Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Erlend bóksjá Booker-vinningahafar í aldarfjórðung: Miðnæturböm Rushdies best Salman Rushdie fyrir utan háskólann í Cambridge fyrr á árinu: dómnefnd taldi skáldsögu hans Midnight Children, Miönæturbörn, þá bestu allra þeirra skáldagna sem fengið hafa Booker-verðlaunin í aldarfjórðung. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Sue Townsend: The Queen and I. 2. Joanna Trollope: The Men and the Girls. 3. John Grisham: The Firm. 4. Donna Tartt: The Secret Hístory. 5. Michael Críchton: Jurassic Park. 6. Danietle Steel: Jewels. 7- Robert Harris: Fatherland. 8. Maeve Binchy; The Copper Beech. 9. Len Deighton: City of Gold. 10. John Grisham: The Pelican Bríef. Rit aimenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Níck Hornby: Fever Pitch. 3. James Herríot: Every Living Thing. 4. Peter de la Biiliére: Storm Command. 5. Brían Keenan: An Evil Cradling. 6. J. Greaves & N. Giller: Don't Shoot the Manager. 7. Michael Caine: What's It All about? 8. Christabel Bielenberg: The Road ahead. 9. Deric Longden: Diana's Story. 10. J. Peters & J. Níchol: Tornado Down. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Jurassic Park. 2. Daphne du Maurier: Rebecca. 3. Tor Norrestranders: Mærk verden. 4. Knut Hamsun: Sværmere. 5. Peter Hoeg: Fortællinger om natten. 6. Ib Michaei: Vanilleptgen. 7. Herbjorg Wassmo: Dinas bog. (Byggt á Politiken Sondag) A hveiju ári í aldarfjórðung hafa breskar dómnefndir lesið flölmargar nýjar skáldsögur sem rithöfundar í löndum breska samveldisins hafa frumsamið á ensku og veitt þeirri sem þeim þykir best eftirsóttustu Umsjón Elías Snæland Jónsson bókmenntaverðlaun Breta - hinn veglega Booker sem gefur vinnings- hafanum á þriðju milljón króna í aðra hönd. Margir snjallir höfundar hafa hlot- ið Bookerinn í áranna rás. Þeirra á meðal eru nóbelsverðlaunahafarnir William Golding og Nadime Gordim- er. Sömuleiðis rithöfundar á boð við Paul Scott, Salman Rushdie, Irish Murdoch, Kingsley Amis, V.S. Nai- paul, J.M. Coetzee og Thomas Kene- ally. í tiiefni af aldarfjórðungsafmælinu var skipuð sérstök þriggja manna dómnefnd til að velja eina af þeim skáldsögum sem fengið hafa verð- launin frá 1968 sem þá bestu - eins konar Booker Bookeranna. Niður- staðan var kynnt við athöfn í Water- stone-bókaversluninni í London í vikunni. Barn Indlands Þegar til úrslita dró hjá dómnefnd- inni stóð valið fyrst og fremst á milli tveggja skáldsagna. Midnight Child- ren eða Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie og Rites of Passage eftir William Golding. Meirihlutinn valdi skáldsögu Rushdies. í minnihluta var fyrrum bók- menntaritstjóri Daily Telegraph sem sagði: „Ég held að skáldsaga Gold- ings verði lesin eftir hundrað ár en ég er ekki viss um að saga Rushdies verði það.“ Hann kvaðst hins vegar viðurkenna að Miðnæturböm væru mikilvægari bók sögulega séð. í þessari verðlaunasögu vefur Sal- man Rushdie saman ævi Saleem Sinai, eins 1.001 barna sem fæddust á því miðnætti þegar Indland hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947, og mótun sjálfstæðrar indverskrar þjóðar. Sagan hlaut strax mjög góðar viðtökur í Bretlandi en síðri á Ind- landi - þótt reiði Indverja væri ekki neitt í líkingu við andstöðu múslíma við frægustu bók Rushdies, The Sat- anic Verses, Söngvum Satans. Pólitísk áhrif? Sumir urðu fljótir til að gagnrýna niðurstöðu dómnefndarinnar sem pólitíska ákvörðun frekar en bók- menntalega. Aðrir hafa hins vegar ítrekað þá skoðun sína að Miðnætur- börn séu einfaldlega best allra vinn- ingsbókanna. Rushdie, sem hefur verið í felum í íjögur ár vegna dauðadómsins sem klerkaveldið í íran kvað upp yfir honum, var sjálfur viðstaddur þegar úrslit voru tilkynnt. „Ég er furðu lostinn yflr að standa hér,“ sagði hann. „Þetta er mesta lof sem hægt er að bera á rithöfund." Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Dean Koontz: Dragon Tears. 2. Sidney Sheldon: The Stars Shine down. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. Michaei Crichton: Rising Sun. 5. John Grisham: The Firm. 6. Michael Crichton: Congo. 7. John Grisham: A Time to Kill. 8. Michael Crichton: Jurassic Park. 9. Michael Críchton: Sphere. 10. Carol Higgins Clark: Decked. 11. Terry McMillan: Disappearing Acts. 12. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 13. Anne Rivers Siddons: Colony. 14. Anne Rice: TheTaleof the BodyThief. 15. Terry McMillan; Waiting to Exhale. Rit almenns eðlis: 1. Robert Fulghum: Uh-oh. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Rush Limbaugh: The Way Things Ought to Be. 4. K. Le Gifford 8i J. Jerome: I Can't Believe I Said That! 5. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 6. Gaii Sheehy: The Silent Passage. 7. Peter Mayle: A Year in Provence. 8. Troops for Truddi Chase: When Rabbit Howls. 9. Jean P. Sasson: Princess 10. James Herríot: Every Living Thing. 11. Deborah Tannen: You just Don't U nderstand. 12. David McCullough: Truman. 13. Anne Rule: A Rose for Her Grave. 14. Ross Perot & Pat Choate: Save Your Job, Save Our Country. 15. Peter Mayle: Toujours Provence. (Byggt á New York Times Book Review) Skrefinu nær ofurleiðni Ofurleiðni I rafstrengjum er mikilvæg forsenda fyrir útflutningi á rafmagni frá íslandi til Evrópu og myndi auka hagkvæmni útflutningsins að mun. Vísindi Skassið tamið Danskir sálfræðingar hafa fund- ið út aö konur nota ólíkar aðferð- ir við að flytja mál sitt fyrir körl- um og konunm. Konumar hika oft og vísa til tilfinninga þegar þær reyna að vinna karla á sitt band. í rökræðum við kynsystur sínar em þær hins vegar ákveðnari og beita haröari rökum. Rannsóknin leiddi einnig í ljós aö karlar taka meira mark á kon- um sem höfða til tilfinninganna en hinum sem beita rökum. Af þessu má ráða að skössin hafi flest verið tamin fyrir löngu, Blindralóran Charles la Pierre, nær blindur verkfræðistúdent við háskólann í Ottawa í Kanada, hefur hannað staösetningarkerfi fyrir blinda. Hann vill aö blindir taki GPS- gervihnattalóran í sína þjónustu og notl þessa nýju og nákvæmu tækni til að komast milli staða í borgum. Með tiltölulega einfaldri tölvutækni er hægt að láta GPS- tækiö tala og gefa upp hvar menn era staddir. Lím á meiddið Vísindamenn í Bretlandi hafa fundið upp lím sem nota ná til aö græða saman sár sem áöur hefur þurft að sauma. Talið er að nýjungin verði ekki aðeins noíuð á sjúkrahúsum heldur geti fólk keypt Jim í staö plástra. Umsjón Gísli Kristjánsson „Þetta er stórt skref í áttina að al- mennri hagnýtingu á ofurleiöni," segir Paul Chu, eðhsfræðingur við háskólann í Houston í Texas. Honum hefur tekist að fá fram ofurleiðni í nýrri efnablöndu við hærra hitastig en áður hefur þekkst. Afreki Chu hefur verið fagnað meðal