Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Vísnaþáttur Illt er að finna eðlisrætur „Það er aðeins eitt sem er verra en að illa sé um mann talað - og það er, að ekki sé um mann talað“. Þótt hundraö og fimmtíu ár séu síðan Oscar Wilde lét þessi orð falla eru þau enn í fullu gUdi. Meðal ís- lendinga hefur það lengi verið vin- sæl aðferð, vilji menn ná sér niðri á náunga sínum, að yrkja um hann níö. Fáar vísur hafa reynst jafn aiiðlærðar og níð- og klámvísur og því fljótt orðið landfleygar (þær síð- amefndu verða aldrei birtar í þess- um þáttum). Og einn kost hafa nið- vísurnar umfram aðrar vísur, þær eru eins konar minnisvarði höf- unda sem og þeirra sem þeim er beint að, nöfnum þeirra er Torfi Jónsson haldið á lofti af þeim sem með vís- urnar fara, hafi þeim ekki tekist að dyljast bak viö nafnleysið, eins og höfundi fyrstu vísunnar að þessu sinni. Norðlenskm- bóndi kvað um mann sem honum þótti htið til koma: Verða muntu voluð sál, vakin seint af blundi, þú sem óttast eftirmál ef þú sveiar hundi. Bjama Gíslasyni frá Sjávarborg í Skagafirði, bónda á Harrastöðum í Miðdölum (1880-1940), hefur fund- ist sitthvað athugavert við samtíð- armenn sína, samanber þessa stöku hans: Illt er að finna eðlisrætur, allt er nagað vanans tönnum. Eitt er víst, að fiórir fætur fæm betur sumum mönnum. Júlíus Jónsson frá Einifelh í Staf- holtstungum (1885-1975), lengi bóndi í Hítamesi í Kolbeinsstaða- hreppi, orti í gamni við kunningja sinn: Þú hefur oftast unnið mér ihi í flestum greinum. Minna gott að þakka en þér þarf ég ekki neinum. Stefán Jónsson skáld og kennari og Guðmundur bróðir hans ortu í samlögum en um hvem veit ég hreint ekki: Allar dyggðir eyðast Sveins, er það hryggðarsaga. Viðurstyggð finnst engin eins íslands byggðarlaga. Bjami Gíslason frá Fremri Þor- steinsstöðum í Laxárdal í Dala- sýslu lýsir samtíðarmanni sínum á þennan hátt: Hans var jafnan höndin treg að hjálpa smælingjunum, gekk þó aldrei glæpaveg en götuna meðfram honum. Brynjólfur Einarsson, skipasmið- m- 1 Vestmannaeyjum, ætiaði að yrkja skammarvísu en úr varð svo- hljóðandi afmæhsvísa: Óprýða ljótir lestir lifsferil þessa manns, enda formæla flestir fæðingardegi hans. Ekki er mér kunnugt um hver fékk þessa kveðju frá Jóni Guð- mundssyni í Garði í Þistilfirði: Næsta stór hann ummáls er, innra visiö tetur. Hvergi fyrir sjálfum sér sólina htið getur. Sléttubandavísa eftir séra Magn- ús Einarsson á Tjöm í Svarfaðar- dal (1734-94), ort til Þórarins Jóns- sonar, sýslumanns á Gmnd í Eyja- firði (1719-67). Merking hennar gerbreytist sé hún lesin aftur á bak: Dyggðum safnar, varla vann verkin ódyggðanna, lygðum hafnar, aldrei ann athöfn vondra manna. Jakob Aþaníusson hét maður sem dvaldi lengst ævi sinnar á Barðaströnd en lést háaldraður í Reykjavík. Hann er sagður hafa ort eftirfarandi vísu en ekki fylgdi sög- unni hverjum þessi kveðja var ætl- uð: Hylur gæran sauðarsvarta soltinn úlf með geði þungu, dúfuaugu: höggormshjarta, hunangsvarir: eiturtungu. Gissur Jónsson, bóndi í Valadal, minntist samferðamanns á svo- felldan hátt: Unir bezt við annars neyö, afhrak mesta skitið. Hvar sem festir kjaft á sneið kenna flestir bitið. Ég hef aðeins nafn höfundar næstu vísu, Sigurður Stefánsson mun hann heita en veit engin deih á honum né heldur um hvern hann orti svo: Sjaldan ertu á svipinn hýr, sjálfs af hyggju glapinn, frá þér gæfan faðmi snýr fyrir ódrengskapinn. Og mig vantar að vita hver höf- undur næstu visu er og hver fékk þessa einkunn hjá honum: í niðamyrkri næturinnar næ ég oftast ljóssins til. En í sorta sálar þinnar sé ég ekki handaskil. Eftirfarandi vísa Jóns S. Berg- manns varö strax landfleyg: Þegar sveitin sorgarljóð syngur vini hðnum, þá er eins og hrædýrshljóð hlakki í kistusmiðnum. Hún hefur lengi þótt vel gerð þó illkvittnin sé ómakleg. Fæstir vita að „kistusmiðurinn" svaraði fyrir sig: Betri leið til auðs það er, aldrei frá því víkjum, ærlegs brauðs að afla sér, en að lifa á sníkjum. Krisfián Jónsson Fjahaskáld kvað svo og er fyrirsögnin Hræsn- arinn: Blekkir slunginn mannorð manns meinsemd þrungin hverri hrekkvís tunga hræsnarans höggorms ungum verri. Torfi Jónsson Matgæðingur vikimnar Dönsk lafskássa „Ég ætla að bjóða upp á rétt sem hún amma mín, Lida Sigurðsson, kenndi mér. Hún var dönsk og starf- aði sem læknir austur á fiörðum og var mikill