Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 22
22. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Sérstæö sakamál Söngglaði lífvörðurinn I raun var Greame Chick ekki svo mjög ólíkur öörum mönnum. Að minnsta kosti ekki í útliti. En þegar hann fór aö syngja eins og Dean Martin, Frank Sinatra eða einhver annar kunnur söngvari bræddi hann hjörtu ungmeyjanna, rétt eins og söngvaramir sjálfir væru komnir á staðinn. Þegar Greame hafði hagnýtt sér vinsældirnar til þess að komast upp í rúm með aðdáendunum komust stúlkumar svo brátt að þvi að hann kunni fleira fyrir sér en eftirhermur. Það gerði hann auðvitað enn eftirsókn- arverðari. Þegar hann var tuttugu og eins árs kynntist hann Milred Morey sem var einu ári yngri en hann. Það fór strax vel á meö þeim óg brátt varð hrifning hennar það mikil að hún tók bónorði hans. Þá hefði mátt halda að Greame tæki upp annan lífsstíl en svo varö ekki, að minnsta kosti ekki nema um skamma hríð. Fyrstu tvö ár hjónabandsins kom hann tvívegis heim með glóðar- auga, blóðnasir og lausar tennur af því að afbrýðisamir eiginmenn höfðu komið að honum í rúminu með konum þeirra. í síðara skiptið var Milred nóg boðið. Hún sótti um skilnað frá Greame sínum og fékk hann. Lífvörður Greame Chick var frá Blackpool og sumarið eftir að hann var aftur orðinn laus og liðugur fékk hann þar starf sem lífvöröur á strönd- inni. í því var hann þó ekki lengi og segja þeir sem fylgdust með hon- um þar að hann hafi flúiö þaðan í skyndi með bálreiðan eiginmann á hælunum. Greame fór þá þvert yfir England, á strönd þar, og fékk ann- að lífvarðarstarf. En hann varð að hætta fljótlega af sömu ástæðu og fyrr. Fór þannig nokkrum sinnum á öðrum stöðum. Sex árum eftir að Milred skildi við Greame kom hann til Oxford. Þar fékk hann lífvarðarstarf í sundhöll. Hann var mjög ánægður með það því margar af stúlkunúm sem sóttu höllina sóttust mjög eftir kynnum við hann. Reyndar hefur því verið lýst þannig að þær hafi sótt í hann eins og flugur í sykur- mola. Best þóttu Greame miðviku- dagssíðdegin en þá voru kvenna- tímar í sundhöllinni. Þá fengu hvorki karlar né böm aðgang. Eina undantekningin var auðvitað líf- vörðurinn. Vanrækt kona Ungu konurnar sem sóttu sund- hölhna kepptust um aö komast í kynni við Greame og einkum þótti eftirsóknarvert að fá að vera með honum um stund í búningsklefun- um eða þá inni á skrifstofu hans þar sem hann hafði komið fyrir rúmgóðum sófa. Sgt er að Greame hafi haft sérstaklega gaman af því þegar dregiö var um spil til þess að ákveða hver fengi að vera með honum í það og það skiptið. Enginn sagði lengi vel neitt um það sem gerðist í sundhöllinni því svo margar konur tóku þátt í ástar- leikjunum þar. Og allar óttuðust þær að eiginmenn þeirra kæmust að því sem þar gerðist. Þar kom þó Milred Morey var við réttarhöldin. að einhver sagði frá og barst orð- rómurinn til Marion Ross Hunt, þriggja bama móður sem var gift Robin Hunt, fjörutíu og eins árs. Marion var hlýleg og viökunnan- leg og hafði mikla þörf fyrir ást og umhyggju. Robin var hins vegar áhugasamari um golf og kráarsetu en konu sína og þegar hann kom heim á kvöldin fór hann yfirleitt að hátta án þess svo mildð sem bjóða Marion góða nótt með kossi. Þetta þótti ungu konunni hans illt. Náin tengsl Þegar Marion hafði heyrt orö- róminn um lífvörðinn umsetna ákvað hún að reyna að fara og sjá hann. Þegar þau hittust var sem þau drægjust hvort að öðm og mið- vikudagsfundirnir urðu brátt að daglegum ástarleikjum heima hjá Marion. Greame vann ekki fyrir hádegið, en þá vom bömin í skóla og Robin, eiginmaðurinn, í vinnu. Þar kom aö Marion fór að ræða um skilnað við Greame en þá sagði hann að shkt kæmi ekki til greina. Greame Chick. Hann hefði ekki í hyggju að taka að sér uppeldi bama annars manns. Og í raun hefði hann ekki gert neinar áætlanir um að festa ráð sitt á nýjan leik. Allt gekk samt vel um hríð. Af- brýöisemi gætti þó hjá ýmsum stúlknanna sem sóttu sundhöllina þegar þeim þótti Greame vera orð- inn