Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 37 unni Húsið á hæðinni. Ég var svo hégómlegur að þiggja það strax enda var ég upp með mér að svo þekktur leikstjóri óskaði eftir mér,“ segir Baltasar. „Síðan var það Þórhildur sem hvatti mig til að sækja um í Leiklistarskólanum og það varð til þess að ég hætti við dýralækningam- ar.“ Baltasar komst inn í Leiklistar- skóla íslands í fyrstu tilraun en hann tók inntökuprófið jafnhliða stúdents- prófum. „Eg var yngsti nemandi Leiklistarskólans, aðeins tvítugur, en aðrir nemendur voru tveimur til fjórum árum eldri. Það skipti mig þó aldrei máh.“ Þegar Baltasar var barn var hann á kafi í íþróttastarfi og segist hafa veriö í helst öllum greinum: „Ég var í siglingum, handbolta, fóltbolta og í hestunum. Það má segja að ég hafi verið ofvirkur." Baltasar segir að þó hann hafi alist upp á listamannsheimili hafi hann aldrei fundið fyrir því að það væri öðruvísi en önnur heimili nema að einu leyti: „Það var aldrei kaffitími um miðjan daginn hjá mér eins og vinum mínum. Ég sníkti mér því mjólk og bakkelsi hjá félögunum," segir hann. „Ég var frekar óstýrilátur ungling- ur,“ segir Baltasar Kormákur. „Svona eins og unglingar eru oft. Annars fékk ég strangt uppeldi og þurfti stundum að stelast út um gluggann til að taka þátt í næturlíf- inu. Það voru margir krakkar i Kópa- voginum þegar ég var að alast upp enda er minn árgangur, 1966, mjög stór.“ Veggfóður breytti lífinu Unglingar dagsins í dag tóku fyrst eftir hinum unga leikara þegar hann lék eitt aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Veggfóður. Líf hans breyttist nokkuð við frumsýningu myndar- innar enda var hann þá orðinn fræg- ur maður. „Þegar ég var beðinn að leika í þeirri kvikmynd vissi ég ekki hversu mikil alvara væri að baki. Oft koma upp hugmyndir að bíó- myndum sem verður síðan ekkert úr. Ég vissi því ekki hvort ég ætti aö taka þessa ungu menn alvarlega. Hins vegar kom að því að tökur áttu að hefjast og allt var sett á fullt. Ég leit á þetta sem ágætis þjálfun fyrir mig en átti aldrei neitt frekar von á að myndin yrði kláruð. Síðan heppn- aðist þetta bara nokkuð vel. Annars er miklu auðveldara að leika í kvik- mynd heldur en á stóra sviðinu," segir hann. „Ég myndi kannski ekki segja að hf mitt hafi breyst heldur hafi afstaöa fólks til mín breyst í kjölfar þessarar myndar,“ heldur hann áfram. „Svo virðist sem ég hafi verið talinn sam- kvæmisgaur því Pressan fór að birta á hvaða stöðum ég væri um helgar, hvort sem ég var þar eða-ekki. Mér finnast hlægilegir þessir „ríku og frægu“ dálkar sem blöðin eru mikið með núna. Það er eins og verið sé að búa til einhvern stjörnuheim sem ekki er til á íslandi," segir Baltasar Kormákur. „Það getur stundum ver- ið erfitt að vera í sviðsljósinu." Nýtur kvenhylli - Varla hefur þú á móti því að vera álitinn kynþokkafullur og njóta ómældrar kvenhylli? „Ég er voða lítið hrifinn af að vera kailaður kyntákn. Ég vil vera tekinn alvarlega sem leikari og mér finnst svona ímynd geta þvælst fyrir. Ég hef aldrei unnið neitt að því að vera metinn sem kyntákn. Það eru ein- hverjir aðrir búnir að klessa þessari ímynd á mig,“ segir Baltasar. „Þessi ímynd hefur haft neikvæð áhrif fyrir mig þar sem fólk hefur ákveðna for- dóma gagnvart mér. Það er búið að gera sér í hugarlund hvernig persóna ég er án þess að ég hafi haft þar nokk- uð að segja. Það getur