Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 50
58 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Fjögurra bama móðir úr Mosfellsbænum: Dreif sig í nám í bænda- skólanum á Hólum - tók tvö yngstu bömin með sér Ólina Ásgeirsdóttir með hestinn Glitni sem hún hefur verið aö temja undanfarið. Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum: „Það er fyrst og fremst hestaá- huginn sem rekur mig hingað eins og sjálfsagt flesta. Hestamennskan er í raun sjúkdómur sem maður losnar ekkert viö,“ sagði Ólína Ás- geirsdóttir þegar fréttamaður DV hitti hana þar sem hún var að koma úr tíma í bændaskólanum á Hólum fyrir skömmu. Ólina er fjögurra barna móðir úr Mosfellsbæ sem stundar nám á hrossaræktarbraut skólans. Til þess að gera henni mögulegt að stunda nám við skól- ann í vetur tóku þau hjónin til bragðs að skipta heimiiinu í tvennt. ÓUna er með tvö þau eldri með sér á Hólum, en eiginmaður hennar, Sighvatur Lárusson, er með hin tvö heima í Mosfellsbænum. „Við hjónin erum búin að vera í hestamennsku frá blautu barns- beini enda foreldrar okkar beggja hestafólk. Við erum með hross í Mosfellsbænum og eigum svo trippi hér og þar en hingað til höf- um við leigt hesthús og fóðrið er allt keypt." Hörkuvinna Er námið svipað og þú áttir von á? „Já, enda var ég búin að afla mér mikilia upplýsinga áður. Þetta er einfaldlega hörkuvinna enda fáum Skinnkragakápa Skinnkragakápa, klassísk og glæsileg ílík, verð aðeins 24.000. Mikið úrval af alls konar vönduðum vetrarkápum. Sérsaumum herra- og dömufatn- að. Mikið úrval fyrirliggjandi af glæsilegum efnum. Kápusalan Snorrabraut 56, sími 62 43 62. Fríar p«»stkröl'nr við metinn einn mánuð af þeim þremur sem við eigum að vera í verknámi fyrir vinnuna hér á bú- inu. Við erum í bóklegu námi frá kl. 8 á morgnana til kl. 12 og síðan er verklegt frá kl. 1-6.30, jafnvel lengur. Kvöldið fer síðan í að sinna bömunum og búa sig undir námið næsta dag. Eg er í fyrsta hópnum sem væntanlega útskrifast sem búfræðingar á einu ári frá Hóla- skóla og því má segja að við séum nokkurs konar tilraunabekkur. Þegar náminu lýkur hér í vor, lík- lega í júní, tekur við tveggja mán- aða verknám á einhveijum sveitabæ eða hrossabúi, síöan komum við hingað aftur næsta haust með gögn og skýrslur úr verknáminu og tökum lokapróf." Ólína segir að langflestir nem- endur skólans stundi nám á hrossaræktarbraut og lífið snúist að mestu leyti um hross. Þrátt fyr- ir það sé námið fjölbreytt og komi inn á fjölmarga verkþætti. Hún nefnir m.a. logsuðu og rafsuðu, rúningu á sauðfé, farið er í fjós, mjólkað o.fl. Varðandi verklega þáttinn við hrossin segir Ólína að mikil áhersla sé lögð á jámingar og meðferð og umgengni við gri- pina. Þegar blaðamann bar að var hópur nemenda einmitt að búa sig undir svokailað frumtamningapróf sem þeir áttu að þreyta nokkrum dögum síðar og var auðheyrt á Ól- ínu að talverð spenna ríkti varð- andi þennan áfanga í náminu. Fjölskyldan aöskilin í vetur En er ekki heilmikil röskun á högum sex manna fjölskyldu að skipta sér í tvennt í marga mánuði? „Mig er búið að dreyma um þetta í mörg ár en hingað til hef ég ekki treyst mér vegna þess hve börnin eru ung. Ég á hins vegar góða að heima, bæði vini og vandamenn sem hjálpa okkur til að gera þetta mögulegt ásamt því sem mér var sköpuð ágæt aðstaða hér á Hólum. Börnin stunda nám í barnaskólan- um, sem er héma örskammt frá, í vetur. Við búum hér á nemenda- garði, höfum 50-60 fermetra íbúö með búsáhöldum og tilheyrandi út af fyrir okkur þannig að aðstaðan getur vart verið betri. Börnin fá hádegismat í skólanum og fá sér svo eitthvað þegar þau koma heim um miðjan daginn. Ég sé svo um kvöldmatinn handa mér og þeim og get aðstoðað þau við heimanámið á kvöldin. Börnin hafa alla tíð verið mjög sjálfstæð og eru vön að bjarga sér sjálf. Þau eru sjálfum sér nóg, lesa mikið og spila hvort við annað og leiðist aldrei enda er þetta ekki í fyrsta skiptið sem mamma þeirra fer í skóla því ég kláraði ekki stúdents- prófið fyrr en öll bömin voru fædd. Svo er bóndinn, Sighvatur Lárus- son, fyrir sunnan með tvö yngri bömin sem em fjöguma og sex ára. Ég held aö það gangi bara ágætlega hjá þeim. Móðir mín tekur á móti þeim sex ára þegar hann kemur úr skólanum um hádegið og hann er svo hjá henni þar til pabbi hans er búinn að vinna. Sú yngsta er á leikskóla og sér Sighvatur um að koma henni í og úr leikskólanum. Þetta er ekki svo mikil breyting fyrir yngri bömin nema að mamma er ekki heima en þau skortir áreiö- anlega ekkert h)á pabba sínum.“ Eiginmaðurinn jákvæður Ólína segir aö eiginmaðurinn hafi strax verið mjög jákvæður gagnvart því að hún færi í búfræð- inám en margir leggist á eitt til að gera þetta framkvæmanlegt. Að lokum Uggur beinast við að spyrja hvemig hún hyggist nýta sér námið í framtíðinni? „Ég hef fengjst svoUtiö við tamn- ingar undanfarin ár, bæði fyrir okkur í fjölskyldunni og einnig tek- ið UtiUega af kunningjum. Ég hef mikinn áhuga á að fara meira út í tamningar í framtíðinni og námið miðast ekki síst viö það. Svo er ein- faldlega að kimna meira varðandi gripina, kunna að meta kosti og gaUa hvers og eins og kunna að fá það besta út úr hveijum einstakl- ingi.“ Texti og myndir: örn Þórarinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.