Dagur - 12.02.1968, Side 28

Dagur - 12.02.1968, Side 28
önnur störf. Landbúnaðurinn hefur ekki skilyrði til þess að taka að neinu ráði við hinni öru fólksfjölgun, sem á sér stað, og séu ekki skilyrði til annarra starfa en beinna bústarfa í sveitum, þá flj'zt æskufólkið til annarra staða, þar sem fjölbreyttari atvinnuskilyrði eru. Og við vitum hvert fólkiö flytur. Það flytur til bæja og borga. Þangaö liggur Ieiðin. Þetta er ekki hægt að stöðva í sjálfu sér, en liins vegar er það á valdi þjóðfélagsins að gera tvennt: a) draga úr flutningi frá sveitabyggð- um með því að stuðía aö fjolbreyttari atvinnuháttum, m. a. með ýmis konar iðnaði sem víðast, b) með því að efla kaupstaöi í lands- lilutunum og mynda mótvægi gegn þeim landshluta, sem mest aðdráttarafl hefur nú. Vandamálið er m. ö. o. fólgiö í því að beina straumnum fremur til nágranna kaupstaðarma en höfuðborgarinnar og útborga hennar. Með því móti er hægt að tryggja landshlutunum sinn skerf af fólksfjölguninni. Þó að sveitabyggðirnar sem slíkar missi alltaf nokkuð af því fólki, sem þar fæðist og elst upp. Vand- inn er sem sé sá, hvort t. d. Eyfirðingar, sem ýmissa hluta vegna verða að flytja úr sveitinni, fara til Akureyrar fremur en Reykjavíkur og nágrennis. Að'gerðir Norðmanna. Frændum okkar á Norðurlöndum hef- ur orðið tíðrætt um hin öra vöxt og út- þenslu höfuðborga sinna. Þá eru hlut- föllin milli íbúatölu höfuðborgarsvæða öll önnur en gerist hér á landi. Norð- menn tala beinlínis um að vöxtur Osló- borgar sé að leiða til öngþveitis og svip- aðra skoðana gætir víða um Norður- lönd. En ofvöxtur höfuðborga á sér stað í ýmsum öðrum löndum. Má vel svo til orða taka, að ofvöxtur höfuðborganna sé alþjóðlegt vandamál, enda hugleitt í mörgum löndum, hvernig sporna megi við útþenslu þeirra. Norðmenn hafa að ýmsu leyti gengið á undan um athugun á þessum málum og sýnt með virkum athöfnum. í Noregi beinast aðgerðirnar að sjálfsögðu fyrst og fremst að því að efla atvinnulíf í landshlutunum, sem dregizt hafa afturúr, en jafnframt eru uppi ráðagerðir um að dreifa ríkisstofnunum sem víðast. Þar hafa menn komið auga á, að ríkisstofn- anir — stjórnsýsla og menningarstofn- anir — eru gæddar miklu aðdráttarafli og áhrifamætti gegnvart umhverfi sínu og byggðaþróun. Framundir þetta hefur það verið látið afskiptalaust í Noregi 28 PAG.UR 5.0 ÁRA sem viðast annarsstaðar að höfuðborgin sogaði til sín fjármagn og áhrifastofn- anir og veldi úr fólki með menntun og sérþekkingu. En fyrir nokkrum árum kaus norska þingið nefnd manna sem átti að kanna ýtarlega möguleika þess að flytja ríkisstofnanir frá Osló til ann- arra staða í landinu. Nefndin sat að störfum í nálega 3 ár og skilaöi álits- gerö snemma árs 1964. Nefndarálitið er allmikil bók og geymir miklar upplýs- ingar um þróun þessara mála í Noregi og þann vanda sem við er að stríða í sambandi við flulning eða aðseturskipti ríkisstofnana. Enda fór svo að nefndin gat ekki mælt með því, að ríkisstofn- anir væru almennt fluttar frá Osló. Þannig var m. a. taliö ástatt um sumar þeirra, eins og ráðuneyti og helztu stjórnardeildir, að þær yrðu að vera í nánum innbirðistengslum og ekki svar- aði fyrirhöfn og kostnaði að hrófla við staðsetningu þeirra og ýmissa fleiri stofnana, sem líkt væru settar, einkum allt sem nátengdast væri yfirst:órn rík- isins, konungi, stórþingi og ríkisstjórn. Þetta ætti engum að koma á óvart. Sérskólar og landsbyggðin. Enn eitt er athyglisvert í áliti norsku nefndarinnar. Þar kemur fram, að lítil sem engin vandræði séu á því að