Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
19
Vígsluhátíð
í Hveragerði
Listakokkurinn Frans Francois yfirmatreiðslumaður,
Árni Gunnarsson forstjóri og Guðmundur Jónsson yfir-
smiður. DV-myndir Björn
Unnið við undirbúning vigslunnar.
Bjöm Pálsson, DV, Hveiageröi:
„Þegar við ákváðum snemma á
þessu ári að hraða verklokum við
húsið og opna á haustdögum kom
ekki önnur dagsetning til greina en
20. september, fæðingardagur Jónas-
ar heitins Kristjánssonar læknis, for-
ystumanns náttúrulækningahreyf-
ingarinnar á íslandi," sagði Ámi
Gunnarsson forstjóri við vígslu nýrr-
ar eldhúsálmu við Heilsustofnun
NFLÍ að viðstöddum íjölda gesta. 20.
september voru nákvæmlega 40 ár
frá því NLFÍ hóf byggingafram-
kvæmdir í Hverageröi.
Nýja byggingin er 998 m’ að stærð.
Borðsalurinn í nýju álmunni.
Bridgefélag
Breiðfirðinga
Tólf pör mættu á fyrsta spilakvöldi
félagsins, 16. september síðastliðinn,
og var spilaður tvímenningur. Úrslit
urðu þessi:
1. Óskar Karlsson-Guðlaugur Nielsen 211
2. Kristófer Magnússon-
Albert Þorsteinsson 190
3. Rósmundur Guðmundsson-
Rúnar Hauksson 189
4. Ragnheiður Nielsen-
Helgi Samúelsson 186
Spilaður verður eins kvölds tví-
menningur einnig næsta kvöld hjá
félaginu, 23. september.
Bridge-
kvöld
byrjenda
Bridgefélag byrjenda verður í vet-
ur og mun starfa á sunnudagskvöld-
um. Spilað er í Sigtúni 9 og spila-
mennska hefst klukkan 19.30. Félagið
hefur nú starfað í 3 ár og margir
hafa notað þennan vettvang til þess
að byrja að æfa sig í keppnisbridge.
Það er spiluð ein keppni á hverju
kvöldi þannig að enginn þarf að
binda sig í meira en eitt kvöld. Að-
stoðað er við myndun para ef ein-
hverjir mæta einir. Skráð er í keppn-
ina á staðnum og húsið verður opnað
klukkan 19.00. Keppnisstjóri er
Kristján Hauksson. Næsta spila-
kvöld er 26. september klukkan 19.30.
Bikar-
keppni BSÍ
Einn leikur í fjórðu umferð bikar-
keppni BSÍ var spilaður laugardag-
inn 18. september. Þar áttust við
sveitir Hjólbarðahallarinnar, Rvík,
og Bjöms Theodórssonar, Rvík. Sveit
Björns leiddi aUan leikinn og vann
með 68 impum gegn 47 og varð fyrsta
sveitin til að komast í undanúrslit
bikarkeppninnar 1993, sem spiluð
verða laugardaginn 2. október í Sig-
túni 9.
Fresturinn til aö spila íjórðu um-
ferðina rennur út næsta sunnudag,
26. september, og verður dregið í
undanúrslitin um leið og leikjum í
fjórðu umferð lýkur. Úrslit bikar-
keppninnar verða spiluð sunnudag-
inn 3. október í Sigtúni 9.
íslandsmót-
• x r •
íð i ein-
menningi
íslandsmótið í einmenningi 1993
verður haldið í Sigtúni 9 helgina
9.-10. október. Skráning er hafin á
skrifstofu BSÍ og þarf að greiða þátt-
tökugjald, kr. 2.500, um leið og skráð
er. Þátttakendur frá landsbyggðinni
geta hringt og skráð sig og lagt síðan
þátttökugjaldið inn á reikning BSÍ.
Skráningarfrestur er til mánu-
dagsins 4. október. Núverandi ís-
landsmeistari í einmenningi er
Magnús Magnússon, Akureyri. -ís
5AMB10A1U1U
í
ORGINNI
23. septemSer íií 3. oJtíó&er.
HATIÐINNI VERÐA SÝNDAR EFTIRTALDAR ÚRVALS KVIKMÝNDIR
MISSISSIPPI
0rlando
Orlando (Bresk, 1992)
Frásögn myndarinnar er bæði frumleg og hrífandi, auk
þess sem leikur og öll umgjörð þykir alveg sérstaklega
vönduð. Orlando er saga ungs manns sem breytist í
konu og lifir í Qögur hundruð ár.
Leikstjóri: Sally Potter.
Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Lothaire Bluteau og
Quentin Crisp.
