Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Fréttir Fiskveiðar og flskvinnsla: Allrflokkarnir senda fulltrúa áfundinn Minnihlutaflokkamir í borgar- stjóm hyggjast aUir senda fuU- trúa á fiind um samstarf minni- hlutans fyrir kosningamar næsta vor en Kvennalistinn hefur boöað til fundarins. Óiina Þorvarðar- dóttir, borgarfulltrúi Nýs vett- vangs, segist fagna því aö skriður Þjóðhagsstofnun spáir áframhaldandi tapi sé að komast á málið aftur eftir að Nýr vettvangur hafði ffum- kvæði að óformlegum viðræðum flokkanna sem hafa staðiö frá því ífyrrahaust. -GHS Feyenoord-ÍA: Hópferðfrá Amsterdam Knattspyrnufélag ÍA vill koma þeim skilaboðum tU þeirra sem ætia að sjá leik Feyenoord og ÍA í Rotterdam á miðvikudaginn að hópferð verður frá Amsterdam á leUdnn. Farið verður frá HoUday Inn Crown Plaza klukkan 17. Miðar verða seldir vinstra megin við aðalinnganginn á leikvellin- um og er stúka merkt D frátekin fyrir stuðningsmenn ÍA. - afkoman í september neikvæð um 2-4 prósent lestir að stærð. Samkvæmt stöðumati við skUyrði um miðjan september 1993 er hreint tap botnfiskveiða 3;o% af tekjum ef miðað er við áætlsðan afla yfirstand- andi árs en 6,0% ef miðað er við áætlaðan afla á næsta ári. Þegar skoðuð er rekstraráætlun Þjóðhagsstofnunar fyrir botnfisk- veiðar miðað við rekstrarskilyrði í september 1993 og áætlað aflamagn 1994 kemur í ljós að tapið verður aUs rúmir 2,3 milijaröar króna. Mest verður það hjá minni togurum, eða 1,3 miUjarðar, 976 miUjóna tap hjá bátum minni en 200 brúttólestir en aöeins 54 miUjóna króna tap hjá stærri togurum. Sjá nánar meðfylgj- andi mynd. -bjb Sameiginleg afkoma fiskveiða og fiskvinnslu hefur versnað frá því á árinu 1992 en þá var afkoman jákvæð um 2,3%. í september 1993 er tafið að afkoman sé neikvæð um 2,2% þegar miðað er við afla og fram- leiðslu yfirstandandi árs. Ef miðað er við afla á næsta ári en verðskU- yrði í þessum mánuði er taUð að af- koman verði neikvæð um 4,4%. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um hag fiskveiða og fiskvinnslu 1992 og 1993. Athuganir fyrir botnfiskveiðar á árinu 1992 sýna að hagnaður veið- anna að meðtöldum frystiskipum nam 1,7% af tekjum. Tap var af rekstri togara sem nam 0,1% af tekj- um, hagnaður frystiskipa var 9,8% af tekjum en 2,1% hagnaður var af rekstri báta sem eru 21-200 brúttó- Þjóðhagsstofnun spáir tapi - af botnfiskveiöum - •2000 -2500 mllljónfr Heimild: Þjáðhagsstofnun Miðað er við skilyröi í september 1993 og afla 1994. BUvelta varð snemma í gærmorg- un á Sauðárkróki. Ökumaöur um tvítugt velti jeppabifreiö á gatnamót- um RaftahUðar og Eskihlíðar með 3 farþega innanborðs. Engin slys urðu á fólki en ökumað- urinn er grunaður um ölvun við akstur. Hann hvarf af vettvangi en gaf sig fram við lögreglu um miðjan dag í gær. Jeppabifreiðin er talsvert skemmd. -bjb „Ég hafði samband viö Bifreiða- skoðun á mánudag og pantaði tima því að sá frestur sem ég átti rennur út um mánaðamótin. Eg fékk ekki tíma fyrr en 5. október en það er of seint. Þetta þýðir að ég verð að borga álag á venjuiegt skoöunargjald, auk þess sem ég get átt von á að lögreglan geri athugasemd við að ég hafi ekki fært bíUnn til aðaiskoðunar á réttum tíma og hún kUppt númerin af,“ sagði bUeigandi í samtaU viö DV. Endastafur