Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 34
42
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
íþróttir
Þessibörn
skera sig úr
-segir JónaDís
„Mér flnnst ungbamasundið
skipta miklu máli fyrir barnið
mitt. Ég fór nýlega með stelpuna
til barnalæknis og læknirinn
sagði mér að hann gæti þekkt úr
þau börn sem eru í ungbarna-
sundi," segir Jóna Dis Bragadótt-
ir. Hún hefur verið með dóttur
sína, Önnu Jónu, í 4 mánuöi i
ungbamasundi hjá Snorra Magn-
ússyni, eða siðan Anna Jóna var
2 mánaða.
„Hún fór að velta sér tveggja
og hálfs mánaðar gömul, eða mun
fyrr en böm sem ég hef saman-
burð við. Hún er öll svo stinn og
hefur gott jafnvægi. Samskiptí
móður og bams verða líka nánari
og bamið lærir að treysta móður-
inni svo aö ég sé alls ekki eftir
þeim tíma sem fer í þetta. Maður
hittir lika aðra foreldra sem er
mjög gott í þessari félagslegu ein-
angmn hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Mér finnst þetta Hka gott út
frá öryggissjónamiði. Barnið lær-
ir að spyma sér frá botninum og
bjarga sér í vatni,“ segir Jóna Dís
Bragadóttir um ungbamasundið
sem stundum er kallað þjófstart
inn í framtíðina.
-BL
■ ■
Ift
■ ■
'■ | % - ;
■ * ||S|1 * I
m XpkÉBfc.. .
■
m 'é:
mmm
í*
m
r
. ■ | ■ j: wwfMWSHHWBBaai •
• .-
Maíifc.saSKS’law! ■
■ ■■
:
:
ríís.»
w- ■'
v;
—
Arsgamalt barn getur í flestum tilfellum haldiö niðri í sér andanum í 8-10 sekúndur. Á minni myndinni reynir á jafnvægið.
Ungbörn þola meira
en margan órar fyrir
- segir Snorrí Magnússon sem haft hefur um 500 böm í ungbarnasundi
Fyrir nokkrum árum hefði enginn látið sér til hugar
koma að fara með tveggja mánaða gamalt barn í sund
og kennt því að kafa. Síðan ungbarnasund hélt innreið
sína hér á landi hafa hugmyndir fólks smám saman
breyst og æ fleiri foreldrar skrá börn sín á námskeið í
ungbarnasundi. í dag er boðið upp á ungbarnasund á
fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ásóknin er mik-
il og víðast hvar eru biðlistar.
Það er í Suöurbæjarlaug í Hafnar-
firði, Grensáslaug Borgarspítala, Ár-
bæjarlaug og í sundlaug Skálatúns-
heimilisins í Mosfellsbæ sem boðiö
er upp á ungbarnasund. Snorri
Magnússon er kennari í Skálatúns-
lauginni.
Lokaritgerðin frá ÍKÍ
um ungbarnasund
„Það eru liðin þrjú ár frá því ég hóf
að bjóða upp á þessa þjónustu en þá
var hún ekki í boði annars staðar.
Hingaö kom norskur kennari frá
íþróttaháskólanum í Ósló í október
1987 og hélt fyrirlestur um ungbarna-
sund. Ég hafði heyrt um þetta áður
og áhuginn var vakinn. Þetta vatt
síðan smám saman upp á sig og loka-
ritgerð mín frá íþróttakennaraskól-
anum á Laugarvatni var um ung-
barnasund," segir Snorri Magnús-
son, íþróttakennari og þroskaþjálfi,
er DV innti hann eftir tildrögum þess
að hann fór að kenna ungbömum
sund.
Að sögn Snorra eru meginmark-
miðin með sundkennslu ungbama
þrjú: að örva hreyfiþroskann með
leikjum í vatni, auka tengslin milli
foreldra og bams og út frá öryggis-
sjónarmiöi að gera bamið sjálfbjarga
í vatni. Síðan em nokkur hliðar-
markmið, svo sem að örva öll helstu
skynfæri, eins og sjón, heym, jafn-
vægi og snertiskyn, einnig að auka
streituþoliö og venja börnin við auk-
ið álag frá umhverfinu.
Koma meðal annars betur
út úr þroskaprófum
„Þegar börnin koma í ungbarnasund
em þau á aldrinum 2-6 mánaða. Þau
kynnast nýju umhverfi og verða fyr-
ir nýjum áreitum, svo sem birtu,
hljóði og allri meðhöndlun. Þau um-
gangast önnur börn með tilheyrandi
hljóðum, svo sem gráti. Allt þetta
stuðlar að því að streituþolið aukist
og bömin verða síður hrædd við
ókunn hljóö og hávaða.“
Gerðar hafa verið rannsóknir á
börnum sem stundað hafa ungbarna-
sund í Þýskalandi og Sviþjóð. „í
íþróttaháskólanum í Köln var fylgst
með börnunum i þrjú ár og bráða-
birgðaniðurstöður benda til að þessi
böm séu fyrri til að aðlaga sig breytt-
um aðstæðum, þau hafi meira sjálfs-
öryggi, meiri hreyfifærni og séu lík-
amlega betur á sig komin. Þá kemur
einnig fram að þau leysa ný verkefni
á sjálfstæðari hátt, eru öruggari í
hreyfingum, sýna betri félagstengsl
og koma betur út úr þroskaprófum,“
segir Snorri.
