Dagur


Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 27

Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 27
Ingvar Gíslason: Á þröskuldi nýrrar aldar Inngangsorð. GREIN SÚ, sem hér birtist er byggð á ræðu, er ég flutti fyrir u. þ. b. þremur árum á fundi í Félagi ungra Framsóknar- manna á Akureyri um skólamál. Eg valdi þá þann kost að ræða skólamál frá nokkuð sérstöku sjónarmiði, eða því að uppbygging nauðsynlegs skólakerfis yrði notað sem liður í því stóra verk- efni að efla landsbyggðina — í víðri merkingu þess orðs — til mótvægis því miðsóknarafli, sem ráðið hefur þróun búsetu og byggðar allt frá upphafi at- vinnubyltingar snemma á þessari öld. Ég vil gjarnan mega biðja Dag að geyma þessar hugleiðingar mínar í 50 ára afmælisriti sínu, því að málefnið stendur í sínu fulla gildi og ekki líkur til þess að á því verði gegnisfall á næst- unni, hvað sem um ýmislegt annað mætti segja. Nú má enginn halda, að ég ætli mér þá dul, að ég hafi í einu og öllu ratað á hið rétta í þessu máli. Þetta eru aðeins hugleiðingar um ákveðið mál- efni án þess að vera nokkuð lausnarorð. Byggðaþróunin. Óþarft er að rekja hér nákvæmlega byggðaþróunarsögu Islands undanfarna áratugi. Það hafa aðrir gert be'tur en mér er kleift, en nauðsynlegt er að gera hér grein fyrir aðal dráttum þeirrar sögu og afleiðingum þessarar þróunar. Það sem gerzt hefur, er í stuttu máli, að mikil röskun hefur orðið á „byggðajafn- vægi.“ Bein eða hlutfallsleg fólksfækk- un hefur átt sér stað í öllum landshlut- um að undanskildu höfuðborgarsvæð- inu, þ. e. Reykjavík og næsta nágrenni. M. ö. o. fólksfjölgunin í landinu, sem er um 2% á ári, á sér fyrst og fremst stað á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðin dregst óðum aftur úr um fólksfjölda miðað við Stór-Reykjavík, og ekki er annað sýnna, en að aðdráttarafl höfuð- borgarinnar aukist í réttu hlutfalli við vöxt hennar og stærð. Svo er nú komið, að Reykjavík er að tiltölu ein stærsta höfuðborg í heimi, — má líklega full- yrða, að hún sé hin stærsta. Byggðin dregst saman í stórum hlut- um lands og srfelldir fólksflutningar eiga sér stað í eitt landshornið. Þetta er kjarninn í byggðaþróuninni á Islandi síðustu áratugi. Alþjóðlegt fyrirbæri. Nú er þess að geta, enda skylt að gera það, að þróun af þessu tagi er ekki sér- íslenzkt fyrirbæri, heldur almennt og alþjóðlegt. Þessi þróun, að fólk flytji úr sveitabyggðum til bæja og borga, hef- ur mjög sett svip á sögu þessarar aldar um allan heim. Löndin eru flest að breytast úr landbúnaðarlöndum í iðn- aðarlönd með margbreytilegri fram- leiðslu og verkaskiptingu. Sums staðar hefur beinlínis verið beitt gagngerum og áhrifamiklum aðgerðum til þess að örva fólksflutninga úr sveitum í borgir, má jafnvel segja að fólkið hafi verið flutt með valdboði til borganna, enda hefur það þá verið liður í bráðri uppbyggingu áætlaðs hagkerfis eða þjóðfélagsmót- unar, sem stefnt var að. Svo var a. m. k. í Sovétríkjunum eftir byltinguna 1917, að vísu ekki þegar í stað, en nokkrum árum eftir hana. Hin hraða iðnvæðing Sovétríkjanna gekk miskunnarlaust á hólm við hið aldagamla bændaþjóðfélag og hlífðist hvergi við, þótt persónulegir hagsmunir og tilfinningasjónarmið ein- staklinga gyldu sína blóðskuld. I öðrum löndum hefur breytingin yfirleitt átt sér stað én beinna áætlana heldur komu þar til vaxandi áhrif auðmagnsins á atvinnu- lífið og staðsetning atvinnutækja, svo og afleiðingar tæknibreytinga, sem óhjá- kvæmilega leiddu til þessarar áttar. A marga lund var þessi þróun eðlileg og að ýmsu leyti óhjákvæmileg. Oft hefur vöxtur borga og bæja verið tákn vaxandi gengis meðal þjóða bæði á sviði menn- ingar- og atvinnulífs. Fjölbreytt atvinnu- líf og starfsgreining í þjóðfélaginu hefur leyzt orku og hugvit úr læðingi og átt mikinn þátt í efnalegum framförum og fólksfjölgun. Islendingar geta ekki fremur en aðrir vænzt þess, að ekki fækki fólki, sem vinnur við landbúnaðarstörf miðað við • DAGUR 50 ARA 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.