Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 48
56
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Veiöivon dv
Sumarið hefur verið fengsælt fyrir suma veiðimenn en aðra ekki. Veiði-
menn hafa kastað flugu fyrir lax í mörgum veiðiám þetta sumarið og
margir haft erindi sem erfiði. DV-mynd G.Bender
Laxveiðileyfamarkaðurinn:
Veruleg verðlækkun
liggur í loftinu
- nýtt sölufyrirkomulag á Ásum
Laxveiðiánum hefur verið lokað á
þessu sumri og fyrstu veiðitölumar
eru famar aö streyma inn. Veiði-
sumarið hefur alls ekki verið eins
gott og veiðimenn og leigutakar
áttu von á og laxveiðileyfi hafa
ekki selst eins vel í mörgum veið-
iám og leigutakar vonuðust til.
Veiðileyfi fyrir 100-150 milljónir
seldust ekki á þessu sumri. Veiði-
leyfi vora til í mörgum góðum veið-
iám eins og Laxá í Kjós, Laxá í
Leirársveit, Fáskrúð í Dölum, Laxá
í Dölum og Miðfjarðará svo ein-
hverjar veiðiár séu nefndar.
„Verð á veiðileyfum er bara aUt-
of, alltof hátt, þess vegna hefur orö-
ið svona mikið eftir af þeim eftir
sumarið sem raun ber vitni,“ sagði
Grettir Gunnlaugsson, formaður
Landssambands stangaveiðifélaga.
„Laxveiðin í sumar var alis ekki
eins góð og spáð hafði verið. Þetta
var betri laxveiði en í fyrra en alls
ekki góð. Sölumenn veiðileyfa
hrópðu hátt en veiðileyfin seldust
bara alls ekki vel enda veiðileyfa-
markaðurinn orðinn mettur. Fólk
notar bara peningana í annað en
dýr laxveiðileyfi þegar hægt er að
fara með alla fjölskylduna til út-
landa fyrir andvirði margra lax-
veiðileyfanna,“ sagði Grettir enn-
fremur.
„Efnahagsástandið núna er
kannski ekki mjög gott enda era
ekki alltaf jólin í þessum veiðileyfa-
bransa. En þetta á effir að lagast
þegar líður á,“ sagði Böðvar Sig-
valdason, formaður Landssam-
bands veiðifélaga.
„Þar sem veiddist vel í sumar
seljast veiðileyfin vel næsta sumar,
annars þarf bara að kíkja á þetta
betur," sagði Böðvar í lokin.
„Verðið á veiðileyfum í Norðurá
lækkaði um 15 til 30% fyrir árið í
ár svo frekari lækkun að sinni var
ekki raunhæf., Norðurá varð jú
aflahæðsta laxveiðiáin þetta sum-
arið,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson,
formaður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
„Veiðileyfi voru til í mörgum
veiðiám í sumar hjá okkur þó salan
gengi þokkalega. í síversnandi
efnahagsástandi er ekki vitað hvort
verðið helst fyrir næsta sumar,“
sagði Friðrik ennfremur.
„Þó ég hafi lækkað veiðileyfi
verulega hefur það bara alls ekki
neitt að segja, þau seldust alls
ekki,“ sagði leigutaki veiðiár er við
spurðum um um laus laxveiðileyfi
hjá honum.
„Veiðimarkaðurinn er löngu
mettur, það þarf það að lækka
veiðileyfin verulega. Það þýöir ekki
að leigja veiðiá fyrir 10 milljónir
en selja bara veiðileyfi fyrir 5 millj-
ónir. Það gengur bara ekki leng-
ur,“ sagði leigutakinn í lokin.
„Við ætlum að lækka veiðileyfin
verulega í okkar veiðiá næsta sum-
ar, þetta gengur ekki lengur. Verö-
Grettir Gunnlaugsson, formaður
Landssambands stangaveiðifé-
laga.
Böðvar Sigvaldason, formaður
Landssambands veiðifélaga.
ið er bara alltof hátt núna þó viö
höfum lækkað veralega í surnar,"
sagöi leigutaki veiðiár á Vestur-
landi.
„Veiðileyfasalan hefur gengið
ágætlega í sumar hjá okkur, við
höfum selt fleiri veiðileyfi en í
fyrra,“ sagði Jón Gunnar Borg-
þórsson, framkvæmdastjóri
Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
„Það veiddust 350 laxar í Blöndu
en við hefðum kannski getað veitt
fleiri laxa hefði áin verið betur
nýtt. Hún var rétt hálfbókuð í sum-
ar áin,“ sagði Ingólfur Ólafsson,
leigutaki Blöndu.
