Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 23
ELÍAS MAR Svipmyndír frá Sovét. DOKAÐ VIÐ í ARMENÍU Helgidómurinn í Zvartnots eins og hann var á 8. öld, stór og glcesi- ... en nú má segja, að varla standi steinn yfir steini leg bygging ... troðnum karamellubréfum og síg- arettustubbum, máski klukku- stund. Og þarna sat ég með ný- kveiktan vindling sem ég þurfti fyrr eða síðar að drepa í; mér var nauðugur einn kostur að opna bakkann dulítið betur og bæta í glóðina, renna honum svo inn í bríkina í von um að eldurinn kafnaði og ég kæmist heilu og höldnu til fyrirheitna landsins — á jörðunni. ÉREVAN Ef mér skeikar ekki í minnis- atriði, er Érevan, höfuðborg þeirra ermsku, á u. þ. b. 39. lengd- arbaug, en breiddarbaugurinn sá fertugasti. Á evrópskan mæli- kvarða þykir það alllangt til suð- urs, en er þó ekki mikið sunnar en Madrid á Spáni; þetta er alveg við landamæri Tyrklands. Við komum til þessarar ágætu borgar klukkan hálfníu um kvöld að staðartíma, og mig minnir það hafi verið tæpra fjögra stunda flug frá Moskvu. Mikinn part leiðarinnar var flogið í kynlegu rökkri ofar skýjum — og ofar einhverjum hrikalegasta fjallgarði álfunnar, þar sem flugvélin tók mikilfenglegar dýfur sökum ó- jafns uppstreymis. í vestri var logarönd sólseturs, ógleymanleg sjón, sem óefað mætti fylla með nokkra dálka af lýsingum í einsog- stíl, þótt ég nenni því ekki. Út um gluggana grillti í strjála dranga uppúr skýjahafinu, svarta, næstum ójarðneska. Það var nokk- uð skrýtin tilfinning sem gteip mig þegar ég minntist þess, að þetta voru topparnir á nokkrum hæstu fjöllum álfunnar. Svo breiddist út ljósahaf Ére- van fyrir neðan okkur, og þá tók ég eftir fyrirbæri, sem mér láðist að leita skýringar á: í útjaðri þétt- býlisins birtust hvarvetna þyrp- ingar Ijósa, rétt eins og eðlilegt er þar sem um er að ræða smáþorp í úthverfum, nema hvað þessi Ijós mynduðu velflest risavaxin stjörnuform, og voru sum þessi form samsett af rauðum ljósum. Þetta kunna að hafa verið skraut- lýsingar vegna byltingarafmælis- ins íhöndfarandi, en ég efast um að svo hafi verið einvörðungu. Ég veit ekki skýringuna enn og leiði hjá mér frekari tilgátur. Þegar ég fór frá Moskvu hafði verið þar hráslagalegt austankul, allt að því íslenzkt haustveður. Hér syðra mátti segja að brygði til hins betra. Endaþótt borgin standi í meira en 1000 metra hæð yfir sjávarmáli var hér 20 stiga hiti, blæjalogn og gróðurilmur í lofti; þetta var fyrsta dag októ- bermánaðar. J ÓLABLAÐ — 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.