Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Betra en ekki neitt
Stofnanir landbúnaðarins hafa gefið út bækling, þar
sem endurbirt er röð baráttuglaðra blaðaauglýsinga
þeirra með frekari skýringum og rökstuðningi. Bækling-
urinn er fróðlegur fyrir þá sök, að hann sýnir, hvað stend-
ur eftir af röksemdafærslu á vegum þessara stofnana.
Hálfur sannleikur er í hluta þessa málflutnings land-
búnaðarkerfisins. Til dæmis er rétt, að beitarálag hefur
minnkað við fækkun sauð^ár. Ósagt er hins vegar, að
álagið er of mikið á afréttum móbergssvæðanna, þar sem
landey ðing er meiri en landgræðsla enn þann dag í dag.
Ekki er hægt að segja, að sauðQárrækt sé komin í
sátt við landið, fyrr en lögð hefur verið niður beit á afrétt-
um móbergssvæðanna og snúið hefur verið vöm í sókn
í landgræðslu þessara svæða. Fram að þeim tíma verður
landbúnaðurinn áfram sakaður um landeyðingu.
Það er líka hálfur sannleikur, 'að beingreiðslur fari
ekki beint í vasa bænda. Þeir þurfa að greiða ýmsan
kostnað við búreksturinn og þurfa því meiri tekjur en
sem nemur launum einum. Osagt er hins vegar, að í
þessu felst einmitt margumtöluð verðmætabrennsla.
Gallinn við landbúnaðinn er, að hann er þrefalt dýrari
í rekstri en atvinnuleysisbætur mundu vera. Hann þarf
til dæmis að nota mikinn gjaldeyri í kaup á vélum, tækj-
um og kjamfóðri og mikið af innlendu fjármagni til að
halda uppi stofnunum á borð við Áburðarverksmiðjuna.
Röng er sú fullyrðing bæklingsins, að ríkið hafi dregið
úr stuðningi við landbúnaðinn. Samkvæmt bækiingnum
nemur stuðningurinn 6,8% ríkisútgjalda á þessu ári, en
nam 6,7% árið 1986 og 6,9% árið 1987. Stuðningurinn
sveiflast til, en hefur ekki minnkað síðustu sjö árin.
Röng er sú fullyrðing bæklingsins, að niðurgreiðslur
séu fyrst og fremst neytendum til hagsbóta. Þær beinast
nefnilega ekki að þeim matvælum, sem ódýrast em og
henta bezt fátæku fólki, heldur að þeim tiltölulega litla
og dýra hluta, sem framleiddur er af landbúnaðinum.
Einnig er ruglað saman þeim hluta matarreiknings
heimilanna, sem notaður er til að greiða innlenda bú-
vöra og innflutta, þar á meðal komvöra og margs konar
pakkavöra. Lækkun matarreiknings vegna lækkunar
innfluttrar búvöra er ekki landbúnaðinum að þakka.
Gagnrýnendur landbúnaðarstefnunnar segja, að hún
kosti neytendur og skattgreiðendur 17-19 milljarða á
hverju ári, annars vegar í hömlum á innflutningi erlendr-
ar búvöra og hins vegar í útgjöldum ríkissjóðs til land-
búnaðar. í bæklingnum er ekki reynt að svara þessu.
í rauninni hefur landbúnaðarráðuneytið viðurkennt
19 milljarða árlegan stuðning með tilboði sínu til alþjóð-
lega tollamálaklúbbsins GATT. Þegar stofnanir landbún-
aðarins þurfa að verja innflutningshömlur, hentar það
þeim að nota réttar tölur, sem þær hafna í annan tíma.
Gagnrýnendur landbúnaðarstefnunnar segja, að leggja
beri niður sérstök afskipti ríkisins af landbúnaði, þar á
meðal innflutningshöft á kostnað neytenda og greiðslur
úr ríkissjóði á kostnað skattgreiðenda. í bæklingi land-
búnaðarins er lítið reynt að rökræða þetta atriði.
Þó er þar bent á, að atvinnuleysi kosti líka peninga.