Sölufyrirkomulagi á sölu veiði-
leyfa í Laxá á Ásum hefur verið
breytt en hver sá sem átti daga í
ánni, seldi þá sjálfur. Sami aðilinn
selur öll veiðOeyfin í ána næsta
sumar. Vel hefur selst af veiðileyf-
um í Laxá á Ásum næsta sumar.
Einhverjar þreifingar era í gangi
með Laxá í Kjós næsta sumar en
laxveiðinni er lokið. Veiddur er sjó-
birtingur ennþá í ánrn. Við höfum
heimildir fyrir því að Ámi Baldurs-
son leigutaki muni ætla að láta
Laxá í Kjós fara í útboð á þessu
hausti.
„Ég er að hugsa málið þessa dag-
ana og hvað maður gerir með fram-
haldið. Þetta mál þarf að hugsa
vel,“ sagði Ámi Baldursson leigu-
taki. -G.Bender
Tilkyimingar
Vetrarstarf
í Áskirkju
í vetur líkt og undanfarin ár verða bama-
guðsþjónustur í Áskirkju kl. 11 á sunnu-
dagsmorgnum. Þar eru bömunum
kenndar bænir og vers, sagðar sögur og
afhentar biblíumyndir og afmælisböm fá
litla gjöf. Bamasálmar og hreyfisöngvar
em sungnir. Bamastarfið annast Guðrún
M. Bimir ásamt sóknarpresti. Almennar
guðsþjónustur verða í Áskirkju kl. 14. Á
sunnudaginn kemur, 26. september, mun
Safnaðarfélag Ásprestakalls láta bifreið
aka að dvalarheimilinu og fjölmennustu
byggingum sóknarinnar og gefa íbúum
þeirra kost á flutningi til guðsþjón-
ustunnar kl. 14 og heim aftur síðar um
daginn. Mun félagið bjóða þessa þjónustu
tvisvar i mánuði í vetur líkt og undanfar-
in ár og verða ferðimar auglýstar nánar
hveiju sinni. Eftir messu á sunnudaginn
selur Safnaðarfélagið kaffi í Safnaðar-
heimili Áskirkju. Rennur ágóði kaffisöl-
unnar til kirkjubyggingarinnar og stuðn-
ings starfi félagsins í þágu eldri og yngri
sóknarbama kirkjunnar. Eins og und-
anfarna vetur verður jafnan boðið upp á
kafii eftir messu en þær samverustundir
að spjalli hafa stuðlað að auknum kynn-
um. Félagsfundir Safnaðarfélagsins
verða mánaðarlega í vetur og dagskrá
fjölbreytt. Fyrsti fundurinn verður
þriðjudaginn 12. október kl. 20.30. M.a.
verða sýndar myndir frá safnaðarferð
sóknarbarna sl. sumar. Á miðvikudögum
kl. 17 verður starf með tíu til tólf ára
börnum í Safnaðarheimili Áskirkju.
Ennfremur verða fundir í Æskulýðsfé-
lagi Áskirkju á mánudagskvöldum kl. 20.
Þá er opið hús í safnaöarheimili Áskirkju
alla mánudaga, þriöjudaga og fimmtu-
daga kl. 14-17. Þangað em allir velkomn-
ir, yngri og eldri, heitt verður á könn-
unni og starfsmaður kirkjunnar til við-
tals og aðstoðar. Á mánudögum kl. 14-15
verður söngva- og ljóðastund og á
fimmtudagsstundum er upplestur. Sam-
vemstundir foreldra ungra barna verða
miðvikudaga kl. 10-12. Umsjón meö því
starfi annast Guðrún M. Bimir. BibÚu-
lestrar og fræðsla verða í Safnaðarheim-
ili Áskirkju á fimmtudagskvöldum kl.
20.30 í vetur, í fyrsta sinn 14. október. Þar
verður fjallað um einstök rit Bibliunnar
og lýkur þeim samvemstundum með
bænagjörð. Aörir þættir safnaðarstarfs
vetrarins, svo sem fræðslukvöld, veröa
nánar auglýst síðar. Ámi Bergur Sigur-
bjömsson sóknarprestur.
