Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Sviðsljós
Hasarmyndahetjan Amold Schwarzenegger:
Leik bara í
góðum myndum
- segir leikarinn sem verður faðir í þriðja sinn í október
lítur ekki á mig sem stjörnu. Hins
vegar hefur hún gaman af að koma
á frumsýningar í Holly wood og finnst
spennandi að hitta fólk eins og Billy
Crystal og Tom Hanks.“
Arnold Schwarzenegger, 45 ára, er
einn af best launuðu leikurum í
Hollywood með mörg hundruð millj-
ónir fyrir hveija mynd sem hann
leikur í. Hann segist vera verður
þeirra launa enda komi fólk í millj-
ónatali að sjá kvikmyndir hans. „Ég
leik bara í stórmyndum. Bíómyndum
sem allir verða að sjá og tala um.
Eins og t.d. kvikmyndinni Síðasta
hasarmyndahetjan," segir stjaman.
Ekki eru allir sammála honum um
það enda fékk sú mynd lélega dóma.
Hann þykir hins vegar hafa ótrúlega
hæfileika til að láta líta svo út sem
myndir hans séu þær bestu. En
Schwarzenegger er ekki síður kaup-
sýslumaður og rekur marga veit-
ingastaði. Auk þess þénar hann vel
á bókum semhann hefur skrifað um
líkamsrækt og einnig gefið út á
myndbandi.
Hann segist strax hafa ákveðið að
verða stjarna. Hann hafði náð mikl-
um árangri í líkamsræktinni og not-
aði sömu tækni til að koma sér áfram
í leiklistinni. „Ég tók tíma í leiklist
og reyndi að losna við hreiminn,"
segir Arnold sem er austurrískur.
Flestar stjörnur kvarta yfir að eiga
ekkert einkalíf og að fjölmiðlar séu
stöðugt á eftir þeim. Arnold
Schwarzenegger kvartar ekki yflr
því. „Öllum störfum fylgir eitthvað
neikvætt, það er þó með skásta móti
í þessu starfi. Vissulega væri þó
skemmtilegt aö geta brugðið sér í frí
eða á næsta veitingahús án þess að
nokkur tæki eftir manni.“ Það sama
á við um gagnrýnendur. Hann lætur
sér fátt um finnast um þá og segist
taka lélegu dómunum með sama
brosinu og þeim góðu. „Eitt árið er
maður sá allra besti en hitt er maður
sá allra ömurlegasti," segir hann.
„Fjölmiðlar gefa manni sjálfstraust
og rífa það síðan niður."
Fæddur í Austurríki
Arnold Schwarzenegger fæddist í
lítilli byggð fyrir utan Graz í Austur-
ríki. „Við vorum ekki efnuð, áttum
rétt nóg fyrir matnum," segir hann.
Allir í bænum höfðu sömu áhugamál
nema ég. Mig langaði að gera eitt-
hvað annað. Ég hafði séð mynd um
Konur eiga ekki að
ganga í buxum
Arnold er kvæntur sjónvarps-
fréttakonunni Mariu Shriver. Þau
eiga von á þriðja barni sínu í októb-
er. Fyrir eiga þau tvær dætur, Kat-
herine Eunice sem er þriggja ára og
Christine Aurelia sem er eins og
hálfs. „Það skiptir mig engu máli
hvort þriðja barnið verðurstelpa eða
strákur," segir leikarinn. Áður en ég
varð faðir langaði mig að eignast son
fyrst. Þannig er það í Austurríki
meðal bændanna. Þeir vilja fá son
fyrst sem getur síðar tekið við búinu.
Mér þykir mjög gaman að dætrum
mínum og þykir það ekki skipta
máli hvort kynið verður. Hins vegar
er ég svolítið gamaldags varðandi
klæðaburð kvenna. Móðir mín gekk
aldrei í síðbuxum og ég vil frekar að
eiginkona mín gangi í kjól eða pilsi.
Það er ekki kvenlegt að vera í síðbux-
um.
