Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Kvikmyiidir Sambíóin: Metnaðarfullar og listrænar kvikmyndir á kvikmyndahátíð Ámi Samúelsson, framkvæmda- stjóri og eigandi Sambíóanna, Bíó- hallarinnar, Saga-bíós og Bíóborgar- innar er stór umboðsaðili og kaupir mikinn fjölda mynda til landsins sem sýndar eru í kvikmyndahúsum hans. Þrátt fyrir að ört sé skipt um kvik- myndir kemst ekki allt að og til aö aðdáendur listrænna kvikmynda fái sitt hefur Ámi ákveðið að efna til kvikmyndahátíðar í Bíóborginni og verða þar sýndar margar athyglis- verðar kvikmyndir, kvikmyndir sem annars hefðu kannski lent beint á myndbandamarkaðinn. Ekki er að efast um að brúnin léttist á mörgum aödáendum kvikmynda og eiga ör- ugglega margir eftir að verða þaul- setnir 1 Bíóborginni næstu daga. Of langt mál er að fara nákvæm- lega í hverja mynd fyrir sig en hér á eftir verður gerð stutt grein fyrir þeim kvikmyndum sem verða sýnd- ar á kvikmyndahátíð Sambíóanna en margar þessara kvikmynda hafa ver- ið sýndar á stómm kvikmyndhátíð- um undanfarin 2-3 ár. Orlando Sjálfsagt er Orlando sú kvikmynd sem í mesta athygli hefur vakið á og Aidan Quinn. Music Box Gríski leikstjórinn Costa-Cavras er leikstjóri Music Box sem fjallar um virtan lögfræðing, sem er kona, í New York. Dag einn knýr alríkislög- reglan að dyrum hjá henni og til- kynnir henni að faðir hennar sé ákærður fyrir stríðsglæpi. Lögfræð- ingurinn er sannfærður um að faðir hans sé saklaus og er ákveðinn í að sanna sakleysi hans, en þegar hún fer að kafa dýpra í fortíð fóður síns kemst hún að því að ekki er allt sem sýnist. Það er Jessica Lange sem leik- ur lögfræðinginn og Armin Muller- Stahl sem leikur fóöurinn. Romuald & Juliette Romuald & Juliette er frönsk kvik- ingssystur sem báöar verða ást- fangnar af sama piltinum og kann ekki góðri lukku að stýra þegar sam- rýndar systur fara að beijast um sama strákinn og verða foreldrar Kvikmyndir Hilmar Karlsson þeirra áþreifanlega varir við upp- lausnina sem komin er í fjölskyld- una. Aðalhlutverkin leika Sam Wat- erston, Tess Harper og Gail Strick- land. The Power of One Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku ur heldur yfirborðskenndur. Þegar hún tekur til starfa í listagallerí fær hún ósljómlegan áhuga á sambandi yfirmanns síns og ástkonu hans. Allt sem hún sér festir hún á filmu en sér síðan flarstæðukenndar sýnir frá öðrum heimi þegar hún skoðar myndirnar. Leikstjóri er Patricia Rozema, en aðalhlutverkið leikur Sheila McCarthy. Mountains of the Moon Mountains of the Moon er metnaðar- full kvikmynd þar sem sagt er frá ótrúlegum könnunarleiðangri þeirra Richard Francis Burton og John Hanning Speke í leit að upptökum Nílarfljóts, sem farinn var 1854. Sam- band þessara ólíku manna var erfitt og flókið. Annar reynist svikull en Orlando. Tilda Swinton leikur mann sem breytist i konu. undanfómum missemm. Hefur myndin fengið frábæra dóma og góða aðsókn, hvar sem hún hefur verið sýnd. Orlando er saga um ferðalag í gegnum tímann, saga manns sem breytist í konu og lifir í fjögur hundr- uð ár. Myndin hefst við hirð Elísabet- ar fyrstu Englandsdrottningar og endar í nútímanum. Aðalhlutverkið leikur Tilda Swindon. Leikstjóri er Sally Potter, skrifar hún einnig handritið eftir skáldsögu Virginu Woolf. Naked Tango Naked Tango gerist að mestu í Arg- entínu á þriðja áratugnum þegar tangóinn er að festa rætur. Aðalper- sónan er ung frönsk stúlka sem er á flótta. Hún bregður sér í gervi Ölbu sem pöntuð hefur verið í gegnum lista. Það kemur