Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
13
Safnahúsiö á Egilsstöðum
Guðrún Kristinsdóttir safnvörður.
DV-myndir Sigrún
Safnahús á Egilsstöðum:
Fyrsti áfangi loks á lokastigi
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstööunx
Nú hillir loks undir að Minjasafn
Austurlands komist í viðunandi hús-
næði. Safnahús á Egilsstöðum sem
verið hefur í byggingu í mörg ár
verður ef til vill tekið í notkun innan
árs, en húsið stendur við Skógarlönd
rétt hjá Hótel Valaskjálf. Guðrún
Kristinsdóttir, minjavörður á Aust-
urlandi, var nýlega tekin tali og
spurði um húsnæðismál og starfsemi
minjasafnsins.
Safnið var stofnað 1943 og var fyrstu
árin á Haliormsstað, en í fyrstu stjóm
þess vom Sigrún Blöndal skólastjóri
þar, Gunnar Gunnarsson, skáld á
Skriðuklaustri, og Þóroddur Guö-
mundsson, kennari á Eiðum, og hófu
þau strax söfnun muna. Síðan var
safnið á Skriðuklaustri 1945-1980, en
þá vora munir fluttir í Egilsstaði í
geymslu, en nú síðari árin hefur hluti
af safninu verið sýndur á sumrin í
40 ferm húsnæði sem það eignaðist.
Skráðir munir em nú 2600. Safhið er
byggt upp sem búminja og heimilis-
minjasafn.
Nýja húsið
Bygging þess hófst árið 1983. Ef
farið verður eftir áætlun og miðað
við framlög ríkisins verörn: flutt í
fyrsta áfanga árið 1995 en hugsanlegt
er að lán verði fengið til að ljúka
byggingunni fyrr og flytja strax á
næsta ári. Nú er verið að ganga frá
lögnum í þessum fyrsta áfanga en
hann er 300 ferm að grunnfleti á
þrem hæðum auk tengibyggingar og
kjallara að öðrum áfanga þar sem
Minjasafnið verður með geymslur.
Húsið er teiknað af Teiknistofunni,
Skólavörðustíg 28, Reykjavík.
í húsinu verða þrjú söfn. Á efstu
hæð í risi verður Bókasafn Hér-
aðsbúa og ef til vill einnig skrifstofa
Safnastofnunar Austurlands. Á ann-
arri hæð verður Minjasafn Austur-
lands með 300 ferm sýningarsal og á
neðstu hæð Héraðsskjalasafn Aust-
firðinga. í tengibyggingu verður mót-
taka, snyrtingar, setustofa og aö-
staða til minjagripasölu.
Gjörbylting á starf-
semi Minjasafnsins
Guðrún sagði að með tilkomu þessa
nýja húss yrði alger bylting í starfi
Minjasafnsins. Það hefði starfað í 50
ár án þess að hafa átt frambærilegt
húsnæði. Nú fengi það 300 ferm sýn-
ingarsal sem yrði opinn allt árið.
Starfið á veturna yrði þá væntanlega
miðað við skólana að verulegu leyti
en á sumrin yrði fjölbreyttari starf-
semi og t.d. hægt að bjóða upp á skoð-
unarferðir til athyglisverðra minja-
staða. Þá yrði ráðinn sérstakur
starfsmaður til safnsins en Guðrún
hefur haft umsjón með því ásamt
með sínu starfi hjá Safnastofnun sem
minjavörður á Austurlandi.
Margir athyghsverðir munir eru í
eigu Minjasafns Austurlands. Guð-
rún nefndi m.a. baðstofu frá Brekku
í Hróarstungu og herbergi úr húsi
Páls Ólafssonar, skálds á Hallfreðar-
stöðum. Annað þessara húsa verður
sett upp í nýja safnhúsinu. Þá á safn-
ið búslóð úr búi Guttorms Pálssonar
á Hallormsstað.
hemstoora
frá niidjum depteniber
kr.
á mannirm í tvíbýli
í 3 ncetur og 4 daga á
Hotel Sheraton Towson. **
Tilboö fyrir hópa:
2.000 kr. afsláttur
I á mann ef í hópnum
eru 15 manns eða
j fieiri. 40.000 kr.
[ spamaöur fyrir
20 manna hóp.
Brottfarir á miðviku-,
fimmtu- og
föstudögum.
Heimflug á sunnu-,
mánu- og
miövikudögum.
Yeittur er 5% staðgreiðsluafslátiur*
í Baltimore bjóöum viö
gistingu á eftirtöldum
gæöahótelum:
Holiday Inn Inner Harbor,
Sheraton Towson,
Hyatt Regency,
Days Inn Inner Harbor
og The Latham.
*M.v að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug og gisting og
flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fá 15.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.500
kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði.
Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig
óþarfa áhættu.
**Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. |jS
Frábært tækifæri til þess aö gera hagstæö innkaup; m.a. stærsta verslunar-
miðstöð á austurströnd Bandaríkjanna, Towson Town Center. Heillandi
miðbær með aragrúa veitingastaða, verslana, ieikhúsa og skemmtistaða.
Einstök söfn. Örstutt til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn
um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300
(svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.)
FLUCLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
Hvað er Ritvöllur?