Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Sérstæð sakamál Einn þeirra blaðamanna sem skrif- aði um mál Davids Robey og Jea- nette St. Clair sagði að það væri eitt af þeim óvenjulegustu sem rétt- ur hefði fjallað um á Englandi. Jeanefte St. Clair var einkadóttir Harolds St. Clair og konu hans. Þau höfðu veitt henni gott og öruggt uppeldi á heimili þar sem fé skorti ekki. Tvítug giftist hún John Bar- ker, ungum og efnilegum arkitekt með tekjur nokkuð fyrir ofan með- allag. Tengdaforeldramir tóku honum opnum örmum. Allt benti til þess að ungu hjónin yrðu hamingjusöm til frambúðar. Eftir fimm ára hjónaband eignuð- ust þau dóttiu- sem skírð var Anne. Nokkur breyting varð óhjákvæmi- lega á heimilishaldinu eftir fæð- ingu stúlkubamsins en ekki skorti heimilistækin svo að Jeanette hafði nægan tíma fyrir sjálfa sig þrátt fyrir auknar annir. Megnið af þeim tíma sem fór ekki til starfa á heim- ilinu varði hún til félagsstarfa á vegum sóknarkirkjusafhaðarins. Ólíkir menn, ólíkar aðstæöur John, maður Jeanette, var mikill áhugamaður um golf og á hveijum sunnudegi fór hann á golfvöliinn. Og stundum kom það fyrir að hann brá sér á krá til að fá sér ölglas eða kasta pílum. Hann hafði þá engar áhyggjur af konu sinni. Jeanette leiddist oftar en hún sagði nokkrum frá. Það var hins vegar ekki um margs kyns dægra- dvöl að ræða fyrir hana frekar en ýmsar aðrar konur í hópi þeirra sem betur máttu sín í Lymington í Hampshire. Það gekk öðmvísi til heima hjá David Robey. Hann var af fátæku verkafólki í Winchester kominn. Það var Margaret Young einnig en þar eð hún hafði aldrei kynnst öðm lífi en þvi sem hún hafði lifað í æsku ákvað hún strax að giftast David þegar hann bað hennar og það þótt hann hefði ekki úr miklu að spila. David og Margaret eignuðust tvö böm. Þeim fannst ekki að þau gætu leyft sér að eignast fleiri því tekjur hans af kennslu við Ökuskóla Hampshire leyfðu það ekki. Kona með hrein- lífíshugmyndir Sú ákvörðun þeirra Davids og Margaret að eignast ekki fleiri böm hafði í for með sér breytingu á hjónabandinu. Margaret var alin upp á siðavöndu heimih þar sem henni hafði verið kennt að kynlíf væri ill nauðsyn til viðhalds mann- kyninu. Nú fékk David aðeins leyfi til að vera með konu sinni einu sinni í viku og hún leyndi því ekki að það væri henni í raun þvert um geð. Margir hefðu, þegar hér var kom- ið, spáð því að iila myndi fara fyrir þeim David og Margaret. Og það gerði það líka. Haustdag einn ákvað Jeanette St. Clair að lífga upp á tilvem sína með því að læra að aka bíl. Hún fór með lest frá Lymington til New Milton til þess aö fara í fyrsta öku- tímann. Þá var hún þijátíu og fjög- urra ára en David Robey ökukenn- ari þremur árum eldri. Hvort þeirra steig fyrsta skrefið hefur aldrei orðið Ijóst en brátt hafði tek- ist með þeim náiö samband. Illa lagt Jeanette reyndist vera ótrúlega Jeanette og David. Frú St. Clair. lengi að læra á bíl. Enginn gerði hins vegar neinar athugasemdir því það er einu sinni svo að sumir em lengur að því en aörir. Að þau Jeanette og David gerðu eitthvað annað en aka um kom heldur eng- um til hugar... ekki fyrr en þann dag sem lögregluþjónar á eftirlits- ferð komu auga á kennslubifreið sem lagt hafði veriö á óvenjulegum stað og virtist mannlaus við fyrstu sýn. En þegar lögregluþjónamir litu inn í hann kom í Ijós að hann var ekki mannlaus heldur vom í honum fáklædd kona og maður í miðjum ástarleik. Vafalaust hefðu einhverjir lög- regluþjónar gefiö þessu fólki til kynna að til væra betri staðir til ástarfunda en þessir vom nokkuð harðir í hom að taka. Þeir skipuðu fólkinu að klæða sig en fóm síðan með það á næstu lögreglustöð þar sem því var gefiö aö sök aö hafa hegðað sér ósæmilega á almanna- færi. Þau David og Jeanette komu fyrir dómara og fengu sekt sem Jeanette borgaði þegar í stað. Og lfldega hefði sagan ekki orðið lengri hefði ekki þannig vfljaö til að sama dag kom blaðamaöur á lögreglustöðina, eins og ifenn gerði stundum, til að kanna hvort þar væri eitthvað aö frétta. Þá fékk hann aö heyra sög- una af parinu 1 bflnum. Harold St. Clair. Skilnaður Daginn eftir gátu