þeim fráhverfur. Því fór svo að ein þeirra hafði samband við Robin Hunt án þess þó að segja til nafns. Sagði hún að kona hans væri „í einkatímum hjá sundkenn- ara“. Óvæntheimsókn Hunts-hjónin áttu alvarlegt sam- tal þegar Robin kom heim. Marion viðurkenndi framhjáhald sitt en sagðist verða að fá tíma til að hugsa ráð sitt. Hún fór því í vikuferðalag en þegar hún kom heim var hún jafnóráðin og fyrr. Robin Hunt vissi að Greame hafði komið daglega á heimili hans og því fékk hann kveðinn upp úrskurð þess efnis að hann mætti ekki koma nærri húsinu. Greame hlýddi úr- skurðinum... þar til á aðfanga- dagskvöld. Þá kom hann með gjöf til Marion. Hann hringdi dyrabjöll- unni, hún kom til dyra og bauð honum inn. Þegar Robin sá hver kominn var skipaði hann Greame að fara út úr húginu án tafar. „Konan þín bauð mér inn fyrir,“ svaraði Greame þá. „Þá kasta ég þér út,“ sagði Robin. Þá glotti Greame og sagði: „Og hver ætlar að hjálpa þér?“ Blóðugtuppgjör Loks tók Robin á sig rögg. Hann rauk á gestinn og nú upphófust mikil slagsmál. Þegar þau höfðu staðið um hríö tók Greame fram hníf og tókst að stinga andstæðing sinn með honum svo að hann datt á gólfið. Þá beygði Greame sig yfir Robin og stakk hnífnum í brjóstið á hon- um. Elsta bam Hunts-hjóna, dóttirin Doreen, sem var tólf ára, hljóp nú æpandi út á götu og kallaði þar á hjálp. Nokkrum augnablikum síð- ar komu nágrannar til hjálpar. Þeir gátu handsamað Greame þegar hann var aö fara út úr húsinu og haldið honum þar til lögreglan kom á vettvang. Robin Hunt lést af hnífstungunni í brjóstið. Greame var úrskurðaöur í varðhald og málið sent saksókn- ara sem ákvað nokkru síðar að mál skyldi höfðað á hendur honum. Fyrir rétti Rúmu hálfu ári síðar, þegar kom- ið var fram á sumar, var Greame leiddur fyrir rétt í Oxford. Þá haföi hann lýsti þvi yfir að hann teldi sig sekan um manndráp. Saksóknar- inn hafði þó ekki fallist á þá skil- greiningu og sagði að Greame Chich væri sekur um morð. „Þessi maður var í húsi hins látna gegn vilja hans og kom þangað vopnaður hníf,“ sagöi saksóknar- inn. „Engu máli skiptir hvor réðst á hvorn. Hinn látni hafði aðvarað hann og kveðinn hafði verið upp úrskurður þess efnis aö ákærði mætti ekki koma nálægt heimili Hunts-hjóna. Hér er því ekki um manndráp að ræða heldur morð!“ Þegar Marion kom í vitnastúk- una ásakaði dómarinn hana fyrir að hafa horft á aðgerðarlaus þegar- maðurinn hennar var stunginn til bana. „Ég hrópaði til Greames að hann ætti að hætta,“ svaraði Marion þá. „En þú gast komið manni þínum til aðstoðar," sagði dómarinn. „Hvers vegna?" spurði Marion. „Það var hann sem byrjaði slags- málin og hann gat bundið enda á þau. Hvað hefði ég líka átt að gera? Sækja eldhúshnifinn og stinga Gre- ame, manninn sem ég elska, með honum?“ Óvæntmálalok Dómarinn var ekki í neinum vafa um hvar sektin lægi þegar hann ávarpaði kviödómendur áður en þeir skyldu draga sig í hlé til að ákvarða sekt eða sýknun. Og þeir þurftu aðeins tíu mínútna umþótt- unartíma. Úrskurður þeirra var á þá leið að Greame Chick væri sek- ur. „Ég hef heyrt að þú hafir verið kailaöur „hinn syngjandi Casa- nova,““ sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóminn. „En á þeim staö sem þú verður nú sendur á verða ekki margar konur sem þú getur fengið til lags við þig með söng. Þú færð lífstíðarfangelsisdóm og getur í fyrsta lagi sótt um reynslulausn eftir fimmtán ár. Þegar Marion var að lýsa því yfir við blaðamenn að hún elskaði Gre- ame enn og ætlaði sér aö bíða eftir honum fékk hún að heyra að elsta barn hennar, dóttirin Doreen, hefði snúiö sér til yfirvalda á eigin veg- um og systkina sinna. Ekkert þeirra vildi búa með móðurinni lengur og öll vildu þau fara á upp- tökuheimili þar til hægt yrði að finna varanlega lausn á vanda þeirra. „Þetta er einum of mikið," sagði Marion þegar hún heyrði þetta. „Fyrst missti ég manninn minn, þá manninn sem ég elska og nú böm- in min. Bara að það hefði verið ég sem dó.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.