Dagur - 12.02.1968, Page 7

Dagur - 12.02.1968, Page 7
Gísli Guðmundsson: Dagur í hálfa öld INGIMAR EYDAL, sem var fyrsti ritstjóri Dags, og raunar um lengri tíma en nokkur annar, eða fram undir tvo tugi ára, gerði grein fyrir því, þegar blaðið varð 25 ára og aftur, þegar það varð 40 ára, með hverjum hætti stofnun þess hefði borið að. Frostaveturinn mikli 1917—18 var gfenginn í garð, og upp úr áramótum land- fastur hafís fyrir öllu Norðurlandi. Þá var enn eigi lokið hinni fyrri heimsstyrjöld. I janúar og febrúar var eldneytisskortur í höfuðstað Norðurlands, og skólum lokað af þeim sökum. Sums staðar gengu bjarndýr á land af ísnum. í sveit- um norðanlands höfðu menn víða þungar áhyggjur af bústofni sín- um, hversu hónum myndi reiða af á næsta vori, ef slík harðindi héld- ust, sem þá voru. A þessum haf- ísvetri miðjum var maður á ferð um Norðausturland, og þeim manni var meira í hug en svo, að hann léti veðráttuna . hefta för sína. Sá maður var Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas kom til Akureyr- ar og mun hafa dvalið þar í nokkra daga. „Færði hann þá í tal við mig“, segir Ingimar, „hvílík vand- ræði það væru fyrir Framsóknar- og samvinnumenn í Norðlendinga- fjórðungi, að hafa ekkert málgagn fyrir sig og sín sjónarmið að bera, hvað sem á dyndi. . . . Leitaðist hann fyrir um það, hvort ég mundi fáanlegur til að takast á hendur ritstjórn slíks málgagns, ef til kæmi.“ Sjálfur getur Jónas Jóns- son þess í afmælisblaði Dags 1943, að um þetta mál hafi verið haldnir nokkrir fundir á skrifstofu Sigurðar Kristinssonar þáv. kaup- félagsstjóra. Hafi þar ekki verið margir menn mættir og fjárráð þeirra lítil, en áhugi því meiri. Stofnað var félag til útgáfu blaðs, Ingimar Eýdal ráðinn rit- stjóri þess og blaðinu valið nafn. Ingimar getur þess, að félagsmenn hafi verið „bændur og kaupstaða- menn“ og að hver maður hafi lagt fram 25—100 kr. hlut við félags- stofnun. Dagur var ekki stór í sniðum, þegar hann kom út í fyrsta sinn 12. febrúar 1918, að- eins 4 síður í tielmingi minna broti en hann er nú, og komu ekki út nema 2 blöð í mánuði. Ingimar segist hafa unnið að því í prent- smiðju Björns Jónssonar langt fram á kvöld, að ganga frá fyrsta blaðinu. Björn var þar til staðar og söng við raust, að sögn Ingi- mars, vísu þessa: „Það sem slagur eyðir ýtum andlitsfagur í réttan tíma kemur dagur á hesti hvítum. Héðan vagar blóðfull gríma.“ Ein lítil auglýsing var í fyrsta blaðinu. Árgangurinn kostaði 2 krónur. Blaðið var prentað í prent- smiðju Björn Jónssonar fyrstu tvö árin, en eftir það í Prentverki Odds Björnssonar. Fyrsti af- greiðslumaður Dags var hinn landskunni íþróttafrömuður Lárus J. Rist, sem í þann tíð var fim- leikakennari við GagnfræðaskóJ- ann á Akureyri. í ársbyrjun 1919 var blaðinu breytt þannig, að brot þess stækk- aði um helming, en var aðeins 2 síður í hvert sinn, og kom út viku- DAGUR 50 ÁRA 7

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.