eðlisfræðinga víða um heim. Þá hefur lengi dreymt um að nota ofurleiðandi efni við flutning á raf- magni, hvort heldur er í tölvum eöa háspennustrengjum. Ofurleiðni er mikilvæg forsenda fyrir því að flytja rafmagn um langan veg eins og frá íslandi til Evrópu. Við ofurleiðni tapast ekki orka vegna viðnáms í rafstrengjunum. Því verð- ur flutningnur á rafmagni með ofur- leiðurum mun hagkvæmari en með hefðbundnum rafstrengjum. Þvi er einnig spáð að tölvur muni taka stórstígum framfórum þegar hægt verður að nota ofurleiðara í þær. Með ofurleiðurum er unnt að flytja háan rafstraum eftir grönnum leiðslum án hættu á aö þær ofhitni. Þannig gæti vinnuhraði tölvanna aukist verulega og þær leyst á skemmri tíma úr erfiðari verkefnum en nú er mögulegt. íslensk orka í ofurleiðara Ofurleiðni hefur vaflst fyrir vís- indamönnum árum saman. í venju- legum efnum kemur hún ekki fram fyrr en búið er að kæla efnið niður undir núll gráður á kelvinskala. Það jafngildir -273 gráðum á celsíus. í tilraunum með lofttæmi og ýmsar efnablöndur tókst fyrir nokkurm árum að hækka þetta hitastig upp í -140 gráður en ekki meir. Nú hefur Chu tekist að framkalla ofurleiðni við 20 gráðum hærri hita en áður. Chu hleypti straumi á efnablöndu úr kvikasilfri, baríum, kalsíum og kopar. Við -120 gráður í lofttæmi kom fram ofurleiðni í efninu. Enn er þó langt í land að ofurleið- andi efni verði nothæf í venjulega rafstrengi. Flókinn búnaö þarf til að gera efnið ofurleiðandi. Þar fer mest fyrir öflugum frystitækjum því frost- ið þarf enn að vera miklum mun meira en þekkist við venjulega fryst- ingu. Ofurleiðandi rafstrengir verða því ekki settir á markað á næstunni. Árangur Chu er fyrst og fremst vís- indalegur og kann um leið að vera lykillinn að gátunni um ofurleiðni. Þaö má þvi búast við að þessi öld hði áður en íslendingar fara aö flytja út rafmagn í stórum stíl með ofur- leiðumm. Draumurinn er hins vegar nær því að rætast nú en hann var fyrir fáum vikum. Afreksmaður vegna leti og nærsýni Chester F. Charleson var bæöi nærsýnn maður og latur. Það varð til þess að hann komst á spjöld sögunnar sem uppfinn- ingamaður. Hann fékk vinnu á einkaleyfaskrifstofu í Kaliforníu eftir misheppnaö nám í verk- fræði. Á skrifstofunni haíði hann það verkefni að affitá skjöl og teikningar. Þetta þótti honum með ein- dæmum leiðinleg vinna og auk þess sá hann tæpast nógu vel til að sinna því. Hann ákvað því að gera eitthvað í málinu og frekar en að leita að nýrri vinnu fann hann upp Ijósritunarvélina. Fyrst datt Chester í hug að ljós- mynda skjölin og stækka svo margar kópíur af þeim. Þetta var þó einum of tafsamt verk og óþrifalegt fyrir latan mann. Þess í stað leitaði hann í smiðju eðlis- fræðinga sem höfðu sýnt að viss efni mynduðu skýr form við raf- hleðslu. Chester tókst að fá sérstakt raf- magnað duft til að raða sér upp í stafi og meö því að hafa blaöið undir með andstæðri raíhleðslu sátu stafirnir þar fastir. Hamt fékk einkaleyfi á hugmyndinni árið 1937 og eftir mikið basl tókst honum aö ljósrita fyrsta blaðið. Á því stóð 10.-22.-38 Astoria. Þetta gerðist 22. október 1938. Nú var sú þraut eftir að selja hugmyndina. Þaö gekk afar treg- lega. Fyrsta raunverulega ljósrit- unarvéhn kom ekki á markaö fyrr en 1960 og Chester auðgaðist mjög á uppfinningunni þau átta ár sem hann átti ólifuö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.