Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Page 32
40 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 _ Fjallferd Hrunamanna: Á afrétti í glamp- andi septembersól Þeir þurftu ekki aö kvarta undan veðrinu, fjallmennirnir sem smöl- uöu Hrunamannaafrétt fyrr í þess- um mánuði. Glampandi sól var mestan hluta tímans og veðriö því betra en hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Móðir jörð skartaði haustlitunum eins og þeir geta feg- urstir orðið. Menn og hestar léku á als oddi enda ekki annað hægt í haustblíðunni. Það var á fimmtudagsmorgun sem hluti fjallmanna lagði af stað sem leið hggur áleiðis inn í Svínár- nes þar sem þeir dvöldu fyrstu nóttina. Þeir skipa svokallaða norðurleit sem leitar fjár inn fyrir Kerhngarfjöll og allt norður að Hofsjökh. Miklar vegalengdir Á föstudagsmorgun lagði svo annar hópur fjallmanna, sem skip- ar suðurleit af stað inn á afrétt. Fyrstu nóttina var gist í Helgaskála en síðan haldið áfram inn úr. Þessi flokkur fer aha leið inn fyrir Klakk sem er austasti tindurinn i Kerling- arfjallaklasanum og smalar svo fjölhn sunnanverð. Það eru því engar smávegis vegalengdir sem hestar og menn leggja undir á fá- einum dögum. Tæpri viku síðar, eða á fimmtudag var safnið, sem smalast hafði af fjalh síöan réttað í Hrunarétt. Enn hélst góða veðrið og því mættu allir, sem vettlingi gátu valdið, í réttirnar. En það er önnur saga. Hér á síðunni birtast nokkrar myndir sem teknar voru af fjall- mönnum í blíðu og stríðu inni á afrétti. -JSS Fjallmenn norðurleitar lögðu sinn skerf til jafnréttismálanna að þessu sinni og kusu sér fjalldrottn- ingu til fulltingis. Hér er hún, Anna Sigurðardóttir á ísabakka, fjall- drottning norðurleitar, og Ásgeir Gestsson á Kaldbak, fjallkóngur suðurleitar. Hver fjallmaður hefur meö sér skrinu, sem hefur að geyma nesti, þurr plögg og kannski eitthvað fleira. Hér er ein slík borin undlr þak i náttstaö. / Þrír fjallmenn að koma í náttstað í Fosslæk. Jón Matthías Helgason á Isabakka reiðir lamb, sem gefist hefur upp í rekstrinum, en á eftir koma Haraldur Sveinsson, bóndi á Hrafnkelsstöðum, og Hjalti Jón Sveinsson. Það er margt skrafaö um atburði dagsins þegar fjallmenn eru komnir í náttstað og búnir að spretta af hestum sinum. Árangur nokkurra daga þrotlausrar smalamennsku, þúsundir fjár streyma niður i Tungufellsdalinn. Fyrir safninu fara Magnús Gunnlaugs- son, bóndi á Miðfelli, og Einar Logi Sigurgeirsson. DV-myndir G Farartækin, sem flytja vistir og viðlegubúnað fjallmanna inn i Fosslæk, eru tvær filefldar dráttarvélar. Vörubíll er einnig með i för en hann kemst ekki þangað, heldur fer beint úr Leppistungum og niður f Svinárnes. Kofinn á myndinni er kannski ekki glæsihýsi á mælikvarta stórborgar. En þegar búiö er að breiða teppi á gólfið og farið að krauma i pottunum i einu horninu er hann hin hlýlegasta vistarvera. Margir kjósa fremur að sofa í honum heldur en í tjöldum sem ævinlega eru reist fyrir fjall- menn. Kári Arnórsson kemur úr leit í félagsskap fjalldrottningar og fleiri góðra manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.