin Jónsson 1 - 0
2. Speelman - Róbert Harðarson 1-0
3. van der Wiel - Elvar Guðmunds-
son 0-1
4. Sosonko - Sævar Bjamason jafnt
5. Parada - Kristján Guömundsson 1
-0
6. Bosboom - Jónas P. Erlingsson
jafnt
2. umferð: TG - Barbican Chess
Club 3,5 - 2,5
1. Björgin Jónsson - Hebden jafnt
2. Róbert Harðarson - Pritchett 1-0
3. Elvar Guðmundsson - Thompson
0-1
4. Sævar Bjamason - Carr jafnt
5. Kristján Guðmunds - Lewis 1 - o
6. Jónas P. Erlingsson - Henworthy
jafnt
Reynsla stómieistaranna í hol-
lenska Uðinu skilaði sér í endatöfl-
um. Kortsnoj fékk sérstök verðlaun
fyrir skák sína við Björgvin þar sem
hann hafði riddara gegn biskupi með
fjögur peð á mann en fjarlægur frels-
ingi réð úrslitum. Þá kom fram tvö-
falt hróksendatafl í skák Speelmans
og Róberts, þar serp enski stórmeist-
arinn hafði eilítið lakari peðastööu,
en samt tókst honum að snúa taflinu
sér í vil. Á hinn bóginn lenti Sævar
í hremmingum strax í byrjun gegn
Sosonko en tókst að skapa sér gagn-.
færi sem nægðu til jafnteflis.
Jónas hefur lítið teflt síðari ár en
gerði þó tvö ömgg jafntefli án mikill-
ar fyrirhafnar. Elvar hefur einnig
teflt sáralítið í níu ár og sigur hans
gegn hollenska stórmeistaranum
van der Wiel (2565 Elo-stig) kom því
skemmtilega á óvart.
Þetta var fyrsta kappskák Elvars í
heilt ár og raunar eina skákin sem
hann hefur teflt á tímabilinu ef frá
er talin ein hraöskák. Stórmeistarinn
var svo óheppinn að lenda í byijun-
arafbrigði sem Elvar var búinn að
skoða fyrir löngu en skákina í heild
tefldi Elvar annars býsna vel.
Hvítt: John van der Wiel
Svart: Elvar Guðmundsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 RfB 8.
Khl Rxd4 9. Dxd4 Bc5 10. Dd3 b5 11.
f4 Bb7 12. Bf3 0-0 13. e5 Re8 14. a4 b4
15. Bxb7 Dxb7 16. Re4 Be7 17. Rg5
í þekktri skák Anands við Ribli á
ólympíumótinu í Novi Sad tefldist 17.
Be3 Dc6 18. Rg5 Bxg5? 19. fxg5 Rc7
20. Hf4! og Anand var fljótur að
vinna. Þetta var Elvar búinn að
skoða og lumaði á endurbót sem nú
kemur einum leik fyrr.
17. - f5!?
Umsjón
Jón L. Árnason
Eftir þennan athyghsverða leik fór
að saxast óheyrilega á umhugsunar-
tíma stórmeistarans. Nú kemur vel
til greina að drepa peðið í framhjá-
hlaupi og heija síðan að peðum
svarts á e6 og d7.
18. Rf3?! Hd8 19. Be3(?) Rc7 20. a5 Rd5
21. Bd2 Hc8 22. c4 bxc3 fr.hl. 23. bxc3
Dc6!
Svartur hefur náð mikilvægum yf-
irráðum yfir c4-reitnum og vígstaðan
er sterk.
24. Hfbl Hfd8 25. Rd4 Dc4 26. Dxc4
Hxc4 27. Hb7 Bc5
Ekki 27. - Rxc3 28. Bxc3 Hxc3 29.
Rxe6.
28. Rb3 Bf8 29. Ha7 Hb8 30. Rd4 Ha4!
31. Hcl Ba3 32. Hgl
32. - Bc5! 33. Hxd7
Ekki 33. Hxa6 Rc7 og hrókurinn
kemst ekki undan.
33. - Bxd4 34. cxd4 Ha2!
Vel leikið!
35. Bel Hbl 36. Bf2 Hxgl+ 37. Bxgl
Rxf4 38. h3?
Eina vonin er fólgin í 38. g3 og ef
38. - Rh3 þá 39. d5! (en ekki 39. Be3?
He2 40. Bcl g5! 41. d5 g4 og mátar).
Nú vinnur svartur án erfiðleika.
38. - Hxa5 39. Be3 Rd5 40. Bf2 Ha2 41.
Bh4 f4! 42. g4 f3 43. Hd8 + Kf7 44. Hd7+
Kg6 45. Hd6 f2 46. Bxf2 Hxf2 47. Hxe6+
Kg5 48. Hxa6 Kh4 49. Kgl Kg3 50. e6
Hf3 51. Ha7 Rf4
- Og van der Wiel gafst upp.
Haustmót TR
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur
hefst á morgun, sunnudag, kl. 14 og
eru síðustu forvöð að skrá sig til leiks
í dag, frá kl. 14-22, í símum félagsins.
Keppnin verður með svipuðu sniöi
og áður, raöað í flokka eftir skákstig-
um og tefldar 11 umferðir í þeim öll-
um. í opnum flokki verður teflt eftir
Monrad-kerfi. Umhugsunartími 90
mínútur á 36 leiki og síðan 45 mínút-
ur til að ljúka skákinni - engar bið-
skákir.
Verðlaun veröa 1. 65 þúsund, 2. 35
þúsund og 3. 20 þúsund. Teflt er
þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Keppninni lýkur 22. október og
hausthraðskákmótið verður haldið
24. október kl. 14. Teflt er í Faxafeni
12 og er öllum heimil þátttaka.
