Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaöaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Gúlagið tapaði naumlega
Ólympíunefndin slapp fyrir hom, þegar 45 nefndar-
menn völdu Sydney sem vettvang ólympíuleikanna árið
2000. Sú niðurstaða var auðvitað ekki að þakka þeim 43
nefndarmönnum, sem vildu halda þessa leika í gúlaginu
í Beijing, miðstöð mannréttindaskorts í heiminum.
Fram á síðustu stund var talið líklegt, að Stóri bróðir
í Kína fengi að halda þessa ólympíuleika. Hann hafði flutt
mútur inn á nýtt og stærra svið með því að gefa ólympíu-
nefndinni einn af þekktustu fomgripum ríkisins, 2.200
ára gamla hermannastyttu frá uppgreftrinum í Xian.
Gamall fasisti frá valdatíma Francos á Spáni, Juan
Antonio Samaranch, er formaður nefndarinnar. Hann
stjómaði þeim hópi, sem vildi afhenda alræðisstjóminni
í Kína ólympíuleikana og beið lægri hlut í sögulegri at-
kvæðagreiðslu í Monte Carlo á fimmtudagskvöldið.
Ekki er gæfulegt, að 43 nefndarmenn skyldu styðja
sjónarmið Samaranchs gegn meðmælum helztu mann-
réttindasamtaka heimsins, og enn síður, að nefndin í
heild skyldi endurvelja sem formann þennan gamla fas-
ista, sem hefur fyrr og síðar skaðað ólympíuhugsjónina.
En nefndin slapp naumlega fyrir hom í staðarvalinu
með 45 atkvæðum gegn 43. Ef Beijing hefði fengið þessa
ólympíuleika, hefði það verið svipað áfall og árið 1936,
þegar Adolf Hitler notaði ólympíuleikana í Berlín til að
fegra og auglýsa sitt viðurstyggilega þjóðskipulag.
Kína ei einn síðasti móhíkaninn í flokki kommúnista-
ríkja og það ríki, sem næst kemst hryllingsríkinu, er rit-
höfundurinn George Orwell lýsti í bókinni „1984“. Það
er skólabókardæmi um alræðisríkið, sem aldrei komst
almennilega á legg í Austur-Evrópu jámtjaldsins.
Ríkisvaldið í Kína þolir alls enga gagnrýni. Það lítur
á sjálfstæðar skoðanir sem landráð og hneppir fólk í
þræla- og pyndingabúðir fyrir það eitt að lýsa skoðunum
sínum í fámennum hópi. Ríkisvaldið í Kína er eins lítið
ólympískt og nokkurt ríkisvald getur verið.
Kínastjóm notaði skriðdreka til að valta yfir náms-
menn á Torgi hins himneska friðar. Fjöldamorðin á torg-
inu sýndu umheiminum hið rétta ógnareðli þjóðskipu-
lagsins í Kína, þar sem elliærir valdhafar svífast ná-
kvæmlega einskis til að varðveita alræðið.
Kína er land, þar sem ríkisvaldið lætur skrúfa fyrir
allan hita í Beijing til þess að geta logið því að gestkom-
andi ólympíunefhd, að þar sé sæmilega hreint loft. Kína
er land, þar sem ríkisvaldið getur lofað, að ekki nokkur
mótmælandi muni dirfast að varpa skugga á leikana.
Ef ólympíuleikar væm haldnir í Beijing, mundi ríkis-
valdið láta handtaka tugi þúsunda Kínverja, sem hugsan-
lega gætu verið grunaðir um að hafa opinn huga, til þess
að tryggja, að þeir kæmu hvergi nálægt útlendingum.
Svo stórkarlaleg er alræðisárátta kínverskra valdhafa.
Eitt lítið dæmi um hugarfar ráðamanna íþrótta og rík-
is í Kína er, að fyrir nokkrum dögum var hótað, að Kín-
verjar mundu ekki mæta á næstu ólympíuleika, ef þeir
fengju ekki vilja sínum framgengt. Þeir töldu, að slík
hótun mundi efla stuðning við ólympíuleika í Beijing.
