Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Dagur í lífl Ingunnar St. Svavarsdóttur, sveitarstjóra í Öxarflrði:
Mannbætandi birta
„Þetta er yndislegur haustdagur,
bjartur og lygn. Ég hef oft dáðst að
birtunni hér á Kópaskeri og Mel-
rakkasléttunni - hún er engu lík. Það
væri gaman að geta komið pastellit-
unum á himinhvolfinu til skila á lér-
efti - hún er mannbætandi þessi
birta.
Það er margt spennandi á döfinni
hjá okkur núna og í ýmsu að snúast.
Fundur Suður-Þingeyinga um sam-
einingarmálin, sem vera átti í Ýdöl-
um í dag og við í Öxarfjarðarhreppi
óskuðum eftir að fá að senda áheyrn-
arfulltrúa á, verður ekki fyrr en 29.
september. Ég hlakka til að mæta á
þann fund og vona svo sannarlega
aö menn nái saman um málefna-
samning. í mínum huga er þetta með
sameiningu sveitarfélaga rétt eins og
hjónabandið. Fólk veit ekki ná-
kvæmlega hvað það er að fara út í
en hefur um það óljósar hugmyndir
og væntingar. Flest pör/sveitarfélög
reikna með einhverjum börn-
um/auknum verkefnum í tengslum
við hjónabandið/sameininguna og þá
um leið aukinni ábyrgð og meiri
ánægju af að fá að takast á við hlut-
ina sjálf.
Undirbúningsvinna með foreldrum
inni í sveit vegna hugsanlegrar stofn-
unar leikskóla styrkir þá skoðun
mína að sveitarfélögin þurfi að vera
öflugri en þau eru í dag til að geta
mætt auknum kröfum fólks í dreif-
býh um sams konar þjónustu og veitt
er á þéttbýlisstööunum.
Vegagerðin er með fund í dag. Það
verður menningarlegt að fá upp sett-
ar samræmdar endurskinsmerking-
ar næsta vor fyrir öll býh í hreppn-
um, ár og læki og nokkur valinkunn
örnefni, ásamt þeirri þjónustu sem
veitt er í sveitarfélaginu. Mig hefur
dreymt um þetta lengi.
Hádegi
Ég dríf mig í hlaupin og teygjurn-
ar. Ótrúlegt hvað það er miklu ljúf-
Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstjóri.
ara aö teygja svona bæði fyrir og eft-
ir skokkið.
- Synd að þurfa að draga fyrir
blessaða sóhna þar sem hún skín inn
á skrifborðið hjá mér. -
Ég tala við Björn Ben., oddvita okk-
ar, og skýri honum m.a. frá því aö
Olíufélagsmenn hafi verið hér um
helgina og losað okkur við tankinn
sem staðið hefur hér frammi á Rönd
fyrir framan sláturhúsið. Þeir eru að
koma upp löglega frágengnum minni
tanki niðri við höfn - það hentar
okkur betur. Þá ætti að veröa auð-
veldara að gefa FjaUalambi hf. út-
flutningsleyfi verði þess óskað. Og
hvers vegna ekki? Hvers vegna ætt-
um við ekki að geta selt þetta úrvals-
kjöt okkar á finum veitingahúsum
erlendis rétt eins og bleikjuna okkar
og laxinn?
Mér finnst að við ættum að hefja
bændur til vegs og virðingar fyrir
þær frábæru hágæðavörur sem þeir
framleiða okkur tíl handa, jafnvel
þótt þær séu dýrar. Hvað er ekki
dýrara hér en erlendis? Hvað kosta
t.d. dagblööin hér miðað viö í Eng-
landi? Það mega þá fleiri í þjóðfélag-
inu taka sig saman í andlitinu með
sitt vöruverð.
Væri ég stjórnvald
Væri ég stjórnvald myndi ég ekki
hika við að koma á svæðaskiptingu
í landbúnaði þannig að þar sem góð-
ir hagar væru fyrir sauðfé væri
sauðfjárrækt og þar sem styttra væri
í stærra þéttbýli væri mjólkurfram-
leiðslan.
En nú er ég ekkert stjórnvald og
þess vegna Ter ég bara heim og æfi
söng; syng: „Hættu að gráta hring-
aná.“ Svo fer ég með bónda mínum
inn í Vin, reitinn okkar, fil að líta á
skurðgröftinn fyrir skjólbeltunum
sem við ætlum að koma upp um-
hverfis kúluhúsið okkar í vor.
Þetta var góöur dagur og fagur hér
nyrðra þrátt fyrir umbrot á stjómar-
heimilinu syðra.“
Finnur þú finrni breytingai? 224
Ætlarðu ekki að sitja svolítið lengur og lesa, góða? Nafn:.........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni tii hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Aiwa vasadiskó
að verðmæti 4.480 krónur, frá
Radíóbæ, Ármúla 38.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækurnar, sem eru í verð-
laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott-
ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og
Víghöfði. Bækurnar eru gefnar út
af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 224
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uð tuttugustu og aðra getraun
reyndust vera:
1. Vilborg Jónsdóttir,
Noröurtúni 9, 580 Siglufirði.
2. Rósa Eðvaldsdóttir,
Blómvangi 11, 220 Hafnar-
firði.
Vinningarnir verða sendir
heim.