Kvennakirkjan
Septembermessa kvennakirkjunnar
verður í Borgameskirkju sunnudaginn
26. september kl. 16. Séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir prédikar og fluttur verður
leikþáttur um byrðar lifsins. Birna Þor-
steinsdóttir syngur einsöng og sönghópur
kvennakirkjunnar leiðir almennan söng
undir stjóm og undirleik Sesselju Guð-
mundsdóttur. Rútuferð verður frá Um-
ferðarmiðstööinni kl. 13. Borgameskon-
ur sjá um kaffi að lokinni messu.
Orðið
Tímarit um guðfræði
Út er kominn 27. árgangur Orðsins -
Tímarits um guðfræði sem Félag guð-
fræðinema við Háskóla íslands gefur út.
í ritinu er að finna greinar um guðfræði,
trúarheimspeki og almenn trúarbragða-
vísindi, bæði þýtt og frumsamið efni.
Greinarhöfundar em: Hjalti Hugason,
Þórarinn Bjömsson, Þorgeir Tryggva-
son, Mihajlo Mihajlov, Paul Tillich,
Thomas' Keating, Ioan Petm Couliano,
Marteinn Helgi Sigurðsson, Carlos A.
Ferrer og Jón Pálsson. Ritið er 140 blaðs-
íður. Fæst í helstu bókaverslunum í
Reykjavík.
Safnadarstarf
Árbæjarkirkja: Æskulýðsfundur sunnu-
dagskvöld kl. 20. Mömmumorgnar hefjast
þriðjudaginn 28. september kl. 10-12 fyrir
Ártúnsholt, Árbæ og Seláshverfi. Dag-
skrá með hefðbundnu sniði. Vonast er
eför góðri mætingu.
Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa
mánudag kl. 14-17. Fundur í æskulýðsfé-
laginu mánudagskvöld kl. 20.
Digranesprestakall: Fundir með foreld-
rum fermingarbarna verða haldnir í
safnaðarheimilinu Bjarnhólastíg 26,
mánudaginn 27. september kl. 20.30 fyrir
foreldra bama úr Kópavogsskóla og
þriðjudaginn 28. september kl. 20.30 fyrir
foreldra bama úr Digranes- og Snælands-
skóla.
Fella- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur
mánudagskvöld kl. 20. Upplestur í Fé-
lagsstarfi aldraðra í Gerðubergi. Mánu-
daginn 4. október hefst lestur spennandi
framhaldssögu „Baráttan við heims-
drottna myrkursins" eftir Frank E. Pe-
retti. Verið með frá byijun. Lesið verður
í hannyrðastofú á mánudögum kl. 14.30
og miövikudögum kl. 15.30.
Hallgrímskirkja: Samvera fermingar-
bama kl. 10.00.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta í dag kl.
11.00 í Hátúni lOb. Sr. Jón D. Hróbjarts-
son.
Neskirkja: Laugardagsstarfið hefst í dag.
Haustferð til Gullfosá og Geysis. Lagt af
stað fi-á Neskirkju kl. 13.00. Kirkjubíllirm
ferum hverfið kl. 12.30-12.55.
Seltjarnarneskirkja: Fundur í æsku-
lýðsfélaginu sunnudagskvöld kl. 20.30.
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið
ÞRETTÁNDA
KROSSFERÐIN
eftir Odd Björnsson
Frumsýnlng föstud. 1. okt. kl. 20.00.
2. sýn. sun. 3/10,3. sýn miðv. 6/10.
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
Ikvöld kl. 20.00,
Á morgun kl. 20.00.
Lau. 2/10, lau. 9/10, lau. 16/10.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI
eftirThorbjörn Egner
Sun. 10/10 kl. 14.00, sun. 17/10 kl. 14.00,
sun. 17/10 kl. 17.00.
Ath. Aðeins örfáar sýningar.
Smíðaverkstæðið
FERÐALOK
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
Á morgun kl. 16.00, sun. 3/10 kl. 16.00,
flm. 7/10 kl. 8.30, fös. 8/10 kl. 8.30.
Litla sviðið
ÁSTARBRÉF
eftir A.R. Gurney
Frumsýning 3. okt. kl. 20.30.
2. sýn. fös. 8/10,3. sýn. lau. 9/10.
Þýðing: Úlfur Hjörvar.
Útlit: Þórunn S. Þorgrimsdóttir.
Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson.
Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir og
Gunnar Eyjólfsson.
Sala aðgangskorta stendur yfir á
4.-6. sýningu.
Verð kr. 6.560 sætið.
