Dagur


Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 31

Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 31
Eggert Ólafsson: Kveðja til Dags frá Félagssambandi Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra (F.F.N.E.) MÉR ER ÞAÐ bæði ljúft og skylt að senda „Degi“ kveðju Kjördæmissam- bands Framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra í tilefni af hálfrar ald- ar afmæli Dags. Ég álít að Dagur hafi alltaf verið og sé enn mesta fyrirmynd- ar blað. Hann hefur verið ötull málsvari Framsóknarflokksins og samvinnufélag- anna. Fyrirmyndar fréttablað og rekinn af duglegum áhugamönnum, án alls tyld- urs og íburðar, enda staðið vel á eigin fótum fjárhagslega og náð mikilli út- breiðslu. Ég tel það mikið lán fyrir hin ungu stjórnmálasamtök í okkar landshluta (F.F.N.E.) að eiga Dag að, til þess að vinna okkar hugðarefnum gagn. Þegar andstöðuflokkar Famsóknar- flokksins tóku höndum saman 1959 um breytta kjördæmaskipan í landinu, beint til þess að skerða rétt hinna dreifðu og fámennari byggðarlaga, átti í leiðinni að þjarma að Framsóknarflokknum, svo um munaði. Þetta herbragð náði þó ekki tilgangi sínum nema að litlu leyti. Ef það er athugað hversu gerólíkar stefnur þessara flokka, sem stóðu að kjördæmabreytingunni eru, má segja að nýju kjördæmin hafi verið getin í dæmafáum lausaleik. Þetta svíður okkur enn í augum a. m. k. sveitakörlum, sem finnst við standa mun hallar í þjóðfélag- inu eftir en áður. En þó er það svo með okkur sem falið hefur verið uppfóstur Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, að okk- ur þykir vænt um það eins og önnur börn, og vinnum einhuga að vexti þess og viðgangi. Þegar við ofurefli er að etja, þýðir ekki alltaf að einskorða sig við bezta hlutinn, en mest um vert að halda þeim næstbezta og vinna hann Ingvar Gíslason. upp með manndómi, samtakamætti og þrautseygju. Strax eftir kjördæmabreytinguna 1959, hófust þingmenn þessa kjördæmis handa, um stofnun félagasamtaka með Framsóknarfélögunum í kjördæminu, undir forustu 1. þingmanns Framsóknar- flokksins, Karls Kristjánssonar. Var boðað til stofnfundar að Laugum 2. júlí 1960. Þingið setti Karl Kristjáns- son alþingismaður. 1. forseti var kjörinn Bernharð Stefánsson fyrrv. alþingismað- ur, sem hefur gegnt því starfi undan- tekningalítið síðan. A þessu fyrsta þingi voru samþykkt lög fyrir sambandið og því kosin stjórn. Fyrsti formaður var kjörinn Ingvar Gíslason þóv. 1. vara- þingmaður. Þar sem öll stjórnarstörf og allt slíkt í þágu sambandsins hlaut að vera unnið í þegnskylduvinnu, þótti rétt að hafa ákvæði um það að stjórnar- menn Mgtu jekki lengur en tvö ár í senn (nú bréyy í 4 'ár). Þar af leiðandi hafa þegar 5 menn gegnt formannsstörfum fyrir sambandið. Þeir eru þessir: Ingvar Gíslason, Valtýr Kristjánsson, Haraldur M. Sigurðsson, Hjörtur E. Þórarinsson og Eggert Ólafsson. Það er ánægjulegt að minnast þess, sem gjörðabók sam- bandsins ber með sér, að það var enginn frumbýlisbragur á fyrsta þinghaldi Kjör- dæmissambandsins. Þingið sátu 53 full- trúar, auk allmargra gesta, umræður fjörugar í tvo daga og fjöldi gagnlegra DAGUR 50 ARA 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.