Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Side 52
60 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Með formála eftir Melwin Morse lækni og metsöluhöfund Völundurinn Snorri í Papey: Júlía Imsknd, DV, Homafirði: Á Djúpavogi, í litlu húsi sem stendur skammt ofan viö voginn með útsýni yfir höfnina og inn- siglinguna, býr Snorri Gíslason sem fyrir 78 árum fæddist í Papey næstyngstur 10 systkina. Snorri fluttí. úr Papey árið 1949 og síðan hefur hann lítíð verið í eyjunni sinni en hefur þó gaman af að skreppa yflr sundið svona stöku sinnum. Til að verða fróðari um þennan fyrrum eyjadreng var ákveðið að heimsækja hann einn sunnudagseftirmiðdag, líta inn í smíðastofuna hans og rabba við hann smástund. Hvemig var að alast upp 1 Pa- pey? „Það var gott, við höfðum alitaf nóg af öllu sem við þurftum og aldrei skorti mat. Segja má að eyjan hafi verið og sé enn matar- búr. Þar var fiskur, fugl og svo eggjataka á vorin auk þess sem mjög gott var til búskapar í eynni. Við fengum farkennara sem var nokkrar vikur á vetri og fengum við kennslu frá 10 ára aldri til fermingar. Ég man að þegar kennslutímabiiinu lauk kom fyr- ir að kennarinn gerðist vinnu- maður í Papey langt fram á vor. Oft gat verið erfitt að komast milli lands og eyjar, einkum á vetuma, og þegar ég var að alast upp var árabáturinn eini farkost- urinn. Þegar ég var 12 ára fengum við triUu, það var mikið betra og mér faimst það mikið skip og þá var hægt að fara í land á vélbát." Saknaðirðu ekki eyjalífsins eft- ir aö þú fluttir í land? „Nei, alls ekki, ég hef aldrei haft gaman af rollum eða búskap en auðvitað vom þetta viðbrigði. Ég fékk nóg að gera, fór í bygging- arvinnu og var stundum á sjó. Svo hugsaði ég um vitann í Papey í þrjú ár eftir að ég fluttí í land, þá þurfti ég að fara nokkrar ferð- ir á ári út í ey. Stundum voru þetta hálfgerðar slarkferðir þegar vont var í sjó og brim við eyna.“ Hefurðu ferðast mikið um ævina? „Ekki mikið, eina skemmtiferð- in sem ég hef farið var þegar ég fór einu sinni hringferð með Esju og þá var komið við í öllum helstu höfnum landsins og farþegum gefinn kostur á að fara í skoðun- arferðir um staðinn. Þetta var mjög góð ferð og ég hefði gjaman viljað fara aftur. Mig langar ekki til útlanda, af því ég hef aldrei komið þangað og ætla ekki að fara, af því að þá mundi mig langa að fara aftur. Ég fór fyrst til Reykjavíkur 1952 og þá mátti ég tii með að fara þangað aftur. Svona er þetta, einu sinni er ómögulegt, tvisvar var svolítið skárra. Seinna urðu ferðirnar fleiri meðan ég vann hjá verktök- um en nú em ein 12 ár síðan ég hef komið til Reykjavíkur." Nú er Snorri í Papey, eins og vinir hans gjaman kalla hann „sestur í helgan stein“ dyttar að húsinu sína og dundar, eins og hann segir, í smíðastofu sinni þar sem óreiða fyrirfinnst ekki og öll tól og tæki eru á sínum stað. Snorri hlaut í vöggugjöf hæfileika sem of seint og of lítið hafa fengið að njóta sín, hann er listasmiður, smiður af guðs náð í þess orðs fyllstu merkingu. Á fullorðinsá- rum fór hann að stytta sér stund- ir við að smíða bátamódel, fyrir- myndimar vom árabátar og trill- ur þær sem hann hafði best kynnst á sínum yngri ámm. Pa- peyjartrillan, sem honum sem ungum dreng fannst mikiö skip, og árabátar af þeim gerðum sem notaðir vom á Austurlandi fyrr á árum era honum hugstæðustu viðfangsefnin. Þeim sem líta þessa smíðisgripi Snorra og kunna að meta fallegt handbragð er ljóst að þarna era kjörgripir sem bera meistaranum fagurt vitni. Snorri við einn smíðisgripa sinna. DV-mynd Ragnar Imsland Áhrifamikil, sönn saga sem vakið hefur heimsathygli Betty Eadie dó eftir uppskurð en vaknaði aftur til lifsins og mundi i smáatriðum það sem fyrir hana hafði borið. Það sem fyrir hana bar í dánarheimum hefur verið kallað áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar. í faðmi ljóssins kemur um þessar mundir út á 19 tungumálum, auk endurútgáfu á ensku í mjúkri kápu i meira upplagi en dæmi eru til áður. Bókin hefur undanfarnar vikur verið á „topp tíu" sölulista Publishers Weekly. í faðmi ljóssins bók með boðskap sem hefur gefið fjölda fólks bjartari von og endurnýjaðan I ífsvilja. Áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar Bók til að gefa - bók til að eiga FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Sesturí helgan stein og smíðar bátamódel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.