í bílnúmeri mannsins er 7 sem þýðir að hann átti að færa bilinn tíl skoðunar í júU. Maðurinn hafði frest þar tíl í lok september að færa bíUnn tU aðalskoðunar, eins og reglur gera ráö fyrir, að öörum kosti á hann von á þeim aðgerðum sem fyrr er lýst. Þær aðgerðir geta sem fyrr faUst í aðgerðum lögreglu eða að ofan á skoðunargjaldið er bætt seinkunargjaldi sem er 400 kr. „EðU málsins samkvæmt er alltaf einhver bið í skoöun, mismunandi mikil, en aUt frá örfáum dögum og upp í tvær vikur. Þeir sem koma á síðustu dögum tveggja mánaða frestsins og bera þessu við, eins og þessi maöur er að gera, hljóta sjálfir að bera ábyrgð á því hve seint þeir eru á ferðinni vegna þess að þeir áttu að koma í skoðunarmánuði og það er ekkert hægt að gera við því þótt fleiri þurfi að komast í skoðun,“ seg- ir Karl Ragnars, framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar íslands. Umræddur bUeigandi er ekki sátt- ur við þetta og segir aö hvort sem það séu fleiri bílar eða ekki sem þurfi aö komast í skoðun þá þuríl Bifreiöa- skoðun aö standa við sínar skuld- bindingar. „Við skuldbindum okkur ekki í þessu máli. Þetta eru stjómvalda- reglur og frestinn eiga menn ekki að nota nema þeir hafi ríka ástæðu til og þá taka þeir þessa áhættu," segir Karl. „Þetta byggist á því að einhvers staðar veröa mörkin að vera," segir Karl og bætir við að auk þess að hafa tveggja mánaða frest eftir að búið á að vera að færa bílinn til skoð- unar geti menn einnig látið skoða bílinn sex mánuðum áður. -PP Bifreiðaeigandi telur Bifreiðaskoðun ekki standa við sitt: Pantaði á réttum tíma en þarf að borga seinkunargjald - alltaf einhver bið á skoðun, segir framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar Það berast ekki bara fréttir af aflaleysi og uppskerubresti. Hann Sigurður Loftsson ellilifeyrisþegi, sem búsettur er i Hamratúni í Mosfellsbæ, hefur fengið fimmtíufalda kartöfluuppskeru. Hann setti niður 1 kíló af tiltekinni kartöflutegund I vor og hefur nú uppskoríð 50 kíló af vænum kartöflum. Sigurður er fyrrverandi bóndi. Ótt/DV-mynd SHH Bílvelta á Króknum Höf um ekki ef ni á yfirbyggingunni „Við ætlum okkur að sönnu áð búa í opnu hagkerfi og alþjóðlegu verslunarumhverfi en það veröur vissulega lítið eftir af sjálfstæðu íslandi ef sjávarútvegurinn og landbúnaðarframleiðslan lentu að stærstum hluta í höndum útlend- inga," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á aðaifundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem hófst í gær. Á fundinum gagnrýndi Þorsteinn harkalega þá yfirbyggingu þjón- ustugreina sem launafólk og fram- leiösluatvinnuvegirnir í iandinu þurfa að búa við. í því sambandi benti hann á að í vikunni hefðu birst myndir i Qölmiðlura af 15 bankastjórum að undirrita samn- íng þriggja viðskiptabanka og sam- taka sparisjóöa við Seðlabankann. Sagöi hann þjóðina ekki hafa leng- ur efni á yfirbyggingunni og að bankastjórarnir 15 væru táknræn- ir í þvi sambandi. „Viö þurfum aö huga að þvi um þessar mundir aö það er framleiðsl- an sem stendur undir þjónustunni og velferðarkerfmu i landinu. Þeg- ar að kreppir í framleiðslunni geta aðrir ekki haldið áfram að haga sér eins og ekkert liafi í skorist," voru orð Þorsteins á fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.