Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 25 Skemmtilegasta sumarmyndin: Úrslitin birt um naestu helgi Þá er sumarmyndakeppninni að ljúka að þessu sinni. Nú á dómnefnd- in einungis eftir að setjast niður og velja verðlaunamyndirnar úr þeim aragrúa sem borist- hefur. Þátttaka hefur trúlega aldrei verið meiri en nú og er ánægjulegt til þess að vita að svo margir skuli festa augnablikið á filmu þannig að það varðveitist um ókomna framtíð. í sumar hefur birst í helgarblaði DV úrval innsendra mynda. Síðasta birting slíkra mynda er í þessu blaði. Um næstu helgi birtast síðan vinn- ingsmyndirnar og nöfn hinna heppnu. Rétt er að minna á hin veg- legu verðlaun sem í boði eru. Fyrstu verðlaun eru mjög fullkomin ljós- myndavél, Canon EOSlOO, sem flesta ljósmyndara dreymir um en hún kostar 69.900 krónur. Það er því til mikils að vinna. Fyrir myndir sem teknar eru á ferðalagi innanlands verða veitt þrenn ferðaverðlaun í áætlunarflugi Flugleiða innanlands og fyrir bestu myndirnar teknar á ferðalögum er- lendis verða veitt þrenn verðlaun í áætlunarflugi Flugleiða til útlanda. Sérstök unglingaverðlaun verða síðan veitt fyrir fjórar bestu mynd- imar sem teknar eru af unglingum, 15 ára og yngri. Verðlaunin eru Prima 5 ljósmyndavél. Dómnefndin, sem velja mun verð- launamyndirnar, er skipuð þeim Gunnari V. Andréssyni og Brynjari Gauta Sveinssyni, ljósmyndurum DV, og Gunnar Finnbjömssyni frá Kodak-umboðinu. Ólafur Páll Gunnarsson, Holtsgötu 17, Reykjavik, sendi þessa mynd sem hann nefnir „Lúpinu“. Ekki lítur út fyrir að piltinum unga liki þessi vinalæti í grísnum. En sú sem festi þetta augnablik á filmu heitir Soffía Alice Sigurðsdóttir, Öldugötu 9, Reykjavfk. „Amma indíáni" nefnist þessi bráðskemmtilega mynd sem tekin var í Skötufirði í júli i sumar. Sendandi er Lilja Dóra Harðardóttir, Birkigrund 4, Kópavogi. Kristín Haraldsdóttir, Litluhlið 2c, Akureyri, sendir þessa mynd sem hún nefnir „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi". Það fer vel á með þessum tveim vinum sem myndaðir voru úti i Dan- mörku. Þetta eru þau Júiían og Týra en ekki vitum við á hvað þau voru að horfa þegar myndin var tekin. Sendandi er Sigríður Árnadóttir, Skarðshlíð 32 E, Akureyri. Fyrirtæki ■ verslanir ■ heildsalar er kjörin leið til að koma afsláttartilboðum á framfæri við hagsýna neytendur. Kjaraseðill DV er öflug nýjung fyrir auglýsendur sem birtast mun í blaðinu þriðjudaga til föstudaga. Hafið samband við Sigríði Sigurðardóttur, auglýsingadeild DV. Sími: 63 27 00 Bréfasími: 63 27 27 Auglýsingadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.