Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
43
„Ástin er eins og blóm. Hana verður að rækta með Ijósi, yl og áburði.“
Þegar ástin
visnar
Snjólfur Skutuls læknir starfaði
við fjölskylduráðgjöf í kuldalegu
iðnaöarhúsnæði í Reykjavík. Hann
hafði um langt árabil helgað hjóna-
bandsvandamálum alla krafta sína
enda var hann sjálfur þrískihnn.
Ratvísi Snjólfs á refílstigum sam-
búða og hjónabanda var viðbrugðið
þó að illa gengi honum að stýra eig-
in fótum. Þegar hér var komið sögu
hafði Snjólfur slitið samvistum við
konu sína og barn og svaf í lítilli
skonsu inn af viðtalaherberginu.
Reginn ogUrður
Þennan morgun sátu hjónin Reg-
inn og Urður hjá Snjólfi. Þau höfðu
verið gift í liðlega eitt ár og Snjólfi
fannst ótrúlegt að hjónabandið gæti
enst aðra 12 mánuði. Þau sátu hvort
á móti öðru, ákaflega brúnaþung
eins og þungavigtarmenn í hnefa-
leikum daginn fyrir keppni.
Urður var 35 ára gömul, hann var
liðlega fertugur. Hún hafði verið
gift áður og átti 5 ára gamlan son
en hann var bamlaus. Hún hafði
staðið við Hagkaupskassa þegar þau
hittust í fyrsta sinn. Hendur þeirra
snertust og augun mættust eitt and-
artak þegar hún gaf honum til baka.
Hann hreifst af þessari hnellnu og
myndarlegu konu og aflaði sér
nauðsynlegra upplýsinga.
Nokkrum vikum síðar voru þau
óaðskiljanleg og giftu sig að 10 mán-
uðum liðnum í Þingvallakirkju að
viðstöddu fjölmenni.
Kynköld kona
„Hvað er að hjá ykkur,“ sagði
Snjólfur varfæmislega og strauk
órakaðan vangann. Hreinlætisaö-
staðan í iðnaðarhúsnæðinu var í
lágmarki. Snjólfur fann hvernig
reiðin ólgaði í bijósti Regins undir
Armani-jakkanum og Boss-slifsinu.
Hann sat með krosslagða handleggi
og sagði heiminum stríð á hendur
með augunum og líkamanum.
„Það er konan sem er kynköld,"
sagði Reginn reiðilega. „Hún hefur
verið ómöguleg frá því að við giftum
okkur.“ Hann lýsti í löngu máh
hvernig allt hefði breyst eftir brúð-
kaupið.
Urður, sem áður hafði veriö
áhugasöm um kynlífið, var nú sí-
þreytt og áhugalaus. Ásökunin hékk
í loftinu. Reginn virtist telja að Urð-
ur hefði tælt sig í hjónaband. Hún
þagði undir öllum ásökunum manns
Álæknavaktmni
Óttar
Guðmundsson
læknir
síns en tók svo loks til máls. Augu
hennar virtust skjóta gneistum.
„Það er rétt. Allt breyttist eftir brúð-
kaupið. Mér fannst eins og ég hefði
verið höfð að fífli. Ég leitaði að sam-
bandi, hjónabandi og félagsskap en
Reginn var í leit að kynlífi. Hann
hafði gifst kjötskrokki sem hann
ætlaði sér að hafa samfarir við
nokkrum sinnum í viku. Ekkert
annað skiptir neinu máli.“
Snjólfur leit á Regin sem kinkaði
kolli'til samþykkis. „Það er rétt,“
sagði hann, „að öhu öðru leyti er
hún ágæt eiginkona."
Ástin er eins og blóm
„En hvað finnst þér um Regin?“
sagði Snjólfur við Uröi. „Hefur þú
undan einhveiju að kvarta?“ Urður
sagðist hafa orðið fyrir miklum von-
brigðum með Regin. Nokkrum vik-
um eftir giftinguna hætti hann að
rækta samband þeirra.
Áður hafði hann gefið henni gjaf-
ir, boðið henni út og gert ótal marga
smáhluti til að gleðja hana. Hann
lagöi allt kapp á að vera vel klæddur
heima fyrir en nú er eins og hann
hafi misst allan áhuga á henni sem
félaga eða manneskju. Hann vill
horfa á sjónvarpið þegar hann er
heima og fara síðan beint í rúmið
til að hafa samfarir. „Hann er hætt-
ur að taka utan um mig og ky ssa
mig eins og hann gerði. Ég þoli þessa
breytingu ekki. Mér finnst eins og
þetta hjónaband skipti hann engu
máh lengur. Hann er búinn að hella
sér út í alls konar félagslíf og auka-
störf. Eiginlega hefur ekkert breyst
í lífi Regins. Hann er sami pipar-
sveinninn og áður og axlar á engan
hátt þá ábyrgð sem fylgir fjölskyldu
ogeiginkonu."
