Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 57

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 57
vilja „leiða þingið“ í „stilltum“ og „kon- ungshollum" anda. Stefán bóndi Jónsson á Reistará, þá fulltrúi Skagfirðinga, flutti þessu næst mjög svo „diplomatíska" raeðu, kvað sér ekki lítast á frumvarpið, en „stillingu,11 greind og gætni kynni hann að meta, og vera mætti, að sér litist betur á, ef at- hugun færi fram í nefnd og mætti þar líka laga frv.“ Konungsfulltrúi tók þegar undir og kvaðst aðeins hafa viljað gera grein fyrir skyldustarfi sinu á þessum fundi. Næsti ræðumaður var Þórður Jónasson, konungskjörinn. Hann taldi, að stefnt væri í óvissu, ef ekki væri sinnt stjórnarfrumvarpinu og hvatti til varúðar. Loks, er sjö fundarmenn, auk konungsfulltrú, höfðu lokið ræðum sín- um, tók Jón Sigurðsson til máls. Hann mótmælti því, að hin nýja stjórnarskrá Danmerkurríkis væri orðin gildandi hér á landi. Ef svo væri, hefði hún „verið hér birt og þinglesin fyrir löngu“ sagði hann og vitnaði jafnframt í konungsbréfið frá 23 sept. 1848. „Ég fyrir mitt leyti“ mælti hann ennfremur „get engan veginn fallizt á, að Island sé partur úr „Provindsen Danmark,“ þó ég neiti því ekki, að það sé partur úr valdi Danakonungs.“ Næst töluðu þeir sr. Jakob og Stefán á Reistará í annað sinn. Stefán ansaði Þórði Jónassyni því, að ekki virtist hægt að binda sig nær óvissu en að binda sig við frumvarpið.“ Ásgeir Einarsson bóndi í Kollufjarðar- nesi, fulltrúi Strandamanna, svaraði því er konungsfulltrúi hafði mælt um „still- ingu“ og „konungshollustu" og sagði m. a.: „Ég — er því sannfærður um, að hollusta og traust það, er Islendingar hafa borið til konunga sinna, viðhelzt og glæðist, ef þeir sjá, að þeir fram- vegis njóti allra sanngjarnra réttinda —. 'Aftur á móti finnst mér það eðlilegt, að þeim þyki sér það ósamboðið að gefa sig undir atkvæði bænda á ríkisþingum Dana, sem að líkindum eru lítið kunn- ugir flestum högum íslendinga." Á eftir Ásgeiri stóð upp einn hinna konungskjörnu þingmanna, sr. Halldór Jónsson á Hofi. Hann gerði nú það, er siðan þótti tíðindum sæta, að taka í sama streng og hinir þjóðkjörnu þing- menn, er talað höfðu og hvarf ekki frá þeirri afstöðu. Þá töluðu þeir í annað sinn Jón Sigurðsson og Ásgeir í Kolla- fjarðarnesi, en síðan Guðmundur Brandsson hreppstjóri í Landakoti á Vatnsleysuströnd, fulltrúi Gullbringu- og Kjósasýslu, en að því loknu sr. Svein- björn Hallgrímsson ritstjóri Þjóðólfs og fulltrúi Borgfirðinga. Hann sagði, að þjóðinni myndi vera eins farið og þeim manni, sem færi að eiga með stg sjálfur, en hefði verið annars hjú. Hún myndi eflast til dáða. Gísli Magnússon kennari við Lærða skólann, fulltrúi Árnesinga, sagði m. a.: „Ég er kominn hér á þingið með þeirri hollustu við konung, sem honum ber, en ætla að leggja það eitt til, sem ég álít réttast og skynsamleg- ast, hvað sem hver segir.“ Þegar hér var komið, stóð upp séra Pétur Pétursson forstöðumaður Presta- skólans, konungskjörinn þingmaður. Hann gat þess í fyrstu, að frumvarpið væri víst ekki í samræmi við vonir landsmanna. En lengra myndi ekki kom- ist að sinni, og yrði að taka því. Þá tal- aði hann allmikið um fjármál og taldi það myndi erfitt Islendingum að gerast sjálfstæðir og taka á sig sinn hluta að tiltölu af ríkisskuldum Dana. Þessi ræða mun hafa komið illa við fundarmenn, því að Guttormur Vigfússon stúdent á Arnheiðarstöðum, fulltrúi Norðmýlinga, stóð upp og mælti: „Ég held, að hinn 5. konungskjörni þingmaður hafi gleymt því, að hann er íslendingur" og kallaði þá Jón Sigurðsson: „Heyrið!" Þetta þótti forseta hart til orða tekið, en Gutt- ormur hélt áfram ræðu sinni. Björn Halldórsson gerði