verið sárt. Annars var þetta mest eftir Veggfóð- ur og ég finn ekki svo mikið fyrir þessu lengur," segir leikarinn. Baltasar er nær allan sólarhring- inn í leikhúsinu og var einn af tekju- hæstu leikurum á síðasta ári. Hann segist ekkert skilja í því hvað hann eigi aö komast yfir margt miðað við Leikhússjarmörinn Baltasar Kormákur: ,, Kæri mig ekki um þessa kyntáknsímynd" - segir einn eftirsóttasti leikari landsins af yngri kynslóðinni „Ég hef verið ótrúlega heppinn. Allt frá því ég útskrifaðist úr Leiklistar- skóla íslands vorið 1990 hef ég haft meira en nóg að gera,“ segir Baltasar Kormákur Samper, 27 ára leikari, sem þessa dagana er í ströngum æf- ingum fyrir frumsýningu á leikritinu Þrettánda krossferðin eftir Odd Björnsson. Baltasar er einn fárra ungra leikara sem geta státað af því að vera fastráðnir hjá Þjóðleikhús- inu og er treyst til að takast á við krefjandi hlutverk. í vetur mun hann sjást í stórum hlutverkum í fjórum leikritum Þjóð- leikhússins. Baltasar hefur auk þess notið mikillar kvenhylli og þykir eft- irsóttur á því sviðinu sem öðrum. í Þrettándu krossferðinni leikur Baltasar aðalhlutverk ásamt þeim Pálma Gestssyni og Eggert Þorleifs- syni. „Þetta er eitt erfiðasta hlutverk sem ég hef tekist á við enda erum við á sviðinu allan tímann. Hins veg- ar er ekki auðvelt að lýsa þessu leik- riti en ég á von á að þetta verði mikil- fengleg sýning," segir Baltasar þegar hann var spurður um vérkefnin þessa dagana. Auk þess leikur hann í Ferðalokum eftir Steinunni Jó- hannesdóttur sem nýlega voru frum- sýnd. Lék Rómeó Baltasar Kormákur vakti fyrst at- hygli er hann hreppti hlutverk Róm- eós í Shakespeareverkinu Rómeó og Júlía. Marga leikara dreymir um að spreyta sig í því hlutverki og því var töluverður spenningur hver hlyti hnossið. Það var Baltasar og má segja að síðan hafi leiðin legiö upp á við. Þá lék hann stórt hlutverk í leikrit- inu Kæra Jelena sem er eitt vinsæl- asta leikrit sem Þjóöleikhúsið hefm- sett upp. Einnig lék hann í Strætinu sem ekki fékk síðri aðsókn. „Veturinn 91-92 var mjög anna- samur en síðasta leikár var heldur rólegra. Mér sýnist að þessi vetur veröi mjög strangur," segir Baltasar. Þegar Baltasar útskrifaöist úr Leikhstarskóla íslands vorið 1990 var ekki um auðugan garð að gresja í leiklistinni og margir töldu að hinir nýútskrifuðu leikarar ættu vart bjarta framtíð. Sú hefur ekki verið raunin. Baltasar og bekkjarbróðir hans, Ingvar Sigurösson, hafa báðir verið eftirsóttir leikarar og fengið frábæra dóma gagnrýnenda. Fyrsta starfsár Baltasars var Þjóðleikhúsið þó lokaö vegna vinnu við endurbæt- ur. Hann starfaði þá með leikhópi Alþýðuleikhússins sem heimsótti skóla. Baltasar dregur ekki í efa að hann sé lánsamur sem leikari. „Ætli þetta sé ekki sambland af heppni og hæfi- leikum," segir hann og bætir við: „Líklega hef ég verið réttur maður á réttum stað.“ Öfundarraddir - En koma ekki upp öfundarraddir hjá þeim sem engin hlutverk fá þegar sumum gengur svo vel og eru í hverju stykkinu á fætur öðru? „Maður gerir sér auðvitað grein fyrir að það ríkir talsverð öfund út í mann vegna þessa. Hins vegar trufl- ar það mig ekki og hefur ekki valdið „Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá hlutverk og haft meira en nóg að gera,“ einn fárra ungra leikara sem hafa fengið fastráðningu hjá Þjóðleikhúsinu. segir Baltasar Kormákur sem er DV-myndir Brynjar