meist- arakokkur. Þessi réttur er búinn til úr afgangskjöti, t.d. af lambalæri, og því tilvahnn mánudagsmatur," sagði Bima Sigurðardóttir, matgæðingur vikunnar. Bima sagði að rétturinn hennar ömmu hefði gengið til ahra kynslóða í ættinni og væri mjög vinsæh. „Ég man þegar ég var bam að við krakkarnir báðum um þennan rétt, okkur fannst hann svo góður,“ segir hún. Bima segir að nota megi lambakjöt, hvort sem er af læri eða hrygg, og sama sé hvort kjötið hafi verið grillað úti eða steikt í ofni. Einnig sé vel hægt að nota súpukjöt í réttinn. „Þetta er svona gamaldags og góður réttur sem gaman er aö prófa," segir Birna. Og upp- skriftin lítur þannig út: Það sem þarf Afgangur af lambakjöti Helmingi meira magn en kjötið af hráum kartöflum 1 stór saxaður laukur 5-6 lárviðarlauf Sósuhtur Kjöt- og grihkrydd Salt og pipar Vatn Kjötið er bryfiaö í htla bita og sett í pott. Kartöflum- ar em skrældar og skomar í teninga og settar út í. Það þarf mikið magn af kartöflum. Laukurinn, lárviö- arlaufm og kryddið sett út í ásamt vatninu sem þarf að ná yfir blönduna. Athugið að réttinn þarf að krydda vel. Síðan er þetta látið maha í einn Og hálfan til tvo tíma við vægan hita. Síðasta hálftímann þarf að hræra reglulega þar sem vatnið gufar upp og þetta verður ein kássa. Þegar kássan er tilbúin og henni hefur veriö skammt- að a diska er ekta smjör sett ofan á og látið bráðna í Birna Sigurðardóttir, matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti kássunni. Þá er gott að hafa spælt egg með og seytt rúgbrauð. „Þetta er mjög saðsamur og matarmikih réttur. Sá afgangur sem eftir varö t.d. af lærinu nýtist mjög vel með þessum hætti, auk þess sem þetta er miklu betra en upphitað kjötið," segir Bima. Hún segir að amma sín hafi verið mjög myndarleg í heimihshaldi og hafi ávallt búið til sultur og paté. „Maöur fékk danska spægipylsu og annað góðgæti hjá ömmu sem hún hafði búið til sjálf," segir Birna. Bima ætlar að skora á systur sína, Guðnýju Maríu Sigurðardóttur húsmóður, að vera næsti matgæðing- ur. „Hún er heilmikih kokkur," segir Bima. -ELA Hinliliðin í brúðkaups- ferö til London - Ólafur H. Kristjánsson, „Ég fékk ekkert sumarfrí, því ef ég V£æ ekki að spila fótbolta eða var einhvers staðar með fiölskyldunni þá var ég í golfi. En ég er að hugsa um að skreppa með konuna til Lon- don í haust. Við giftum okkur í sumar og ætlum að skeha okkur í létta brúðkaupsferð," sagði Ólafur H. Krisfiánsson, fyrirliði knatt- spymuliðs FH. Þessi geðþekki knattspymumaður hefur staðið sig með eindæmum vel í sumar. Ofan í kaupið völdu íþróttafréttamenn DV hann besta leikmann í 11.-15 umferð 1. deildarinnar. Þaö er téð- ur Ólafur sem sýnir á sér hina hhð- ina að þessu sinni. Fullt nafn: Ólafur Helgi Krisfiáns- son. Fæðingardagur og ár: 20.5. '68. Maki: Hrund Sigurðardóttir. Börn Þorkeh, 16 mánaða. Bifreið: Renault Cho. Starf: Nemi. Laun: Engin. Áhugamál: íþróttir og vera með fiölskyldunni. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Mest þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með fiölskyldu minni og spha golf og fótbolta. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Gera við bíla. Ólafur Kristjánsson. Uppáhaldsmatur: Hvers kyns vihi- bráð. Uppáhaldsdrykkur: ískalt kók. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstimarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Mamma. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég hefði ekkert á móti því að taka einn hring á golfvehinum , sýnir á sér hina hliðina meö Michael Jordan. Uppáhaldsleikari: Gísli Hahdórs- son. Uppáhaldsleikkona: Edda Heiðrún Backman. Uppáhaldssöngvari: Björk Guð- mundsdóttir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi Bjöm Albertsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynntur meðan vera þess er okkur að ein- hveiju leyti til framdráttar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon, báðir á Aðalstöðinni. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Nokkuð jafnt á báðar stöðvamar. Uppáhaldssjónvarpsmaður:Sig- mundur Ernir. Uppáhaldsskemmtistaður: Ingólfs- kaffi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: FH. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Aö ljúka þessu námi sem ég er nú að basla í. Hvað gerðir þú i sumarfriinu? Ég fékk ekkert sumarfrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.