einnig ræðu séra Pét- urs að umræðuefni. Hann sagði: „Þegar vér berum oss saman við Dani, frá þeim tíma, að vér komum undir einveldis- stjórnina með þeim, þá sé ég það, að við höfum staðið jafnhliða þeim í stjórnar- legu tilliti, og því sýnist mér auðsætt, að vér eigum að halda áfram að standa jafnhliða þeim nú, þegar konungur hefir sleppt einveldinu." Séra Guðmundur Einarsson á Kvennabrekku, fulltrúi Dalamanna, sagði, að ræðu sr. Péturs hefði verið tekið of kuldalega, því að gott væri að fá málið rætt frá ýmsum hliðum. Síðar sagði hann þó: „Ég fyrir mitt leyti get ekki álitið annað, en að það gangi næst drottinsvikum, ef vér látum leiðast til ályktana og atkvæða gegn sannfæringu vorri og þjóðréttind- um.“ Séra Sveinn Níelsson á Staðarstað, fulltrúi Húnvetninga, kvað orðin „eins og nú er ástatt“ oft hafa komið fram í ræðum fundarmanna og sagði síðan: „Mér finnst, að þar sem hér er um að ræða, að konungur og þjóð semji með sér, þá sé það þetta tvennt, konungurinn og þjóðin, sem orðin stefna að.“ Guð- mundur Brandsson tók enn til máls og lét svo ummælt „að enginn þingmaður geti álitið það skyldu sína að binda sig við frumvarp þetta að öðru leyti en því, sem hans eigin sannfæring segir honum.“ Síðustu ræðuna flutti Gísli Magnús- son og talaði þá í annað sinn: Hann lauk máli sínu á þessa leið: „Ég hefi lesið frumvarpið, og spurt sjálfan mig, hvað væri sjónarmið þess. Og ég hefi svarað sjálfum mér, að stefna þess mundi vera, að tengja oss við Eydani og Jóta eða öllu fremur að hnýta oss aftan í þá. En nú vil ég hugsa mér annað sjónarmið, að þegar Eydanir og Jótar ganga fram fyrir konunginn, þá megum vér og ganga fram fyrir hann, ekki innan um eða aft- an i Eydönum og Jótum, heldur til hlið- ar við þá, og þetta sjónarmiö finnst mér vera réttast og eðlilegast.“ Þannig lauk umræðufundinum um þetta mál hinn 21. júlí. Rétt er að geta þess, að Jón Guðmundsson, síðar rit- stjóri Þjóðólfs, var fjarverandi, er um- ræður fóru fram, vegna veikinda. Eftir að Trampe konungsfulltrúi tók undir ræðu Stefáns á Reistará lét hann ekki framar til sín heyra. En daginn eftir, 22. júlí, ritaði hann forseta Þjóðfundarins bréf, er lesið var á fundi 24. s. m. svo- hljóðandi: „Hér með undanfelli ég ekki að til- kynna yður háttvirti forseti, að ég von- ast til, að fundinum geti verið lokið þann 9. í næsta mánuði, og bið ég yður á þann hátt, sem yður þykir bezt við eiga, að láta fundarmenn vita þetta.“ Niu manna nefndin haféi málið til meðferðar í 2 vikur, og er nefndarálit undirritað 4. ágúst. Eftir 24. júlí fjall- aði hún einnig um frv. um kosningar til Alþingis, og skilaði áliti í því 9. ágúst. En umræðum um verzlunar- og siglinga- málið var ekki lokið fyrr en 6. ágúst. Nefndin klofnaði sem hér segir: Minni- hlutinn, einn konung kjörinn þingmaður, Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari, lagði til, að stjórnarfrumvarpið yrði samþykkt með töluverðum breytingum, sem ekki verða raktar hér. Meirihlutinn, sjö þjóðkjörnir þingmenn og einn kon- ung kjörinn (sr. Halldór á Hofi) ákvað að semja nýtt frumvarp, sem hann og gerði. Ekki setti meirihlutinn nafn á frv. en kemst svo að orði að það sé um „stjórnarlögum íslands og stöðu þess í konungsveldinu." Líta verður svo á, að í þessu frumvarpi sé mörkuð stefna Jóns Sigurðssonar og samherja hans í sjálf- stæðismáli Islendinga. Skulu hér því þau ákvæði þess rakin, er mestu máli skipta, er gera skal grein fyrir, í hverju sú stefna var fólgin. I. „1. Island hefur konung og konungs- erfðir saman við Danmörku. Hvar önnur málefni skuli vera sameiginleg með Is- landi og Danmörku, eða öðrum hlutum DAGUR 50 ÁRA 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.