Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 96

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 96
SINGER er spori framar. Singer saumavélin Golden Panoramic er fullkomnasta vélin á markaðnum. Hún vinnur sjálfkrafa allt frá þræðingu upp í 8 gerðir hnappagata. Singer Golden Panoramic gefur nýja gullna möguleika. Mcðal annarra kosta: hallandi nál, frjáls armur, lárétt spóla fyrir framan nálina, sjálfvirkur nálarþræðari, ósýnilegur faldsaumur, tcygjanlcgur faldsaumur, kcðjuspor, „ovcrlokspor“, tvcir gangliraðar, 5 ára ábyrgð, C tíma kcnnsla innifalin. Ath. Allir sem eiga gamla saumável, merkið skiptir ckki máli, gcta nu fengið hanametna sem greiðslu við kaup á nýrri saumavél frá Singer. Gamla vélin er e.t.v. meira virði en þér haldið. SINGER sala og kynning 1 Reykjavik er hja: Rafbúð SÍS Ármúla 8, Liverpool Laugavegi Gefjun Iðunn Austurstræti. Utan Reykja^/íkur: Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Kaupfélag Skaftfellinga Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Suðurnesja. Komið og kynnist gullnu tækifæri. þetta hefur líklega orðið til þess, að ég fór á mis við það ágæti armensks konjaksfylliríis sem bú- ið var að útmála fyrir mér fagur- lega áður en ég fór að heiman — einkum af mönnum sem þykjast gefa frat í konjak. Reyndin varð því sú, að ég bragðaði ekki ermskt konjak í þvísa landi nema stöku sinnum með kaffi eftir mat. Hins- vegar drakk ég hvítvín við þorsta, og stundum ekki við þorsta (bein- línis). Túlkurinn sagði að arm- enskt hvítvín væri ekki eins gott og grúsískt, en ég kunni lítinn mun að gera þar á þegar til kom; hvort tveggja var ágætt. Aftur á móti mælti hann með armensku límonaði, í því væri ekkert alkó- gól. Ekki þurfti hann reyndar að segja mér það, blessaður, því að svo mikið veit ég að jafnvel vínþjóðir «> — þjóðir sem bæði framleiða vín og kunna að fara sómasamlega með það — þær setja ekki alkó- gól í límonaði. Og einn morgun- inn keypti ég mér hálfpottsflösku. Ég hlýt að játa, að ég hef aldrei bragðað jafn gott og svalandi límonaði á ævi minni. Annars kvað konjak þeirra Armeníumanna vera heimsfrægt að gæðum. Sagt er að Churchill hafi ekki litið við öðru konjaki og jafnan látið færa sér í bú nægar birgðir af þeirri Iífsnauð- synlegu vöru. Og hann þótti víst hafa allgott vit á víni; hefur það máski enn. HRIFNÆM SKÁLDKONA Eftir næstum sænskhátíðlega móttöku í armenska rithöfunda- sambandinu einn morgun var ákveðið að sýna mér það sem mig hafði langað til að sjá flestu öðru fremur á þessum suðlægu slóðum og þess vegna valið ferð til þessa lands: rústir fornra mannvirkja og ævagamlar byggingar. Annað það sem mig langaði til að kom- ast í sjónmál við áður en ég færi úr landi — fornir handritadýr- gripir — varð að bíða næsta dags. Við lögðum af stað í þægilegri drossíu burt úr Érevan; áfanga- staðurinn var Echmiadzin, mið- punktur trúarlífs Armena að fornu og nýju, í á að gizka 15 km fjarlægð frá höfuðborginni. Til leiðsagnar höfðum við fengið armenska skáldkonu sem hét því stórkostlega nafni Metaksa. Þetta var kona um þrítugt; hárið mik- ið og kolsvart með þeirri græn- bláu slikju sem aðeins suðurlanda- búar fá, augun tinnudökk, kjóll- inn í skærlitu gulblárauðu stór- rósamunstri. Nú er það svo með mig, að mér hefur löngum fundizt bezt við eiga að vaxtarlag skáldkvenna stæði í tákni keilunnar: væri jarð- bundið neðst með digrum stoðum, en þróaðist síðan í fíngerðan upp- typping: smáar axlir og pínulít- inn ljóðrænan haus með penum þankagangi. Þessari skáldkonu var nánast öfugt farið. Ég leyfi mér reyndar ekki að efast um að hún hafi haft sæmilega penan þanka, en hún var með stórt og mikið höfuð undir sínu dökka hári, breiðar herðar og svellandi Ný listform Framhald af síðu 35. eftir að komast á málverkasafn o.s.frv. Átta dögum seinna erum við óvinir og hún sér ekkert í meist- araverkinu mínu, það er ekkert annað en klessuverk! Og svo er því haldið fram að listin lifi sínu eigin lífi! Hafið þið nokkurn tíma reynt að ríma? Það hugsa ég þið hafið gert! Þið hafið væntanlega kom- izt að þeirri niðurstöðu að það er þrælavinna. Rímið bindur hugsanirnar, en það leysir þær einnig upp. Rímið verður áningarstaður milli ræðu, myndar og hugsana. Hvað gerir Maetlick? Hann notar rím í miðjum óbundnum texta. Og þessir þrautleiðinlegu gagn- rýnendur dæma hann af þeim sök- um geðveikan og undirstrika dóminn með því að gefa sjúk- dóminum vísindalegt nafn: Echo- lallie. Echolallistar hafa öll sönn skáld verið, allt frá sköpun heimsins. Þó ein undantekning: Max Nor- dau, sem rímar án þess að vera skáld. Hinc illæ lacrimæ! Listform framtíðarinnar, sú list, sem koma skal, (og hverfa eins og allt annað): Líkið eftir náttúrunni fyrir alla muni og þá einkum hennar aðferð til þess að skapa! Unnur Eiríksdóttir íslenzkaðL 96 - JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.