Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 25 Skemmtilegasta sumarmyndin: Úrslitin birt um naestu helgi Þá er sumarmyndakeppninni að ljúka að þessu sinni. Nú á dómnefnd- in einungis eftir að setjast niður og velja verðlaunamyndirnar úr þeim aragrúa sem borist- hefur. Þátttaka hefur trúlega aldrei verið meiri en nú og er ánægjulegt til þess að vita að svo margir skuli festa augnablikið á filmu þannig að það varðveitist um ókomna framtíð. í sumar hefur birst í helgarblaði DV úrval innsendra mynda. Síðasta birting slíkra mynda er í þessu blaði. Um næstu helgi birtast síðan vinn- ingsmyndirnar og nöfn hinna heppnu. Rétt er að minna á hin veg- legu verðlaun sem í boði eru. Fyrstu verðlaun eru mjög fullkomin ljós- myndavél, Canon EOSlOO, sem flesta ljósmyndara dreymir um en hún kostar 69.900 krónur. Það er því til mikils að vinna. Fyrir myndir sem teknar eru á ferðalagi innanlands verða veitt þrenn ferðaverðlaun í áætlunarflugi Flugleiða innanlands og fyrir bestu myndirnar teknar á ferðalögum er- lendis verða veitt þrenn verðlaun í áætlunarflugi Flugleiða til útlanda. Sérstök unglingaverðlaun verða síðan veitt fyrir fjórar bestu mynd- imar sem teknar eru af unglingum, 15 ára og yngri. Verðlaunin eru Prima 5 ljósmyndavél. Dómnefndin, sem velja mun verð- launamyndirnar, er skipuð þeim Gunnari V. Andréssyni og Brynjari Gauta Sveinssyni, ljósmyndurum DV, og Gunnar Finnbjömssyni frá Kodak-umboðinu. Ólafur Páll Gunnarsson, Holtsgötu 17, Reykjavik, sendi þessa mynd sem hann nefnir „Lúpinu“. Ekki lítur út fyrir að piltinum unga liki þessi vinalæti í grísnum. En sú sem festi þetta augnablik á filmu heitir Soffía Alice Sigurðsdóttir, Öldugötu 9, Reykjavfk. „Amma indíáni" nefnist þessi bráðskemmtilega mynd sem tekin var í Skötufirði í júli i sumar. Sendandi er Lilja Dóra Harðardóttir, Birkigrund 4, Kópavogi. Kristín Haraldsdóttir, Litluhlið 2c, Akureyri, sendir þessa mynd sem hún nefnir „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi". Það fer vel á með þessum tveim vinum sem myndaðir voru úti i Dan- mörku. Þetta eru þau Júiían og Týra en ekki vitum við á hvað þau voru að horfa þegar myndin var tekin. Sendandi er Sigríður Árnadóttir, Skarðshlíð 32 E, Akureyri. Fyrirtæki ■ verslanir ■ heildsalar er kjörin leið til að koma afsláttartilboðum á framfæri við hagsýna neytendur. Kjaraseðill DV er öflug nýjung fyrir auglýsendur sem birtast mun í blaðinu þriðjudaga til föstudaga. Hafið samband við Sigríði Sigurðardóttur, auglýsingadeild DV. Sími: 63 27 00 Bréfasími: 63 27 27 Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.