lesendur blaðs- ins lesið um ástarævintýrið í kennslubifreiðinni daginn áöur. Að vísu vom engin nöfh nefnd en það duldist engum sem til þeirra Davids og Jeanette þekktu hver áttu í hlut. Skriðan fór af stað. John Barker, maöur Jeanette, og Margaret Robey, kona Davids, ákváðu bæði en þó hvort í sínu lagi aö fara fram á skilnað. Þau biðu ekki með losa sig við makana og vísuöu þeim á dyr. Jeanette og David stóðu á göt- unni. Þau vora fljót að ákveða sig og tóku á leigu lítið hús. Og nokkm eftir að makar þeirra höfðu fengið skilnað frá þeim gengu þau í hjóna- band. Brúðkaupið var fábrotið og foreldrar Jeanette létu sig vanta. Þau höfðu snúið baki við dóttur sinni. Frú St. Clair sagði um þetta leyti við blaðamann: „Dóttir mín er ekki til fyrir mér lengur. Ég á enga dóttur." Jeanette varð að sætta sig við mikla breytingu. Hún naut nú ekki lengur allra heimflistækjanna og þægindanna á gamla heimilinu. Henni fannst erfitt að starfa í ifla búnu eldhúsinu í litla húsinu og þaö leiddi til slyss. Hún hellti yfir sig sjóðandi vatni og varð að vera tíu daga á sjúkrahúsi. Var hún nú orðin óstyrk á taugum. Sál í kreppu? Næsta áfall þeirra Davids og Jea- nette kom nokkrum dögum eftir að hún kom heim af sjúkrahúsinu. Þá barst David reikningur frá skattayfirvöldunum. Hann átti ekki fyrir honum og nú fóm þau hjón að rífast. Næstu daga héldu þau áfram að rífast af og til og loks rifust þau heiftarlega. Rifríldinu lauk með því að Jeanette sagðist ætla í rúmið. Hún bað David um að færa sér mjólkurglas. David er einn til frásagnar um það sem nú gerðist En síðar þetta kvöld kom hann á lögreglustöð og hafði þá sérkennilega sögu að segja. Hann byijaði á því að segja frá þeim vandræðum sem komið höfðu upp í hjónabandinu en svo fór hann aö lýsa rifrildinu og sagði loks: „Þegar ég kom upp til konunnar minnar með mjólkurglasið lá hún á rúminu og það stóð hnífur í bijóstinu á henni. Ég var í fyrstu alveg sannfærður um að hún væri dáin en svo fór ég að heyra undar- leg hljóð frá henni. Ég hef aldrei séð fólk deyja svona en ég var viss um að sál hennar væri í vanda. Hún kæmist ekki úr líkamanum. Ég greip því um hnífinn og rak hann lengra inn í bijóstið á henni.“ Fyrirrétti David Robey var þegar í stað handtekinn en rannsóknarlög- reglumenn sendir heim til hans. Þar komu þeir að líkinu af Jeanette á rúminu og var þar allt eins og David hafði sagt. Skýrslur um málið vom sendar saksóknara sem stefndi David fyrir rétt. Þar fór hann á ný með þá sögu sem hann hafði sagt á lögreglustöð- inni. Og þrennt þótti renna stoðum undir að hann væri að segja satt. Það hafði staðið mjólkurglas á borðinu við hliðina á rúminu þegar rannsóknarlögreglumennimir komu á heimilið. Þá reyndust fingraför Jeanette á hnífsskaftinu en það gat þýtt að hún hefði sjálf rekið hnífinn í sig. Þá kom í réttinn sem vitni ein af fáum vinkonum Jeanette. Hún sagðist hafa hitt hana nokkrum dögum áður en hún dó. Vinkonan sagði: „Hún grét og sá eftir því sem hún hafði gert. Hún var óhamingjusöm yfir því að hafa orðiö að sjá á bak manni, bami og foreldrum og þegar ég var að kveðja hana sagði hún: „Ég þoh þetta ekki lengur. Það kemur að því að ég stytti mér aldur“.“ „Hefði fyrir- gefíð henni" Málaferlin vöktu mikla athygh, enda atvik óvenjuleg. Þegar dóm- arinn kvað upp dóminn yfir David sagði hann: „Hvað gerðist í raun og vem í svefnherberginu daginn sem konan þín dó veit enginn nema þú. Ýmislegt bendir þó tfl aö þú hafir sagt satt og fram hjá því get- um við ekki horft En það er þá staðreynd að konan þín var á lífi þegar þú komst að henni og rakst hnífinn enn dýpra í bijóstið á henni svo að hún dó. Fyrir það dæmi ég þig í þriggja ára fangelsi." Litlum sögum fer af viöbrögðum Davids Robey þegar hann heyrði dómsorðin. En John Barker, fyrri maður Jea- nette, var viðstaddur réttarhöldin og eftir að þeim lauk lét hann hafa þetta eftir sér: „Ég elskaði Jea- nette. Hefði hún bara komið til mín og viöurkennt að hún hafði haldið fram hjá mér hefði ég fyrirgefið henni. En þegar sagan komst á prent varð ekki aftur snúiö.“ i i t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.