NM framhaldsskóla
Norðurlandamót framhaldsskóla
fer fram um helgina í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti. Sex sveitir taka
þátt, frá Noregi, Finnlandi, Sviþjóð
og Danmörku, auk skáksveitar FB
og Menntaskólans við Hamrahlíð.
Keppnin hófst í gær, föstudag, og
verður fram haldið í dag og á morg-
un.
í sveit FB, sem er núverandi ís-
landsmeistari framhaldsskóla, tefla
Ólafur B. Þórsson, Kristján Eövarðs-
son, Magnús Öm Úlfarsson, Ragnar
Fjalar Sævarsson og Flóki Ingvars-
son. í liði MH eru Þröstur Ámason,
Snorri Karlsson, Páll Agnar Þórar-
insson, Ingi Fjalar Magnússon og
Ingólfur Gíslason.
Bridge
Bikarkeppni BSÍ 1993:
Undanúrslit og úr-
slit um næstu helgi
Nú dregur til úrshta í Bikarkeppni
Bridgesambands íslands en um
næstu helgi verða undanúrslit og
úrslit spiluð.
Síðustu forvöð til þess að Ijúka
leikjum í átta liða úrslitum er um
helgina og verða tveir leikjanna spil-
aðir í dag. Sveit V.Í.B. spilar við sveit
T.V.B. í dag í Sigtúni 9 og hefst leik-
urinn kl. 10.30. Sveit Antons Haralds-
sonar spilar við sveit H.P. Kökugerð-
ar, Selfossi, en mér er ekki kunnugt
um spilastaö. Sveitir Metró og Sam-
vinnuferöa spiluðu sl. fimmtudag en
þegar þetta er skrifað lágu úrslit ekki
fyrir. Rjórði leikurinn, milli sveita
Hjólbarðahallarinnar og Bjöms
Theódórssonar, var spilaður um sl.
helgi og lauk með sigri þess síðar-
nefnda.
í ráði mun að draga í undanúrslitin
í Sigtúni 9 eftir að leikjum laugar-
dagsins er lokið.
Leikur Bjöms og Hjólbarðahallar-
innar var nokkuð vel spilaður og jafn
allan tímann en sveit Bjöms tók af
skarið í síðustu lotunni og sigraði
með 19 impa mun, 67-48.
Hér er eitt skemmtilegt spil frá
leiknum, síöasta spilið í þriðju lotu.
A/0
* Á 10 9 8 7 6
V Á D
♦ Á
+ 97 65
♦
♦
+
4
10 6 3
10 9 8 6 5 4
83
* K D 2
V K G 9
♦ D 7 2
+ Á D 4 2
♦ G 5 3
V 87542
♦ K G
+ KG10
A öðm borðinu sátu n-s Hjalti El-
íasson og Páll Hjaltason, en a-v Gísli
Hafliðason og Bjöm Theódórson.
Sagnir gengu þannig:
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Austur Suöur Vestur Noröur
lgrand pass 2 grönd* 3 spaðar
3grönd pass pass dobl
pass pass 4tiglar pass
pass pass dobl pass pass
* yfirfærsla í tígul
Bjöm gaf hina augljósu fimm slagi og
n-s fengu 300.
Á hinu borðinu sátu n-s undirritaður
og Kristján Blöndal, en a-v Eiríkur
Hjaltason og Ragnar Hermannsson:
Austur Suður Vestur Norður
lgrand pass 31auf* pass
3tiglar pass pass 3 spaöar
pass 4 spaöar pass pass
dobl pass pass pass
Austur spilaði út litlum tígli og norður
átti slaginn á ásinn. Hann spilaði strax
litlum spaða, sem austur drap á drottn-
ingu. Austur spilaði nú laufás og meira
laufi. Norður varð að svína og eftirleikur-
inn var nú auðveldur. Hjartadrottning
hvarf niður í tígulkóng og þegar lauf-
drottningin kom ekki í kónginn, var auð-
velt að trompa íjórða laufið. Slétt unniö
og sjö dýrmætir impar.
Paraklúbburinn
Alls mættu 28 pör á öðm spila-
kvöldi vetrarins hjá Paraklúbbn-
um en þá var spilaður eins kvölds
MitchelJ tvímenningur. Hæstu
skorínni í NS náðu:
1. Hjördís Eyþórsdóttir -
Siguröur B. Þorsteinsson 256
2. Guðrún Jóhannesdóttir -
Jón Hersir Elíasson 245
- Og hæsta skor í AV:
1. Valgerður Eiríksdóttir -
Sigurður Sigurjónsson 275
2. Guðný Guðjónsdóttir -
Jón Hjaltason 262
Næsta keppni er þriggja kvölda
Howell tvímenningur. Skráning í
keppnina er í síma 22378 (Júlíus).
Bridgefélag Suðumesja
Vetrarstarf Bridgefélags Suður-
nesja hófst siðastliðið mánudags-
kvöld, 20. september, með þátt-
töku 16 para, Spilaður var eins
kvölds tvímenningur, hæsta
skorinu:
1. Garðar Garöarsson -
Karl G. Karlsson 253
2. Karl Hermannsson -
Amór Ragnarsson 240
Næsta mót félagsins er þriggja
kvölda árlegur Butler tvímenn-
ingur. Spilað er á Hótel Kristínu
í Njarðvíkum á mánudagskvöld-
um klukkan 19:45. Spilarar eru
velkomnír á meðan húsrúm leyf-
ir. -ÍS