„The
HANDMAID’STALE
■wm
The Handniaid’s Tale (Bandarísk, 1990)
Þetta er vísindaskáldsaga af bestu gerð þar sem
skyggnst er inn f framtíðina eftir að mengun,
kjamorkuslys og tilraunir með erfðavísa hafa leikið
mannkynið grátt. Sagan hefur verið geFin út á íslensku
undir heitinu „Saga þemunnar“ og sló rækilega í gegn.
Leikstjóri: Volker Schlöndorff.
Aðalhlutverk: Natasha Richardson, Fay Dunaway,
Elizabeth McGovem og Robert Duvall.
romuald & mmn
Romuald And Juliette (Frönsk, 1986)
Eins og nafnið ber með sér þá er hér á
ferðinni mjög svo óvenjuleg og drepfyndin
útgáfa af hinni frægu sögu um Rómeó og
Júlíu.
Leikstjóri: Coline Serreau.
Aðalhlutverk: Daniel Auteuil og Firmine
Richard-Leauva.
VINCBÍÍ D'ONOFRIO
MATHILDAMAV
Naked Tango (Frönsk / Bandarísk, 1991)
Hér er á ferðinni mjög svo sérstök frásögn
af örlögum ungrar stúlku sem yfirgefur
drottnandi eiginmann í von um að komast í
villt ævintýri.
Leikstjóri: Leonard Schrader.
Aðalhlutverk: Vincent D’Onofrio, Mathilda
May og Esai Morales.
I've heard the
Mountains Of The Moon (Bandarísk, 1990)
Þetta er æsispennandi og hrífandi frásögn af hinum
ótrúlega könnunarleiðangri þeirra Richard Francis
Burton og John Hanning Speke, sem þeir fóm árið
1854 í leit að upptökum Nflarfljóts.
Leikstjóri: Bob Rafelson.
Aðalhlutverk: Patrick Bergin og Iain Glen.
MISSISSIPPI MASALA (Indversk /
Bandarísk, 1992)
Hér er á ferðinni einstaklega vönduð
mynd sem fjallar um mannleg samskipti,
kynþáttafordóma, og ástir og örlög ungra
elskenda af ólíkum uppruna.
Leikstjóri: Mira Nair (Salaam Bombay).
Aðalhlutverk: Denzel Washington,
Roshan Seth og Sarita Choudhury.
CITY OF HOPE
smgtng
Iv’e Heard The Mermaid Singing
(Kanadísk, 1986)
Hér er á ferðinni skemmtilega lunkin mynd
þar sem draumar og vemleiki skarast á
mjög svo sérstæðan hátt.
Leikstjóri: Patricia Rozema.
Aðalhlutverk: Sheila McCarthy, Paule
Baillargeon og Ann-Marie McDonald.
City Of Hope (Bandarísk, 1991)
City of Hope hefur hvarvetna hlotið
hástemmt lof gagnrýnenda þar sem hún
þykir vera einstaklega kröftug og raun-
sönn spegilmynd af lífmu í amerískum
stórborgum nútímans.
Leikstjóri og handritshöfundur: John
Sayles.
Aðalhlutverk: Vincent Spano, Angela
Bassett (Tina), og Tony Lo Bianco.
THEMAN
INTHE
The Man In The Moon (Bandarísk, 1991)
Þetta er einstaklega falleg og vönduð mynd
sem segir frá togstreitu og vandamálum er
koma upp þegar tvær systur, á táningsaldri,
verða ástfangnar af sama stráknum.
Leikstjóri: Robert Mulligan.
Aðalhlutverk: Sam Waterston, Tess Harper
og Gail Strickland.
The Music Box (Bandarísk, 1989)
Hér er á ferðinni frábær mynd sem ,
tekur á spumingunni um ábyrgð
stríðsglæpamanna á fortíð sinni.
Jessica Lange var útnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir áhrifamikinn
leik sinn í þessari mynd.
Framleiðandi: Irwin Winkler.
Leikstjóri: Costa-Gavras.
Aðalhlutverk: Jessica Lange, Armin
Muller-Stahl og Frederic Forrest.
SYNINGARDAGAR OG TIMAR VERÐA AUGLÝSTIR í DAGBLÖÐUNUM.
The Power Of One (Bresk, 1989)
Þessi stórbrotna myndin fjallar um
ungan breskan dreng sem býr,
ásamt fjölskyldu sinni, í
Suður-Afríku, og hvemig honum
tekst að yfirstíga ýmis vandamál
sem hann á við að etja í þessu landi
kynþáttamisréttis.
Leikstjóri: John Avildsen (Rocky).
Aðalhlutverk: Morgan Freeman,
Armin Mueller-Stahl, og John
Gielgud.
B í Ó B 0 R G I N