Kafviðbragö gerir
ungbarnasund mögulegt
„Börn fæðast með ákveðin viðbrögð
sem dvína upp úr 4 mánaða aldri.
Til dæmis má nefna kafviðbragðið.
Þetta viðbragð gerir það að verkum
að barnið lokar öndunarveginum og
heldur niðri 1 sér andanum í 3-5 sek-
úndur. Ef vatn fer upp í bamið kem-
ur kyngingarviðbragð til sögunnar,
barnið kyngir vatninu og dregur síð-
an andann. Kafviðbragðið fer ört
dvínandi upp úr 6 mánaða aldri og
er yfirleitt horfið um 10-12 mánaða
aldur. Segja má aö þetta viðbragð
geri ungbarnasund mögulegt. Þjálf-
un miðast við það að gera viðbrögöin
virk og lærð. Þess vegna er nauösyn-
legt að börnin byrji í ungbamasundi
fyrir 6 mánaða aldur, öryggis síns
vegna.“
Um þá reynslu sem komin er á
ungbarnasundið eftir þijú ár segir
Snorri:
Foreldrarnir helsta
Ijónið á veginum
„Það hafa um 500 böm verið hjá mér
á þessum tíma og að meðaltali í 3-4
mánuði. Öll þjálfunin miðast við ein-
staklinginn. Það er sama grunnþjálf-
un fyrir öll börnin en ekki er hægt
að fara jafn hratt með alla. Ég man
eftir 4 tilfellum, af þessum 500, þar
sem börnin þurftu 15-17 tíma í að
aðlagast umhverfinu í lauginni. Eftir
það gekk þjálfunin vel fyrir sig og
börnin fóm sæl og glöð frá mér, með
jákvætt viðhorf til vatnsins eins og
öll hin börnin," segir Snorri.
En hver skyldu vera helstu ljónin
á veginum í þjálfun ungbarna?
„Það eru foreldrarnir. Það reynir
virkilega á þohnmæði þeirra. Bamiö
er sjálfstæður einstaklingur og þaö
má ekki fara of hratt. Barnið verður
að samþykkja umhverfið og foreldr-
amir verða að forðast samkeppni.
Það má ekki drífa barnið yfir þær
hindranir sem verða á veginum.
Böm em mjög næm fyrir umhverf-
inu en þau þola meira en margan
órar fyrir. Ég reyni að byggja tímana
sem líkast upp. Börnin koma til mín
tvisvar í viku. Þau eru vanaföst og
regla veitir þeim öryggi. Það er mik-
ið sungið í tímunum, bæði í tengslum
við hreyfingar og einnig án þeirra.
Söngur gleður og róar börnin,“ segir
Snorri.
Við getum haft haft
áhrif á hreyfiþroskann
„Hreyfiþroskinn er í hvað örustum
vexti fyrstu tvö æviárin. Við getum
haft áhrif á þennan þroska og einnig
mótun sjálfsmyndar og tilfinninga-
tengsla. Ég er með sum bömin til
tveggja ára aldurs og eitt af mark-
miðunum er að búa þau undir hina
eiginlegu sundkennslu. Það er ekki
fyrr en um þriggja ára aldur sem
börnin eru tilbúin að læra bringu-
sundstökin," segir Snorri.
Börn framkvæma hreyfmgar í
vatni sem þau framkvæma hvergi
annars staðar. En ungbarnasund
snýst ekki bara um hreyfmgar.
Ungbarnasund fyrir öll börn
„Börnin læra að treysta foreldrum í
nýju umhverfi og foreldrarnir kynn-
ast einnig börnum sínum við nýjar
aðstæður. Þá hittast foreldrar með
svipuð áhugamál og miðla af reynslu
sinni. Ungbarnasund er fyrir öll börn
og ekki síður fyrir fötluð böm. Ég
hef meðal annars verið með mongól-
íta í þjálfun og það tókst mjög vel,“
sagði Snorri Magnússon.
Aðstæður í sundlauginni í Skála-
túni eru vinsamlegar ungbaminu.
Lofthitinn er um 30 gráður og vatnið
er alltaf 35 gráða heitt. Að sundi
loknu er barnið sett undir sturtu og
klætt. Síðan er ekki langt að bíða
þess að barnið svífi inn í drauma-
heiminn, sælt en þreytt eftir 45 mín-
útna æfingar og leiki.
-BL
Sunddeild Ármanns býður upp á sundskóla í vetur
eins og í fyrra. í boði er ungbamasund, bamasund
fyrir böm frá 1-6 ára og sund fyrir vatnshrædd böm.
Kennsla fer fram í skólasundlaug Árbæjarskóla á
laugardagsmorgnum.
„Við emm ákaflega ánægð með undirtekörnar. Þátt-
takan er yfirdrifin og nú eru 70-80 böm í sundskól-
anum og mörg böm á biölista á námskeið í janúar,“
segir Stella Gunnarsdóttir hjá sunddeild Ármanns.
Ármann býður upp á kennslu fyrir vatnshrædd
börn. „Það er blandaður aldur í þessum tímum en
eftir 10 skipti eru börnin laus við vatnshræösluna
og tilbúin að koma inn i sinn aldursflokk," segir
Stella.
DV-myr»d S
-BL manns.