Arnold og María kynntust árið
1977. Móðir hennar er systir
Kennedy-bræðranna, Johns, Roberts
og Edwards. Þau Arnold og María
giftu sig níu árum eftir að þau kynnt-
ust. Samband þeirra var mjög losara-
legt fyrstu árin enda bjó hún í New
York en hann í Los Angeles. Þau
segjast þó hafa haft símsamband á
hveijum degi. Bæði voru þau ungt
fólk á uppleið sem ekki hafði tíma til
aö bindast. „Maður breytist þegar
maður er kvæntur," segir hann. „Það
hef ég alla vega gert. Einnig breytist
talsvert þegar maður eignast barn.
Börnin eru stærsta gleðin í lífi
mínu,“ segir hann.
Sumum finnst kannski skrítið að
sjá hasarmyndahetjuna skipta á
bleiu en það gerir hann sannarlega.
„Þegar María er að vinna tek ég
stelpurnar með á skrifstofuna. Þá
tala ég gjarnan við þær á þýsku því
ég vil að þær viti hvaðan ég er kom-
inn.“
Arnold Schwarzenegger og eiginkona hans, Maria. Þau giftu sig níu árum
eftir að þau kynntust.
Ameríku í sjónvarpinu og varð frá
mér numinn. Allt var svo æðislegt í
Ameríku og þangað ætlaði ég að fara.
„Mamma var húsmóðir og pabbi
hafði lítinn skilning á áhugamálum
mínum. Ég lék fótbolta og synti mik-
ið. Draumur minn var að verða Mr.
Universe."
Árið 1970 varð Arnold Herra heim-
ur í fimmta sinn. Hann hafði þá þeg-
ar flutt til Ameríku og setti Holly-
wood á stefnuskrána. Það tók hann
hins vegar tíu ár að verða stjarna en
það var í kvikmyndinni Conan.
- En hvað segir móðir hans um þetta
ævintýri?
„Hún les allt um mig sem hún
kemst yfir en nefnir það aldrei. Hún
Móðir Arnolds kemur frá Austurríki, þar sem
hún er búsett, til að sjá frumsýningar á bíómynd-
um sonarins. Henni finnst hann þó ekki vera
stjarna.
Arnold og Maria eiga von á þriðja barninu í október en þau eiga tvær stúlkur.
... að leikkonan fræga og óskars-
verðlaunahafinn Geene Davis
gifti sig sl. laugardag með pompi
og prakt í Los Angeles. Sá lukku-
lega er finnski leikstjórinn Renny
Harlin. Geene, sem varð frægust
fyrir leik sinn í bíómyndinni
Thelma og Louise, hefur síðan
leikið í myndunum A League of
Their Own og The Accidental
Tourist sem hún fékk óskarinn
fyrir.
Harlin leikstýrði Clifíhanger,
Die Hard II og Nightmare on Elm
Street 4: The Dream Master.
Margt frægra gesta var viðstatt
athöfnina sem fór fram á búgarði
einum norður af Sonoma. Veislan
átti að standa yfir í þrjá daga og
kostnaður við hana mun hafa
numið um 700 þúsund dölum.
... að súpermódelið Naomi var
mjög hrifin af Robert De Niro
enda segist hún elska eldri menn.
Sjálf er hún 27 ára. Naomi skýrir
frá ástarævintýrum við De Niro
og fleiri fræga menn t.d. Silvester
Stallone í nýrri bók um sig.
... aö Peter Holm, fjóröí eigin-
maður Joan Collins, er orðinn
margmilljónari eftir að hann
skildi við leikkonuna. Hann fær
mánaðarlegar greiðslur frá henni
og einnig fékk hann nýlega arf eftir
fóður sinn. Peter býr í lúxusvillu i
Monte Carlo ásamt ungri fyrir-
sætu.
... að móöirin úr Fyrirmyndar-
föðurnurn, Phylishia Rashad,
leikur í djasssöngleik á Broadway
um þessar mundir. Hún leikurþar
söngkonuna Anitu í Jelly’s Last
Jam.
* « > «v mUðlu Juvlltl
Quincy Jones um 1150 milljónir
króna til að bamið þeírra geti
vaxið upp átí skorts. Parið gifti
sig aldrei og Quincy fann sér aðra
hnátu, þegar Nastassja fór frá
honum, sem er m'tján ára.