Það er að vísu rétt, en það kostar aðeins brot af þvi, sem
landbúnaðurinn kostar núna. Hefðbundinn landbúnaður
á íslandi er í rauninni dulbúið atvinnuleysi, sem er þre-
falt dýrara en venjulegt atvinnuleysi mundi vera.
Auglýsingaröð og útskýringabæklingur stofnana land-
búnaðarins era ekki merkilegt innlegg í umræðuna um
landbúnaðinn, en eigi að síður betra en ekki neitt.
Jónas Kristjánsson
Rússnesk
þjóðremba
magnar vanda
Eftir að úrslit tóku að berast úr
einraenningskjördæmum í kosn-
ingum til Rússlandsþings sýndi það
sig að kosningasigur ofstopafullra
þjóðemissinna er minni en útlit
var fyrir meðan aðeins lágu fyrir
atkvæðatölur úr listakosningunni.
Af 450 þingmönnum í Ríkisdúm-
unni, neðri deild þingsins, er helm-
ingur kjörinn af flokkslistum með
hdutfallskosningu en hinn helm-
ingurinn í einmenningskjördæm-
um.
Þegar þetta er ritað þykja horfur
á að Val Rússlands, flokkurinn sem
Égor Gaidar, fyrsti varaforsætis-
ráðherra og aðalhöfundur efna-
hagsstefnu Jeltsíns forseta, fer fyr-
ir, verði liðflest með um fimmtimg
deildarmanna eða 75. Að minnsta
kosti þrír aðrir flokkar, sem styðja
umbótastefnu Jeltsíns í stórum
dráttum, koma mönnum að, líklega
á annan tug hver.
Rangnefndur flokkur Vladimirs
Shírinovskís, Fijálslyndi lýðræðis-
flokkurinn, er líklegur til að verða
næststærstur þingflokka með inn-
an við 70 sæti. Næstir í röðinni
koma svo kommúnistar og Bænda-
flokkur nátengdur þeim.
Baggamuninn milli fylkinga í
Ríkisdúmunni ríða því flokkar eins
og kvennaframboðið Konur Rúss-
lands en þó öllum öðrum fremur
öflug fylking óháöra frambjóðenda,
sem í raun verða íjölmennasti hóp-
urinn á þingi, allt að 150 talsins
eftir ágiskunum. Þetta eru fyrst og
ffemst áhrifamenn hver í sínu
kjördæmi sem ekki hafa kært sig
um flokksstimpil í framboði. Gert
er ráð fyrir að meirihluti þeirra
muni leggjast á sveif með umbóta-
stefnumönnum þegar á reynir.
En fyrirsjáanlegt er að óvæntur
uppgangur Shírinovskís og hans
manna í kosningunum hefur áhrif
héðan í frá á andrúmsloftið í rúss-
neskum stjómmáium. Hann hefur
sett rússneska þjóðernisstefnu og
þjóðarmetnað á dagskrá svo að
aðrir telja sig verða að sýna lit í
því efni.
Ekki svo að skilja að dólgslegar
yfirlýsingar Shírinovskis um að
færa Rússaveldi ekki aðeins út yflr
fyrrum sovétlýðveldi heldur einnig
að Indlandshafi og yfir Finnland,
Pólland og Alaska, verði teknar
upp víðar. Þetta er bara froðan á
auglýsingavaðli lýðskrumarans
sem hann hleypur svo frá jafnóðum
í návígi við heimspressuna.
Það sem nú er óhjákvæmilegt er
að öll þau milhríkjavandamál sem
fylgdu skyndilegri upplausn Sovét-
ríkjanna og hruni sovétveldisins í
Austur- og Mið-Evrópu verða hálfu
erfiðari og viðkvæmari við að fást.
Fyrrverandi sovétlýðveldi og Var-
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
sjárbandalagsríki verða enn varari
um sig en áður. Jafnframt gerist
Rússland hvumpnara gagnvart
viðleitni þessara ríkja til að efla
öryggi sitt með tengslum í aðrar
áttir.
Taka má Úkraínu sem dæmi.