íljósað sá sem pant- aði Ölbu er hrottafenginn gleðihúsa- eigandi og lætur hann stúlkuna þræla myrkranna á milli. Stúlkan sleppur með aðstoð leigumorðingja sem smátt og smátt nær algjöru valdi yfir stúlkunni. Leikstjóri er Leonard Schrader en með aðalhlutverkin fara Vincent D’Onofrio, Mathilda May og Esai Morales. The Handmaid’s Tale Leikstjóri The Handmaid’s Tale er Þjóðvetjinn Volger Schlöndorff, handrit skrifaði Harold Pinter eftir skáldsögu Margaret Atwood. Þetta er framtíðarmynd og gerist í veröld þar sem mengun, kjamorkuslys og tilraunir með eríðavisa hafa gert meirihluta kvenna ófijóan. Þær fáu konur sem enn geta alið afkvæmi eru kallaðar „þemur” og em hafðar í sérstökum búðum. Þar fá eingöngu yfmnenn í 'hernum að njóta þeirra til að framleiöa nýja kynslóð hraustra bama. Úrvalsleikarar em í öllum hlutverkum, má þar nefna NatashaRichardson, Faye Dunaway, Elizabeth McGovem Robert Duvall The Handmaid’s Tale: Aidan Qulnn, Robert Duvall og Natasha Richardson. Mississippi Masala. Denzel Washington og Sarida Choudhury. hinn heldur ótrauöur áfram og berst hetjulegri baráttu fyrir markmiöi sínu. Leikstjóri er Bob Rafelson en Patric Bergen og Iain Glen leika könnuðina. City of Hope John Sayles er handritshöfundur og leikstjóri City of Hope sem er kvikmynd með mörgum persónum. Gerist myndin í stórborg og fjallar um verktaka sem er með góð sam- bönd á æðstu stöðum í borginni en er oröinn flæktur í spilhngarvef stjómmálanna. Sonur hans Nick fyr- irlítur lífsstíl fóöur síns og flýr á vit áfengis, eiturlyfja og glæpa. City of Hope þykir sýna raunsanna spegil- mynd af lífi í amerískri stórborg. Með helstu hlutverk fara Vincent Spano, Angela Bassett, Tony Lo Bianco, David Straitharn og John Sayles. Mississippi Masala Mississippi Masala er gerö af iiid- verska leikstjóranum Mira Nair sem vakti mikla athygli með mynd sinni Salaam Bombay. Fjallar myndin um fjölskyldu sem sest hefur að í Miss- issippi eftir að hafa flúið ógnarstjórn Idi Amins í Uganda, en þau vom of- sótt fyrir þaö eitt að vera af indversk- um uppmna. Dóttirin í fjölskyld- unni, Mina, verður ástfangin af ung- um blökkumanni en fjölskylda henn- ar er síður en svo ánægð meö fram- gang mála og upp á yfirborðið koma kynþáttfordómar á ný. Verða elsk- endumir að hittast á laun. Aðalhlut- verkin leika Denzel Washington og Sarita Choudhury. Romuald & Juliette. Daniel Auteuil og Firmine Richard- Leauva. mynd sem leikstýrt er af Coline Ser- rau. Eins og nafniö gefur til kynna er hér útfærsla á hinu fræga leikriti Shakespeares. Juliette er 45 ára göm- ul blökkukona sem skúrað hefur skrifstofur hjá stóm fyrirtæki. Romuald er hvítur, 35 ára gamall forstjóri fyrirtækisins. Juliette heyr- ir á tah manna að Romuald er að verða fórnarlamb svika og pretta og reynir að vara hann við, en hann trúir henni ekki í fyrstu. Þegar hann kemst að hinu sanna biður hann Juhette um að fela sig í íbúð hennar í nokkra daga. Kynni þeirra eiga síð- an eftir aö verða nánari en áætlað hafði verið í fyrstu. The Man in the Moon The Man in the Moon er hugljúf kvikmynd sem Robert Mulhgan leik- stýrir. Fjahar myndin um tvær ungl- Music Box. Jessica Lange leikurlög- fræðing sem ver föður sinn. er undirtónn The Power of One sem leikstýrt er af John Avhdsen. Fjahar myndin um ungan breskan dreng sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Suð- ur-Afríku. Hann á við ýmis vanda- mál aö efja í þessu landi kynþátta- misréttis. Hann á mjög erfitt upp- dráttar innan skólans en hagur hans vænkast þegar er hann