Snjólfur áttaði sig á því að báðar
sögurnar væru réttar. Urður hafði
farið að hafna Regin þegar hann
hætti að sinna henni sem konu og
manneskju. Þau voru komin inn í
vítahring margra hjónabanda þar
sem höfnun og deilur kaUa á auknar
fjarvistir og áhugaleysi sem aftur
heUir bensíni á höfnunareldinn.
Staðan virtist læst. Snjólfur hag-
ræddi sér í stólnum og sagði:
„Ástin er eins og blóm. Hana verð-
ur að rækta með ljósi, yl og áburði.
Ef það er ekki gert visnar hún eins
og rós á berangri. Þiö verðið að
brjótast út úr sjálfheldunni og
ákveða hvort þiö ætUð að elska
hvort annað eða ekki. Ástin er líka
ákvörðun. Fólk ákveður hvort það
ætlar sér að vera ástfangið eða ekki.
Þú, Reginn, verður að átta þig á því
að Urður er manneskja með mann-
legar þarfir og þú, Urður, verður aö
átta þig á því að Reginn er að fara
í gegnum mikið breytingaskeið í eig-
in lífi. Gefið hvort öðru tíma og sýn-
ið þoUnmæði. Þá kemur þetta aUt.“
Hann stóð á fætur og sleit samtal-
inu. „Við hittumst eftir eina viku,“
sagði hann. Þau stóðu upp og gengu
út. í dyrunum læddi Reginn hönd-
inni varfærnislega um axUr Urðar.
Laxveiðiá til leigu
Tilboð óskast í veiðirétt á vatnasvæði Veiðifélags Fells-
strandar sumarið 1994 eða lengur. Skemmtilegt veiði-
svæði í afar fallegu umhverfi. Veitt er á þrjár stangir á
dag frá 1. júlí til 10. september. Gott rafvætt 70 m2
veiðihús. Tilboð sendist til Ólafs Péturssonar, Galtar-
tungu, 371 Búðardalur, fyrir 1. nóvember 1993.
Nánari upplýsingar í s. 93-41480, Ólafur, og
91-72305, Björgvin.
Verkakvennafélagið Framsókn
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu um kjör fulltrúa á 17. þing Verkamannasam-
bands Islands sem haldið verður á Hótel Loftleiðum
dagana 19.-22. okt. 1993. Frestur til að skila listum
er til kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 4. okt. 1993.
Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli eitt hundrað
fullgildra félagsmanna. Listunum ber að skila á skrif-
stofu félagsins, Skipholti 50A.
Stjórnin
HVOLSVÖLLUR
Umboðsmaður óskast frá 1. október 1993.
Upplýsingar í sima 98-78249 og 91-632700.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Grenilundur 7, Garðabæ, þingl. eig.
Bettý higadóttir, gerðarbeiðendur
Gjaldheimtan í Garðabæ og Hrefna
Júlíusdóttir, 30. september 1993 kl.
11.00.
Hnotuberg 27, Hafharfirði, þingl. eig.
Erlingur Kristensson, gerðarbeiðandi
Húsnæðisstofnun ríkisins, 28. sept-
ember 1993 kl. 15.00.
Klausturhvammur 9, Hafharfirði,
þingl. eig. Guðjón Ambjömsson, gerð-
arbeiðendur Lífeyrissjóður Hlífar og
Framtíðar, sýslumaðurinn í Hafnar-
firði og íslandsbanki hf., 30. september
1993 kl. 14.00.
Kvíholt 10,201, Hafnarfírði, þingl. eig.
Karel Ingvar Karelsson, gerðarbeið-
endur Bæjarsjóður Hafnaríjarðar,
Húsnæðisstofiiun ríkisins, Lífeyrissj.
sjómanna, Sparisjóður Híifharfjarðar,
sýslumaðurinn í Hafharfirði og ís-
landsbanki h£, 28. september 1993 kl.
11.00.__________________________
Skúlaskeið 24,101, Hafiiarfirði, þingl.
eig. Öm Rúnarsson og Húsnæðis-
nefnd Hafharfjarðar, gerðarbeiðendur
Bæjarsjóður Hafiiarfjarðar, og Hús-
næðisstofhun ríkisins, 28. september
1993 kl. 16.00.
SÝSLUMAÐIMNN í HAFNARFIRÐI
-------------------------------\
Utboð
Hrútafjörður 1993
Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum
í lagningu 3,7 km kafla á Hólmavíkur-
vegi milli Fjarðarhorns og Valdasteins-
staða í Hrútafirði.
Helstu magntölur: fyllingar og fláa-
fleygar 55.000 m3 og neðra burðarlag
16.000 m3.
Verkinu skal lokið 15. ágúst 1994.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vega-
gerð ríkisins á (safirði og Borgartúni
5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og
með 28. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum
fyrir kl. 14.00 þann 11. október 1993.
Vegamálastjóri