flytja ýmsar menntastofnanir frá höfuðborg- inni og staðsetja þær í öðrum borgum eða bæjum Noregs. Nefnir nefndin eink- um, að sérskólar af ýmsu tagi séu eins vel staðsettir utan höfuðborgarinnar sem innan. Segir í nefndarálitinu að þessir skólar séu óháðir öðrum, enda ekki stjórnarsýslustofnanir í venjulegum skilningi, en hins vegar vilji nefndin leggja mikla áherzlu á mikilvægi sér- skólanna fyrir menningar- og efnahags- þróun landsbyggðarinnar, ef þeim væri dreift víðar um landið en nú er gert. Nefndin bendir þó á einn annmarka í þessu sambandi. Hann er sá, að skortur kunni að verða á stundakennurum við skóla, sem dreift er um landið. Nefndin vill girða fyrir þennan annmarlca með þvi að efla „skólamiðstöðvar." Norska nefndarálitið skal ekki rakið nánar, en ég vil leiða athygli lesenda að þeim atriðum sem ég hef einkum nefnt: 1. Sérskólar eru eins vel staðsettir utan höfuðborga sem innan þeirra. 2. Skólar hafa áhrif á umhverfi sitt, bæði menningarlega og efnahagslega. 3. Æskilegt er að efna til skólamið- stöðva með fleiri en einum skóla til þess m. a. að nýta kennslukrafta. Að létta á höfuðborginni. I sambandi við þetta mál í heild vil ég minna á það, sem ég tel mikilsvert, en það er, að farið verði að vinna að því í alvöru að dreifa um landið opin- berum skrifstofum og stjórnsýslustofn- unum á flestum sviðum, bæði í þjón- ustuskyni við almenning og atvinnuvegi úti um land, en einkum til að létta á höfuðborginni sem slíkri, enda er Reykjavík nú alltof stór og ætti ekki að vaxa meira í bili, og miðsóknaraíl henn- ar er ósigrandi án þess að dregið sé úr embættisvaldi hennar og þeim áhrifum, sem það hefur. Að sjálfsögðu liggja ýmsar ástæður til hins mikla vaxtar Reykjavikur. Þó er vafamál, að frumástæðan sé sú, hvcrsu framleiðsluskilyrði eru þar góð, enda er höfuðborgin síður en svo meiri fram- leiðslu- og útflutningsstaður en obbinn af kauptúnum og kaupstöðum landsins. Ein aöal ástæðan til vaxtar Reykja- víkur er sú stefna að staðsetja þar allar meiriháttar ríkisstofnanir og áhrifamikil opinber fyrirtæki. Umhverfis Alþingi og ríkisstjórn myndast óhjákvæmilega mik- ið starfslið og bein og óbein umsvif. Reykjavík er miðstöð fjármálavalds og verzlunar, m. a. vegna þess að aðal- bankar landsins hafa þar aðsetur og ná- tengdir ríkisvldinu. En ríkisstofnanir eru ekki einvörðungu stjórnsýslustofnanir eða valdhafar í venjulegri merkingu, heldur koma hér undir helztu skólar landsins og aðrar mennta- og menningar- stofnanir o. s. frv. Það hefur verið alls- ráðandi stefna að kalla má að staðsetja þetta allt í Reykjavík. Hafi verið útaf því brugðið hefur það kostað stór átök og ekki sparaðar hrakspárnar. Minnast má í því sambandi stofnun Menntaskól- ans á Akureyri. Það var mikið átaka- og deilumál á sinni tið knúið fram af harðfylgi þáverandi skólameistara og ýtni nokkurra stjórnmálamanna, og þó í andstöðu við meirihluta menntamanna og skólamanna og mikinn hluta stjórn- málamanna, þ. á. m. þáverandi þing- menn Akureyrarkaupstaðar. Mennta- skólinn á Laugarvatni átti einungis and- stöðu að mæta hjá ýmsum áhrifamönn- um, ekki sízt menntamönnum. En þessi stefna hefur leitt til ofrausn- ar í garð höfuðborgarinnar, sem hún á fullt í fangi með að veita viðtöku og landsbyggðin þolir ekki til lengdar að sjá af. Það er því tími til kominn að breyta um stefnu að þessu leyti. Það er nauðsynlegt og fullkomlega eðlilegt að dreifa ríkisstofnunum meira en gert er, og það er sérstaklega nauðsynlegt að

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.