Elli- og örorkulífeyrisþegar,
kr. 5.200 sætið.
Frumsýningarkort,
kr. 13.100 sætið.
ATH. Kynningarbæklingur Þjóðleik-
hússins liggur frammi m.a. á bensín-
stöðvum ESSO og OLÍS.
Miðasala Þjóöleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram að sýningu sýningardaga. Tekið á
mótl pöntunum i sima 11200 frá kl. 10
vlrkadaga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Græna linan 996160-
Lelkhúslinan 991015
FRJÁLSI
LEIKHOPURINN
Tjarnarbíói
Tjarnargötu 12
STANDANDIPÍNA
„Stand-up tragedy“
eftir Bill Cain
Næstu sýningar:
26. sept. kl. 20.00.
29. sept. kl. 20.00. Uppselt.
30. sept. kl. 20.00. Úrlá sæti laus.
2. okt. kl. 15.00 ogkl. 20.00.
örfá sæti laus.
3. okt.kl. 15.00 ogkl. 20.00.
Örfá sæti laus.
Miðasala opin alla daga frá kl.
17-19. Sími 610280
Lau. 25. sept. kl. 20:30
Fö. 1. okt. kl. 20:30
Lau. 2. okt. kl. 20:30
Sýnt í íslensku
Öperunni
Miðasalan er opln daglega frá kl. 17 -19 og
sýningardaga 17 - 20:30. Miðapantanir í símum
1 1475 og 650190. |%
I B LEIKHÓÞURINN •
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra svið kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnoid og Bach
6. sýn. laug. 25/9. Uppselt.
Græn kort gilda.
7. sýn. sun. 26/9. Örfá sæti laus.
Hvit kortgilda.
8. sýn. miðv. 29/9. Úrfá sæti laus.
Brún kortgilda.
Sýn.fös. 1/10. Örfá sæti laus.
Lau. 2/10. Uppselt.
Litlasviðkl. 20.00.
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
Frumsýning miðv. 6. okt. Uppselt.
Sýn. fim. 7/10. Uppselt.
Fös. 8/10. Uppselt.
Lau. 9/10. Uppselt.
Sun. 10/10. Uppselt.
ARÍÐANDI!
Kortagestir með aðgöngumiða dag-
setta 2. okt., 3. okt. og 6. okt. á litla
sviðið, vinsamlegast hafið samband
við miðasölu sem fyrst.
Stóra sviðið kl. 14.00.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
eftir Astrid Lindgren.
Sýn. sun. 10. okt., lau. 16. okt.,
sun. 17. okt.
ATH. Aðeins 10 sýningar!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á
móti miðapöntunum í síma 680680
kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími
680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar, tilvalin tæki-
færisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur -
Borgarleikhús.
Leikfélag Akureyrar
Sala aðgangskorta
stendur yfir!
Aðgangskort LA tryggir þér sæti
með verulegum afslætti á eftirfar-
andi sýningar:
AFTURGÖNGUR
eftir Henrik Ibsen
Sfgild perla sem snertir nútimafólk!
EKKERT SEM HEITIR
-Átakasaga
eftir „Heiðursfélaga".
Nýr hláturvænn gleðileikur með
söngvum -fyrir alla fjölskylduna!
BAR-PAR
Ótrúlegt sjónarspil eftir Jim Cartwr-
ight, höfund „Strætis".
ÓPERUDRAUGURINN
eftir Ken Hill
Óperuskaup ársins!
Með mörgum frægustu söngperlum
óperanna eftir Offenbach, Verdi,
Gounod, Weber, Donizetti og Moz-
art.
Verð aðgangskorta kr. 5.500 sætió.
Elll- og örorkulifeyrisþegar kr. 4.500
sætið.
Frumsýningarkort kr. 10.500 sætið.
Mlðasalan er opin alla vlrka daga kl.
14.00-18.00 meðan á kortasölu stend-
ur. Auk þess er tekið á móti pöntunum
virka daga kl. 10.00-12.00 i sima
(96)-24073. Greiðslukortaþjónusta.
FERÐIN TIL PANAMA
Á leikferð:
Þórshöfn mánud. 27. sept. kl. 16.00.
Raufarhöfn þrlðjud. 28. sept. kl. 13.00.
Húsavfk miðvlkud. 29. sept. kl. 11.00,
14.00 og 16.00.
Stórutjarnasköla föstud. 1. okt. kl. 9.30.
Skjólbrekka föstud. 1. okt. kl. 13.00.