43 félagar í ólympíunefnd gamla fastistans frá Spáni
studdu heimsins mesta alræðisríki í atkvæðagreiðslunni
á fimmudagskvöldið. Það munaði bara hásbreidd, að
þeir fengju vilja sínum framgengt í Monte Carlo. Svo
tæpt stendur ólympíuhugsjónin í lok tuttugustu aldar.
Hinn naumi sigur í nefndinni sýnir, að fylgismenn
hins fomgríska anda, sem er rót ólympíuleika og mann-
réttinda í senn, verða að halda vöku sinni ár og síð.
Jónas Kristjánsson
Tekist er á
um framtíð
Rússlands
Vandasamt hlaut að veröa að reisa
rússneskt markaðshagkerfi á
rústum miðstýringarhagkerfisins
sovéska. Verkefnið er ógerlegt svo
í nokkru lagi sé þegar ríkisstjómin,
sem sér um framkvæmdina, á við
það að búa að löggjafarsamkoman
vinni í hvívetna gegn viðleitni
hennar til að búa markaðsvæðing-
unni fjárhagslegar og lagalegar for-
sendur. Áreksturinn, sem af hefur
hlotist, stendur yfir í Moskvu þegar
þetta er ritað.
Frá því Borís Jeltsín forseti vann
sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu í vor
hefur hann leitað eftir málamiðlun
viö þingið og þá sér í lagi forseta
þess, Rúslan Kasbúlatov, fyrst um
gerð nýrrar stjórnarskrár í stað
þeirrar sem sett var í valdatíð Brez-
hnevs og nú síðast um nýjar þing-
kosningar og síðan forsetakosning-
ar með misseris millibili.
Þessu hefur þingið engu sinnt en
í staðinn umturnað fjárlögum
þvert á stjómarstefnuna og þver-
skallast við að setja lög um slík
grandvallaratriði sem eign á landi
og einkavæðingu ríkisfyrirtækja.
Þingið skipa mikinn part fyrrum
valdsmenn úr forustuliði Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna, enda
að miklu leyti valdir af flokknum
og stofnunum sem hann réð en
ekki kjósendum. Fyrir þeim vakir
öðram þræði aö láta erfiðleika
umskiptatímanna, með þeim óvin-
sældum sem fylgja, bitna sem harð-
ast á forsetanum og stjóm hans.
Hins vegar eru þeir í aðstöðu til að
skara eld að eigin köku þegar
einkavæðing fer fram reglulaust.
Jeltsín forseti og stjóm hans hafa
stefnu, Kasbúlatov og þingmeiri-
hlutinn sem hann stýrir hefur þá
stefnu eina að torvelda starf ríkis-
stjómarinnar að því að koma
stefnumálum sínum í framkvæmd.
Ófremdarástandið, sem af þessari
sjálfheldu miili æðstu stofnana rík-
isins hlýst, er orðið svo augljóst að
fáum kom á óvart að forsetinn
skyldi taka af skarið meö því að
rjúfa þing og efna til nýrra kosn-
inga.
Stuðningur stjómkerfisins og
stofnana þess, forustu heraflans
fyrst og fremst, við ákvörðun Jelts-
íns stafar af því að þeir sem þar
ráða era sammála forsetanum í því
aö framtíð Rússlands sé í húfi.
Þessi forastuhópur telur að eining
ríkisins sé í hættu ef allt hjakkar í
sama farinu enn um skeið, svo ekki
sé talað um hvað gerast myndi ef
þingmeirihlutinn fengi sínum vilja
framgengt.
Undirtektir úti um landið era líka
Jeltsín í vil þótt þar séu einnig til
héraðsþing og þing sjálfstjórnar-
lýðvelda, kjörin á sama hátt og rík-
isþingið í Moskvu, sem tekið hafa
Syfjaðir þingmenn á þingbekk í Moskvu aðfaranótt föstudags.
Símamynd Reuter
stöðvar herstjórnar Samveldis
sjálfstæðra ríkja, bandalags fyrr-
um sovétlýðvelda, hafa viðsjár
aukist með mönnum. Vitað er að
menn Kasbúlatovs hafa sankað að
sér vopnum í þinghúsinu eftir
megni og á fostudagsmorgun var
þingvörðum skipað að afhenda þau
lögreglu. Samtímis gerðu vopnaðar
sveitir innanríkisráðuneytisins sig
líklegar til að girða af svæðið um-
hverfis þinghúsið.
