Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 21 Súperfyrirsætan Kate Moss veldnr áhyggjum: Ungar stúlkur svelta sig til að líkjast henni - lystarstolstilfellum hefur fjölgað í kjölfar vinsælda hennar Breska súperfyrirsætan Kate Moss, 19 ára, hefur heldur betur komið af stað titringi vegna útlitsins. Kate Moss, sem er 170 cm á hæð og 45 kíló, þykir með dæmigert lystarstols- útht og hafa skapast umræður um það víða um heim hversu hættulegt það sé að upphefja hana svo mjög eins og gert hefur verið. Kate Moss er ein eftirsóttasta fyrirsætan nú og keppast frægustu tískukóngarnir við að auglýsa vörur sínar með henni. Calvin Klein auglýsir herrailm sinn með því að sýna Kate Moss liggjandi nakta í sófa. Öll helstu tískublöð heims hafa auk þess keppst við að birta myndir af Kate og í breska Vogue voru átta síð- ur með henni fáklæddri í sumar. Þær urðu tii mikilla umræðna og skrifa um lystarstol þar í landi. Ritstjóri breska blaðsins Cosmopolitian sagði að ef hún ætti dóttur með útht Kate Moss færi hún með hana til læknis. Þegar myndir birtust af Kate í bandarískum tímaritum með rapp- aranum Marky Mark, þar sem þau auglýstu gallabuxur frá Calvin Klein, sendu nokkrar mæður galla- buxur dætra sinna til fyrirtækisins í pósti. Kate var í herranærbuxum einum fata á myndinni og hneykslaði mjög bandarískar húsmæður, sér- staklega vegna þess hversu grann- holda hún er. ViljalíkjastKate Það sem þykir kannski verst er að margar unglingsstúlkur reyna nú aht sem þær geta til að líkjast Kate Moss. Þær svelta sig til að grennast en slíkir megrunarkúrar eru lífs- hættulegir. Sextán ára stúlka sagði nýlega í blaðaviötali að ahar stúlkur á hennar aldri hefðu keppst við að hkjast Cindy Crawford en ekki leng- ur því þær vhja vera eins og Kate Moss. Kate Moss er Twiggy nútímans. Ungar stúlkur hengja myndir af henni upp á vegg hjá sér og vita allt Hún segist aldrei hafa farið í megrun en unglingsstúlkur um allan heim svelta sig nú til að likjast henni. Fyrirsætan Kate Moss er sú frægasta vera aðeins skinn og bein. um hana. Suzanne Henrick, deildar- stjóri á stofnun fyrir fólk með matar- æðisvandamál, segir að varla sé hægt að kenna Kate Moss um að hún komi af stað lystarstolstilfehum. Hins veg- ar hafi komið th hennar stúlka með lystarstol sem ætlaði sér að verða eins og fyrirsætan. „Margar þessara stúlkna sem hingað koma eiga Kate Moss fyrir átrúnaðargoð. Ég hef aldr- ei séð shkt áður varðandi fyrirsæt- ur,“ segir Suzanne. Ritstjóri unglingablaðsins Sassy, Jane Patt, segir að greinhegt sé að gripiö hafi um sig einhvers konar Kate Moss-æði og flestum stúlkum finnist þær vera of feitar og eru sí- fellt að reyna að létta sig, jafnvel þótt þær hafl eðhlega þyngd. „Við fáum bréf frá stúlkum aht niður í fjórtán ára sem vilja grenna sig, jafn- vel þótt þær séu ekki nema 45 khó og rúmlega 1,60 á hæð. Þær vhja fara niður í 42 kíló. Lífshættulegur sjúkdómur Lystarstol er útbreiddur sjúkdóm- þessa dagana og ekki síst fyrir að ur um allan heim. Hann er lífshættu- legur og því eru flestir á einu máli- um að ekki sé rétt að gera svo grann- holda stúlku sem Kate Moss að sölu- tákni varnings sem höfði th ungs fólks. Staðreyndin er sú að sjötíu prósent kvenna sem eru með eðlilega þyngd vilja verða léttari. Tuttugu og þrjú prósent kvenna sem eru of léttar vilja léttast meira. Tískusérfræðingur HarpersÞ Baza- ar á Ítalíu er þeirrar skoðunar að Kate Moss sé andstæða konunnar á háu hælunum með herðapúðana, mikla andlitsfarðann og tjásulega hárið - hinnar valdamiklu og ríku konu sem var áberandi a níunda ára- tugnum. Kate Moss þykir hins vegar hafa barnslegt en þó kvenlegt útlit. Hún er nánast óförðuð, 'náttúrubam í úthti og hárið lítur út eins og það sé ekki tandurhreint. Það er útlitið sem Calvin Klein þykir spennandi. Aðrir segja að þetta sé tískufyrir- brigði sem muni fljótt ganga yflr. Kate Moss er orðin milljónamær- ingur á þessum snöggu vinsældum sínum. Hún fæddist í London. For- eldrar hennar eru skhdir. Yngri bróðir hennar, Nick, sem er 16 ára, starfar einnig sem fyrirsæta. Kate var aðeins fjórtán ára þegar hún var uppgötvuð af breska umboðsaðilan- um Sarah Doukas. Hún var þá stödd á Kennedyflugvelh á leið heim frá Bahamaeyjum með föður sínum. Sarah heillaðist mjög af Kate og bauð henni umsvifalaust vinnu. „Ég hefði aldrei gengið á milh umboösskrif- stofa og beðið um vinnu,“ segir Kate Moss, „aldrei." Kate starfaði fyrir tímaritið The Face með skóíanum. Eftir að hún varð sextán ára lá leiðin upp stjörnuhimininn og hún starfaði fyrir flestöll frægustu tískutímaritin. Auk þess kom hún fram á sýningum í New York, París og Mílanó. Kate Moss hefur nóg að gera alla daga vikunnar og þénar minnst sjö hundr- uð þúsund á dag. Kate Moss fór að heiman sautján ára og byrjaði að búa með kærasta sínum, Sorrenti, sem er fyrrverandi módel. Kate segist ekki vera með lystarstol. Hún segist borða aht en geti aldrei borðað mjög mikið í einu. „Ég hef aldrei farið í megrun," segir hún. Sjálfboðaliðar óskast Silfurlínuna, símaþjónustu aldraðra, vantar sjálfboða- liða til aðstoðar við aldraða. Námskeið verður haldið 28. og 29. september kl. 17-19 á Hverfisgötu 105, risi, til undirbúnings starf- inu. Skráning hjá Félagi eldri borgara í síma 91 - 620612 á skrifstofutíma. Dra$a úrhrukkumyndun 03 stuðla að endumýjun andlitshúðarinnar Nivea E-vitamín krem gegn hrukkum: Dregur úr hrukkum sem þegar hafa myndast. Stuðlar að endurnýjun andlitshúðar og kemúr í veg fyrir frekari ótímabæra hrukkumyndun. Nivea næturkrem: Inniheldur E-vítamín, prótein og náttúruleg rakagefandi efni sem vinna að endurnýjun húðarinnar og jafna rakastig hennar. Húðin heldur mýkt sinni og teygjanleika lengur. NIVEÁ ____________ J. S. Helgason hf Draghálsi 4 sími 91- 68 51 52 Innanlandslína Flugleiða Farpantanir og sala farmiða í innanlandsflugi. Upplýsingar um ferðargjöld og ferðir innanlands. Opið alla daga frá FLUGLEIÐIR kl. 08.00 - 18.00. INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.