Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 84

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 84
VEED V ’ BAR KEÐJUR er rétta Iausnin Það er staðreynd a'ð kcðjur cru öruggasta vörniu gegn slysum í snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bílnum stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. Sendum i póstköfu um allt iand. SvItlSIIW fillÐNASOIV II.F. Klapparstig 25—27 — Laugaveg 168, Sími 12314 — 21965 - 22675, Verkalýðsfélagið VAKA óskar öllum félögum sínum og öðrum laun- þegum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári, með þökk fyrir sam- starfið á árinu, sem er að líða. Verkalýðsfélagið VAKA Siglufirði. hreðu, báðum gerðum, en ekki vitað hvenær sú saga er skráð, þótt sennilega sé það fyrir 1300, sem aðrar íslendingasögur flestar. En það segir frá því í Hákonar sögu gamla, að er Hákon var að deyja í Orkneyjum í des. 1263 eða 64 þá lét hann lesa sér bæk- ur, fyrst latínubækur og síðan helgra manna sögur og loks nor- rænar bækur. Og er þar þraut helgramannasögurnar lét „hann lesa konungatal frá Hálfdáni svarta og síðan frá öllum Noregs-. konungum, hverjum eftir annan". Og á næstu bls. 457 segir svo: „Og er lesið var konungatal framan til Sverris þá lét hann taka til að lesa Sverris sögu." Hér er ekki um að villast að er Heimskringla á ferðinni. Allt konungatal fram- an til Sverris er Heimskringla. Og er bókin tímasett í fyrsta sinn, þótt ekki hafi verið eftir því tek- ið. Sagt er að byrjað sé á sögu Háifdánar svarta, sem segir það að ekki er byrjað á bókinni. En við þetta ber að athuga, að gera verð- ur ráð fyrir því að þessar um- getnu bækur séu til staðar í Orkn- eyjum þegar Hákon er að deyja þar í nánd við Magnúskirkju og klaustur, því hitt mun síður, að t.d. Heimskringla sé í herförum og reyndar alls ekki. Og sé Heimskringla til í Orkneyjum 1263, þá mundi hún eigi síður til í Noregi og ef bókin er til bæði í Orkneyjum og Noregi 1263 þá mundi því nokkuð fjarri fara að bókin væri ekki eldri en það að Snorri hafi samið hana og lokið henni 1235. En mörg ár þarf til að semja Heimskringlu frá grunni og reyndar ekki á eins manns færi, að safna efninu og auk heldtir þarf mörg ár til að afrita hana með einni hendi og vandvirkni, sem íslendingar höfðu í bóka- gjörð. Eins og segir í formálanum og hér var sagt, að kvæðin þyki mér sízt úr stað færð, þá er það sagt í því sambandi að kvæðin sem kveðin voru um konunga, atferli þeirra og orustur, segi satt frá því sem gerðist og séu því beztu heimildirnar að ævisögu þeirra. Þessvegna verðnr það í Heims- kringlu, að óspart er vitnað til þess sem í kvæðum stendur og þess óspart neytt að staðfesta frá- sögu með tilfærðum vísum. Þetta er svo mikill svipur á megingjörð bókarinnar, að samtals eru 593 vísur í allri Heimskringlu, og frá upphafi trúlega fylgt þeirri stefnu að láta vísur staðfesta frásögnina. Ynglinga saga, sem segir frá hin- um fyrstu höfðingjum og kon- ungum er byggð á kvæði, sem fróður maður, Þjóðólfur Hvini, orti fyrir konung, Rögnvald heið- umhára Ólafsson, Geirstaðaálfs, fyrir miðja 9. öld. Tilfærð er 41 vísa, sem heimildir um þessa 17 konunga í ættartölum og marga aðra í Ynglingasögu, allt frá Óðni. Þjóðólfur hefur verið fróður og kvæðið gat hann ekki ort nema eftir sagngeymd. Samt getur þetta ekki hlýtt nema einum tilgangi, ættfræðilegum tilgangi, og kem- ur það beint fram hjá Ara fróða í íslendingabók, að hann getur rakið ætt sína til Óðins, og f jöldi íslendinga, reyndar allir, síðan. Er svo auðsýnt mark Ara fróða á þessum hluta bókarinnar, að ekki þarf að efast um að hér er komin hans konungaævi, og eins og sagði, þá er orðið áttartala ekki haft úr annars munni en Ara fróða og mun ekki finnast nema í íslendingabók og Heimskringlu. Þeir sem síðan rita konungasögur halda þessum hætti að tilfæra vís- ur til efnisskýringa og verða hinar fyrstu konungasögur ríkar af þeirra vísdómi, og í Ólafs sögu helga konungs frá 1015—1030, eru 178 vísur. Er hún að vísu þriðjungur bókarinnar, og hefur notið þess hversu miklar sagnir hafa gengið af Ólafi og saga lians í ýmsu nátengd sögu íslands, þar sem fjölda margar kirkjur í land- inu, einkum á Suðurlandi, voru honum helgaðar, sem helgum guðsmanni. Á sama hátt þarf að styðjast við vísurnar í næstu kon- unga sögu, en þar er Magnús saga góða, sonar Ólafs helga, Haraldar saga harðráða, hálfbróður Ólafs helga, Ólafs saga kyrra, sonar Haraldar harðráða, Magnús saga berfætts, sonar Ólafs kyrra og lýkur þeirri sögu með falli Magn- úss á írlandi 1103. Nú virðist það auðsætt hverjir hafa áhuga á Magnús sögu ber- fætrs. Nú er eftir honum haft hin fræga setning „Til frægðar skal konung hafa en eigi til lang- Iífis". Þetta hefur átt við Odda- verja. Jón Loftsson var dóttur- sonur hans. Síðan kemur saga Sig- urðar Jórsalafara og þegar kemuf 84 — JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.