Yfirlýsingar forseta og forsætis-
ráðherra era þó allar á þá leið að
ekki verði beitt vopnavaldi til að
rýma þinghúsið. Menn Jeltsíns
gera sér bersýnilega vonir um að
eftir því sem ljósar verður að mál-
staður þingmeirihlutans á tak-
rnarkaðan hljómgrunn meðal al-
mennings muni þinghaldið smám
saman renna út í sandinn. Þegar
hafa fjórir úr forsætisnefnd þings-
ins sagt af sér í mótmælaskyni við
aðfarir Kasbúlatovs. Sá síðasti,
formaður utanríkismálanefndar,
lét svo ummælt að ævintýramenn
hefðu hrifsað völdin í þinghúsinu.
Helsta haldreipi Kasbúlatovs átti
að vera Alexander Rútskoj varafor-
seti sem hann lét sverja forsetaeið
frammi fyrir þingheimi eftir þing-
rof Jeltsíns. Rútskoj er stríðshetja
frá Afganistan og var talinn eiga
ítök meöal herforingja en samtök
uppgjafarhermanna frá Afganistan
lýstu fyrirlitningu á þessari fram-
komu hans.
Erlend tíöindi
Magnús Torfi Ólafsson
afstöðu með því. Samkvæmt drög-
unum að nýrri stjómarskrá, sem
gert er ráð fyrir að kosið verði eftir
í desember, fá landshlutamir auk-
in áhrif á löggjafarsamkomunni.
Efri deild hennar verður skipuð
Julltrúum héraða og sjálfstjórnar-
lýðvelda á jafnréttisgrandvelli.
En úrsht taugastríðsins ráðast í
Moskvu. Þegar þetta er ritað hefur
Kasbúlatov ekki tekist að fá til
fundar tilskilinn fjölda þingmanna
á þjóðfulltrúaþinginu til að það sé
ályktunarfært um tillögu hans um
að lýsa yfir brottvikningu Jeltsíns
úr forsetaembætti.
Eftir árás á föstudagsnótt á aðal-
Skoðanir aimarra
Pólverjar til í valdaskipti
„Fyrrum kommúnistum í Póllandi gekk enn bet-
ur í kosningunum á sunnudag en skoðanakannanir
höíðu spáð. Lýöræðislegi vinstriflokkurinn, SLD,
eins og hann er kallaður, varð langstærsti flokkur-
inn. Ýmsir á Vesturlöndum munu eflaust óttast að
horfið hafi verið til fyrri hátta fjórum áram eftir að
Pólveijar köstuðu af sér oki kommúnismans. Flokk-
urinn segist styðja efnahagsumbæturnar en vill fara
hægar í sakimar til að létta þeim lífið sem hafa lent
í þrengingum á leiðinni yfir í markaðshagkerfiö. SLD
verður að fá tíma til að sanna, eða afsanna, aö hann
sé það sem harm gefur sig út fyrir að vera.“
Úr forystugrein Politiken 21. september.
Stór smánarblettur
„Málið er að ofbeldið í Flórída er aðeins hiuti
stærri smánarbletts og stærra vandamáls. Sá Ijóti
blettur á ímynd landsins verður ekki máður út þótt
yfirvöld í Flórída átti sig á hvað gera beri til að
stöðva morð á ferðamönnum. Hann verður ekki af-
máður fyrr en menn sýna vilja til þess alis staðar í
landinu að fólk geti verið óhult um líf sitt.“
Úr forystugrein Washington Post 20. september.
Valdarán Jeltsíns
„Borís Jeltsín Rússlandsforseti hafði ekkert vald
samkvæmt stjórnarskránni til að leysa upp þing
landsins og boða til kosninga áður en kjörtímabilið
er á enda. En djarflegt valdarán hans gæti orðið til
aö styrkja lýðræði í Rússlandi, efnahagsumbætur
og kurteislegri samskipti við fyrrverandi Sovétlýð-
veldi. Það var rétt hjá Bill Clinton að lýsa strax yfir
stuöningi Bandaríkjastjómar."
Úr forystugrein New York Times 23. september.