Gauti Baltasar hreppti hið eftirsótta hlutverk Rómeós í Rómeó og Júlíu og síðan hefur leiðin legið upp á við. Hér er hann ásamt eftirsóttustu ungu leikkonunni, Halldóru Björnsdóttur. Baltasar hefur verið í öllum vinsælustu leikritum Þjóð- leikhússins. Hér brillerar hann í Strætinu. mér vandræðum í samskiptum við fólk. Ég, Halldóra Bjömsdóttir, sem útskrifaðist ári á eftir mér, og Ingvar Sigurðsson höfum öll verið mjög heppin með að fá hlutverk. Það er hroðalegt að lenda í hveiju fallstykk- inu af öðm eins og sumir hafa gert. Það er mikið atriði meðan leikari er að þroskast á sviði að hann fái að vinna með góðu fólki og sé heppinn með hlutverk. Á þann hátt byggist sjálfstraustið upp.“ Á síðasta leikári bauð Þómnn Sig- urðardóttir Baltasar aö koma með til London og leika í Meistaranum eftir Hrafnhildi Hagalín á listahátíð: „Ég hef aldrei lært í Englandi og skildi þ\d ekki hvers vegna ég var vahnn en ég tók enskutíma til að ná réttum framburði. Þetta var mikil lífs- reynsla.“ Baltasar gekk aldrei með draum- inn að verða leikari í maganum. Hins vegar langaði hann mjög að eftir sér yrði tekið þegar faðir hans, Baltasar, starfaði sem leikmyndahönnuður í Þjóðleikhúsinu. „Ég kom oft með pabba hingað og tók eftir að böm starfsmanna fengu að leika í sýning- unum. Æth ég hafi ekki verið hálf- afbrýðisamur, að minnsta kosti fannst mér. að það mætti tala við mig líka,“ segir Baltasar Kormákur. „Mig langaði á sviðið en datt aldrei í hug að hafa mig eitthvað í frammi. Ég var aldrei þessi týpa að vera stöðugt að leika fyrir fjölskylduna. Engum datt heldur í hug að bjóða mér að leika í jólaleikritunum meðan ég var í grunnskóla. Mig langaði samt allt- af. Það eina sem ég fékk að gera var að þykjast syngja (mæma) lag eftir Meatloaf af því að pabbi átti raf- magnsgítar." Ætlaði aö verða dýralæknir Baltasar Kormákur er alinn upp í vesturbæ Kópavogs. Hann er sonur hins spænska listamanns Baltasars Sampers og hstakonunnar Kristjönu. Baltasar yngri var í miðjunni af þremur börnum og á hann eldri og yngri systur, Rebekku Rán og Mír- eyju Samper. Þær lögðu báðar mynd- hstina fyrir sig. Baltasar erfði hins vegar hestaáhuga foreldra sinna og hefur verið mikih hestamaður allt frá því hann var lítið barn. „Ég var þriggja ára þegar ég settist fyrst sjálf- ur á bak,“ segir hann stoltur. Núna leigir hann íbúð í Mosfehsdal þar sem hann hefur aðstöðu fyrir hest- ana sína, auk þess sem hann er með endur og gæsir. „Ég er mikill sveita- maöur í mér,“ segir hann. Baltasar er ólofaður og býr einn með dýrun- um. Það hentar honum vel þar sem lengi vel hafði hann hugsað sér að verða dýralæknir. Það var ekki fyrr en hann byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík sem hann gerði alvöru úr því að prófa að leika með því að taka þátt í Herra- nótt. „Ég fór í MR að beiöni móður minnar. Hún gerði engar sérstakar kröfur um áframhaldandi menntun en pabbi vhdi endilega að ég yrði læknir. Ég lét mig dreyma um dýra- lækningar og var meira að segja bú- inn að fá inngöngu í dýralæknaskóla í Liverpool. Sumarið áður en ég fór í sjötta bekk MR fór ég th Arizona. Mig hafði lengi langað til að vinna á hrossabúgarði. Foreldrar mínir þekktu vel banda- rísku sendiherrahjónin Pamelu og Marshah Brement og báðu þau að finna búgarð fyrir mig. Þau þekktu hjón sem bjuggu á næsta búgarði við afa leikarans Christophers Reeves, sem lék