Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 23
ELÍAS MAR
Svipmyndír frá Sovét.
DOKAÐ VIÐ
í ARMENÍU
Helgidómurinn í Zvartnots eins og hann var á 8. öld, stór og glcesi- ... en nú má segja, að varla standi steinn yfir steini
leg bygging ...
troðnum karamellubréfum og síg-
arettustubbum, máski klukku-
stund. Og þarna sat ég með ný-
kveiktan vindling sem ég þurfti
fyrr eða síðar að drepa í; mér var
nauðugur einn kostur að opna
bakkann dulítið betur og bæta í
glóðina, renna honum svo inn
í bríkina í von um að eldurinn
kafnaði og ég kæmist heilu og
höldnu til fyrirheitna landsins —
á jörðunni.
ÉREVAN
Ef mér skeikar ekki í minnis-
atriði, er Érevan, höfuðborg
þeirra ermsku, á u. þ. b. 39. lengd-
arbaug, en breiddarbaugurinn sá
fertugasti. Á evrópskan mæli-
kvarða þykir það alllangt til suð-
urs, en er þó ekki mikið sunnar
en Madrid á Spáni; þetta er alveg
við landamæri Tyrklands. Við
komum til þessarar ágætu borgar
klukkan hálfníu um kvöld að
staðartíma, og mig minnir það
hafi verið tæpra fjögra stunda
flug frá Moskvu. Mikinn part
leiðarinnar var flogið í kynlegu
rökkri ofar skýjum — og ofar
einhverjum hrikalegasta fjallgarði
álfunnar, þar sem flugvélin tók
mikilfenglegar dýfur sökum ó-
jafns uppstreymis. í vestri var
logarönd sólseturs, ógleymanleg
sjón, sem óefað mætti fylla með
nokkra dálka af lýsingum í einsog-
stíl, þótt ég nenni því ekki. Út
um gluggana grillti í strjála
dranga uppúr skýjahafinu, svarta,
næstum ójarðneska. Það var nokk-
uð skrýtin tilfinning sem gteip
mig þegar ég minntist þess, að
þetta voru topparnir á nokkrum
hæstu fjöllum álfunnar.
Svo breiddist út ljósahaf Ére-
van fyrir neðan okkur, og þá tók
ég eftir fyrirbæri, sem mér láðist
að leita skýringar á: í útjaðri þétt-
býlisins birtust hvarvetna þyrp-
ingar Ijósa, rétt eins og eðlilegt er
þar sem um er að ræða smáþorp
í úthverfum, nema hvað þessi
Ijós mynduðu velflest risavaxin
stjörnuform, og voru sum þessi
form samsett af rauðum ljósum.
Þetta kunna að hafa verið skraut-
lýsingar vegna byltingarafmælis-
ins íhöndfarandi, en ég efast um
að svo hafi verið einvörðungu. Ég
veit ekki skýringuna enn og leiði
hjá mér frekari tilgátur.
Þegar ég fór frá Moskvu hafði
verið þar hráslagalegt austankul,
allt að því íslenzkt haustveður.
Hér syðra mátti segja að brygði
til hins betra. Endaþótt borgin
standi í meira en 1000 metra hæð
yfir sjávarmáli var hér 20 stiga
hiti, blæjalogn og gróðurilmur í
lofti; þetta var fyrsta dag októ-
bermánaðar.
J ÓLABLAÐ — 23