Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 39 Á áttræðisaldri: Áferðum íslenskt fjalllendi Jón Þórðaison, DV, Rangárþingi: Þær voru eldhressar og ekM á því að láta elli kerlingu vera að baga sig, vinkonumar Virginía Sibson og Winnie Connolly frá Bandaríkj- unmn en þær voru í hestaferð með íshestum um hálendið nú síðsum- ars. Þær stöllur kynntust í hesta- ferð um Kína árið 1988 en það var í fyrsta sinn sem þarlend stjórnvöld leyfðu útlendingum að fara um landið á hestum. f Síðan hafa þær verið miklar vin- konur og reynt að hittast sem oft- ast milii þess sem þær fara saman í hestaferðir sem er árlegur við- burður hjá þeim. Winnie, sem er sjötug, er frá Kalifomíu en Virginia er frá Massachusetts. Hún er sjötiu og funm ára. Virginía lætur það heldur ekki aftra sér frá því að fara á hestbak þótt annað hnéð sé gervi. Báðar eiga þær búgarða og stóra fjölskyldu í sínum heimafylkjum. ísland varð fyrirvalinu Að þessu sinni varð ísland fyrir valinu en þær langaði að kynnast eiginleikum íslenska hestsins jafn- framt því að skoða sögufrægt land. Leið þeirra og ferðafélaga þeirra hófst á Eyvindarmúla í Fljótshlíð og lá m.a. um Reykjadali og Land- mannalaugar en endaði á Leira- hakka í Landsveit um viku síðar. Vinkonurnar Winnie og Virginia staddar við Landmannahelli þar sem áð var í tvær nætur. Sú síðarnetnda harðneitaði að vera með hjálm á höfðinu en það sagði hún að væri krafa fólksins heima. Þess vegna setti hún upp prjónahúfu til að allt liti eðlilega út á myndinni. DV-mynd Jón Helena sýnir fádæma dirfsku í viðskiptum sínum við nasista og leggur allt í sölurnar fyrir föðurlandið. Stöð 2: Sannsöguleg spennumynd Annað kvöld sýnir Stöð 2 fram- haldsmyndina „A Woman at War“ eða í innsta hring Gestapo eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu. Þessi mynd er í tveim hlutum sem sýndir verða annað kvöld og á mánudags- kvöld. Hún er gerð eftir metsölubók- inni „Inside the Gestapo" og byggist á sannsögulegum gmnni . Aðalpersónan er Helena Moski- ewicz sem er nítján ára þegar sagan gerist. Faðir hennar vOl að dóttirin skapi sér bjarta og trygga framtíð með því að fara í háskóla. Hún tekur úndir það sjónarmið en vill h'ka lifa lífinu og njóta þess að vera með vin- um sínum. En það geisar styijöld í heiminum, styijöld sem á eftír að hafa meiri áhrif á líf Helenu en hana gmnar. Þegar nasistar taka Brussel veit Helena að draumar hennar um há- skólagöngu eru að engu orðnir. Hún snýr sér alfarið að því að beijast gegn nasistum og gengur til hðs við and- spymuheyfinguna. Hún tekst á hendur sendiferðir sem verða æ hættulegri. Eftir eina slíka, þar sem hún hefur ginnt þýskan hðsforingja út í opinn dauðann, kemur hún heim og sér að foreldrar hennar em fam- ir. Hún notfærir sér góða þýsku- kunnáttu sína og stáltaugar tíl þess að komast inn í aðalstöðvar Gestapo í Bmssel sem einkaritari. Hún hefur útbúið áætlun til að forða foreldmm sínum frá útrýmingarbúðunum. En sú áætlun bregst á síðustu stundu og hún sér foreldra sína aldrei aftur. Tveim dögum síðar er góðvinur hennar, Albert, sem hún ber meira en vinarhug th, kahaður í vinnubúð- ir í Þýskalandi. Hann kveður Helenu og Brassel og kemur aldrei til baka. Leikið tyeim skjöldum Helena er ákveðin í að leggja aht í sölurnar fyrir föðurlandið. Henni tekst að leika tveim skjöldum og kemst loks í innsta hring Gestapo. Hún fjarlægist stöðugt vinahóp sinn þar sem hún hefur svo mörgu að leyna í einkalífmu og leitar því th Franz sem leikur tveim skjöldum eins og hún. Smám saman breytast tilfmningar hennar í garð hans og hún verður ástfangin af honum. Helena vinnur nú á daginn í höfuð- stöðvum Gestapo en á nóttunni geng- ur hún tíl liðs við andspyrnuhreyf- inguna og miðlar upplýsingum sem hún hefur aflað sér í óvinabúðunum yfir daginn. Þar kemur að styrjöldinni lýkur en það þýðir þó ekki frið fyrir Helenu. Svo trúverðuglega hefur hún leikið tveim skjöldum að þjóð hennar ásak- ar hana nú um landráð. Hún leitar til Franz, sem er sá eini sem getur sannað sögu hennar, en hann svíkur hana, rétt eins og hann virðist hafa svikið aðra gyðinga meðan styrjöldin geisaði. Með hlutverk Helenu fer Martha Phmpton og Eric Stoltz leikur Franz. Myndin var kvikmynduð í Póllandi og Englandi. If ( / N DA SYN f ií G í DÝRARÍKINU Á MORGUN, SUNNUDAGINN 26. ■ - s» : : í _jbbl . september| FHÁ KLUKKAN IOiOO - 17l00 OÝRARÍKIÐ ...fyrir dýravini! HVOLPAR : enskúr setter - silki terrier - pekingese og WEIMARANER ! HUNDAR ^ * I^ RETRIEVER FRA IIRETLA^JDl SCHA-EFER ISLENSKUR FJARHUNDUR - ENSKUR SETTER STRÝHÆRÐUR LANGHUNDUR - CAIRN TERRIER ÍRSKUR SETTER - SILKI TERRIER - WEIMARANER PAPILLON - DALMATIAN - FOX TERRIER OG BOXER! Ýmsir sérfræðincjar verðo ó staðnum og veita faglega ráðgjöf um heilsu, þjálfun, umhirðu, sérkenni tegunaanna ofl.^^® Hundaræktendur sýna^^pg selja hunda. Dregið verður úr verðlaunagetraun VOFFSINS! kl. 15:00 Féðurkynningar^ÍS frá Wafcol og Tuffy's 25% afsláttur af öllum hundavörum á meðan á sýningunni stendur. Ljósmyndasamkeppni: Komdu með mynd af hundinum þínum. Dómnefnd velur skemmtilegustu myndina. Verðlaun : vöruúttekt í Dýraríkin að f járhæð kr. 30.000. DÝRARÍKIÐ Við Grensásveg - sími 68 66 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.