súpermann, og þangað fékk ég að koma í vist. Hins vegar samdi mér ekki við búgarðseigandann og hætti. Ég fór þá til Tucson og fékk byggingarvinnu á svörtu. Móðir mín var í námi þar á sínum tíma og átti vini í borginni sem ég gat leitað th. Ég eignaðist annars sérkennhega vini sem voru dvergar og fór meðal annars með þeim í fjallakhfur. Þetta var allt ævintýralegt," segir Baltas- ar. Sá yngsti í Leiklistarskólanum „Ég hafði aldrei hugsað mér að vera með í sýningu Herranætur, ætl- aði einungis að vera á námskeiðinu. Það var því svolítið skemmthegt að Þórhhdur Þorleifsdóttir leikstjóri, sem leikstýrir Þrettándu krossferö- inni, bað mig að vera með í sýning- Hann er kallaður leikhússjarmörinn og er ekki par hrifinn af því. Baltasar Kormákur leikari fær að glíma við hin ólíkustu verk og verður i einu af sínum erfiðustu hlutverkum i Þrettándu krossferðinni sem frumsýnd verður eftir hálfan mánuð í Þjóðleikhúsinu. allar þær kjaftasögur sem hann heyrir um sig. „Ég á að vera dópisti, drykkjusjúkhngm- og um daginn átti ég að vera kominn með eyðni. Það eru ótrúlegustu sögur sem ég heyri," segir hann. Fær að njóta sín í leikhúsinu Þótt leikari hafi nóg að gera er ekki þar með sagt að honum finnist öll leikritin skemmthegt sem hann leik- ur í. „Það er af og frá,“ segir Baltas- ar. „Þetta er eins og hver önnur vinna. Ég hef þó verið heppinn að þrátt fyrir þá ímynd sem búið er að klessa á mig fæ ég að leika mjög ólík hlutverk. Sem betur fer er ég ekki endalaust látinn leika einhverja töff- ara. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri er ekki þannig hugsándi. Hann vhl að ungir leikarar fái að þroskast í fjölbreyttum hlutverkum." Baltasar segir aö mjög hafi breyst andrúmsloftið í Þjóðleikhúsinu síðan Stefán tók við stjórninni: „Hér ríkir góður starfsandi og á síðasta ári var metár varðandi aðsókn. Það er rosa- lega gaman að taka þátt í uppsveiflu í leikhúsi. Hins vegar var allt veru- lega dapurlegt í kringum þetta hús meðan ég var í skólanum." Hann segir að framtíð sín sé óráð- in: „Það er auðvitað það besta sem ungur leikari kemst í aö vinna með reyndu fólki. Reyndar kom það mér mikið á óvart hversu góður starfs- andi ríkir hér. Það var alltaf talaö um Þjóðleikhúsið sem ormagryfju. Eina sem ég get fundiö aö er að það mætti vera opnari umræða hér í húsinu, t.d. um verkin og leikrita- val.“ Með leyninúmer Óskað hefur veriö eftir Baltasar í eitt og annað fyrir utan leikhússtarf- ið en hann hefur ekki þegið nema brot af þeim störfum. „Eg hef verið beðinn að koma fram í félagsheimil- um og ræða við unghnga um leiklist- ina. Eg féhst á það í eitt skiptið og það gekk ágætlega, nema hvað það voru níutíu prósent stelpur í salnum og mestur tími fór í að gefa eigin- handaráritanir," segir Baltasar og hlær. Hann varð að taka nafnið sitt út úr símaskránni til að fá frið og hann lætur engan vita hvar hann býr. Talsverður ófriður var bæði á heimili hans og foreldranna eftir Veggfóður. Baltasar langar helst til að prófa leikstjóm og hefur hug á því þegar fram líða stundir. Annars segist hann vera ungur maður sem hafi gaman af að lifa lífinu og það ætlar hann að gera. Auk þess finnur hann hvíld og ró í hesthúsinu þegar erfið- um vinnudegi lýkur. í sumar fór hann í langa hálendisferð með hest- ana. „Það var æðislegt," segir þessi ungi og eftirsótti leikari. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.