hittir fyrir tvo menn, annan hvitan og hinn svartan. Þeir kenna honum meðal annars að hlusta á rödd eigin sam- visku. Aðalhlutverkin í The Power of One leika Morgan Freeman, Arm- in Mueller-Stahl og John Gielgud. I’ve Heard the Mermaids Singing Kvikmynd þessi er kanadísk gam- anmynd og fjallar um Polly sem er íhlauparitari og mikhl menningar- sinni. Hún lifir og hrærist í listalífmu en innst inni finnst henni þó sá heim- Þrjáríeinufrá Kieslowski Hinn þekkti pólski leikstjóri Krzystof Kieslowski er um þessar mundir að senda frá sér fyrstu kvikmyndina í tríólógíu sem hann kahar Trois Couleurs: Bleu, Blanc, Rouge og þaö sem meira er, hann er að klára hinar tvær myndimar. Sú bláa verður sýnd á kvikmyndahátíðinni i Feneyj- um og frumsýnd í París fáum dögum síðar. Aðalpersónan er frönsk eiginkona tónskálds sem byrjar nýtt líf þegar eiginmaöur hennar deyr í bílslysi. Hvíta myndin sem frumsýnd veröur eftir áramót gerist í Póhandi og er aöalpersónan frönsk sýningar- stúlka. Þriöja myndin, sú rauða, sem einnig fjallar um unga konu, gerist í Swiss og verður hún frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes næsta vor. í lok þeirrar myndar hittast stúlkurnar þijár um borð í sökkvandi feiju. Ki- eslowski, sem gerir myndimar i samvinnu viö handritshöfundinn Krzystof Piesiewicz, segir að hann hafi haft í huga áhorfendur sem hafa gaman af að spá í það sem gerist utan þess sem þeir sjá á hvíta tjaldinu. Meira um Kieslowski í síöustu viku var tilkynnt í Kaupmannahöfn að menmngar- verðlaun Dana, Sonning-verð- launin, myndu faha í. skaut pólska kvikmyndaleikstjóranum Krzystof Kieslowski og er ástæð- an sögð fómfúst starf í þágu evr- ópskrar menningar. Kieslowski, sem er í fremstu röö evrópskra kvikmyndagerðarmanna, er þanníg kominn í hóp mikhla menningarjöfra sem hafa fengiö þessi verðíaun. .Meðal þeirra er Ingmar Bergmann en margir vhja halda því fram að Ki- eslowski sé hinn eini sanni arf- taki Bergmanns og Felhnis í evr- ópskri kvikmyndagerð. Aörir sem fengið hafa Sonning-verð- launin eru meðal annars, Vaclav Havel, Dario Fo, Simone de Be- auvoir, William Heinesen og Hahdór Laxness. Auk heiðursins fær Kieslowski hálfa milijón danskra króna i verðlaunafé. WangogTan Fyrsta skáldsaga Amy Tan, The Joy Luck Club, vakti mikla at- hygh þegar hún kom út 1989 og hefur hún verið gefin út í mörg- um löndum, meóal annars á ís- landi. Sagan fjallar um fjórar að- fluttar kínverskar konur og sam- skipti þeirra viö dætur sínar sem alast upp í Bandaríkjunum. Amy Tan var ekki trúuö á það að Hollywood gæti gert sögu hennar góð skil og var í fyrstu treg á að selja kvikmyndaréttinn, en þegar hún hitti leikstjórann Wayne Wang breytti hún skoðun sinni og ásamt handritshöfundinum Ronald Bass (Rain Man) skrifaði hún handritið og er ánægö meö útkomuna eins og allir aðrir. Miklu lofi hefur verið hlaðið á kvikmynd Wangs og er sagt að hún rauni örugglega fá margar óskarstilnefhingar. Himinn og jörð Það er að bluta th OUver Stone að þakka að The Joy Luck Club varð að veruleika, en fyritæki hans kostaði myndina. Sjálfur hefur hann veriö aö klára þriðju Víetnammynd sína, Heaven and Earth, aö undanförnu og verður hún frumsýnd i nóvember. Það er óþekkt 21 árs gömul stúlka, Hiep Thi Le, sem aldrei hefur leikið áður, sem fer raeð stærsta hlutverkið í myndinni. Aðrir leikarar eru Tommy Lee Jones, Joan Chen og Ilaing S. Ngor. Myndin er byggð á sannri sögu um stúlku sem grunuð var um að vera njósnarí í stríðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.