Fjármál, atvinnulíf og kjör fólks
eru þar í enn meira lamasessi en í
Rússlandi. Framundan eru þing-
kosningar í mars og forsetakosn-
ingar í júní. Úkraína á þegar í deilu
við Rússland um yfirráð yfir
Svartahafsflota Sovétríkjanna og
aðalstöð hans á Krímskaga. Þar á
ofan deilir Úkraínustjórn bæði viö
stjórnir Rússlands og Bandaríkj-
anna um meðferð hundraða
kjamavopna í landinu. Kröfur
Úkraínumanna um öryggisábyrgð
gegn tilslökunum í þessum efnum
hljóta nú að magnast um allan
helming.
Svipuð dæmi mætti lengi enn til-
færa, að breyttu breytanda, frá
Eystrasaltslöndum, Moldóvu,
Kákasusríkjum, Mið-Asíu. En það
mál sem var á dagskrá þegar fyrir
kosningamar í Rússlandi var af-
staða Atlantshafsbandalagsins til
óska Póllands, Ungverjalands,
Tékklands og Slóvakíu um fyrir-
heit mn inngöngu í bandalagið.
Þrem dögum fyrir kosningamar
var Boris Jeltsín á ferð í Brussel,
undirritaði samvinnuyfirlýsingu
Evrópubandalagsins og Rússlands
og ræddi við Manfred Wömer,
framkvæmdastjóra NATÓ. Rúss-
landsforseti varaði þá við skjótri
útþenslu bandalagsins til austurs.
Wörner svaraði að NATÓ áskildi
sér allan rétt til sjálfstæðra ákvarð-
ana en vildi vinna að eflingu örygg-
is í Evrópu „ekki á móti heldur
ásamt Rússlandi".
Á fundi æðstu manna NATÓ eftir
áramótin er ætlunin að fara í
kringum máhð með því að bjóða
samstarf um heræflngar og her-
stjómarþjálfun en enga fjölgun í
bandalaginu í náinni framtíð. Eftir
kosningaúrslitin í Rússlandi eru
ríki Mið- og Austur-Evrópu allt
annað en ánægð með slíkar undir-
tektir.
Bill Chnton Bandaríkjaforseti
ætlar til fundar við Jeltsín frá
Bmssel. Þeir ættu að hafa nóg að
ræða.
Vladimir Shírinovskí grúfir sig yfir kort af Sovétríkjunum fyrrverandi.
Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Takmörkum byssusölu
„Martin Luther King var vanur að segja að Amer-
íka þyrfti að vera tilbúin áður en hægt væri að setja
löggjöf um borgararéttindi sem dygði. Hann beitti
friðsömum mótmælaaðgerðum til að ná því marki.
Á okkar dögum hefur handahófskennt ofbeldið, sem
hann leit á sem plágu, gert það að verkum að menn
em tilbúnir að nýju. Almenningur er loksins farinn
að krefjast árangursríks eftirhts með framleiðslu og
sölu á handbyssum og að endi verðinn bundinn á
stríðsástandið á götum Ameríku.“
Úr forystugrein New York Times 13. desember.
Ekki traðka á þinginu
„Þótt nýja stjómarskráin færi Jeltsín meiri völd
en sú fyrri leyfir hún honum ekki að traðka á þing-
inu. Ef hann verður aftm- farinn að stjóma með til-
skipunum og hóta að leysa upp þingið eftir sex mán-
uði verður það málstað hans eða lýðræðinu ekki tfl
framdráttar. Nýja þingið var jú vahð í fijálsum kosn-
ingum og lögmæti þess er miklu meira en hins gamla
sem var kosið samkvæmt Sovétskipulaginu.“
Úr forystugrein Washington Post 15. desember.
Ekki óverðskuldað hjá Uffe
„Það er ekki óverðskuldað aö Uffe EUemann-
Jensen hafi náð jafn langt og raun ber vitni. Hann
hefur verið utanríkisráðherra Danmerkur í meira
en tíu ár og gegnt því starfl af mikilli fagmennsku.
Þótt áhrifamátturinn hér heima hafi verið sveiflu-
kenndur bera samstarfslönd Danmerkur mikla virð-
ingu fyrir gáfum hans, kappi og stíl sem hefur það
eitt að leiðarljósi að árangur náist.“
Úr forystugrein Politiken 14. desember.