Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 86
ur konungsfóstri. Konungur gifti
honum frænku sína og lét liann
hafa miklar eignir. Sonur Skúla
var Ásólfur á Reini, faðir Gutt-
orms, föður Bárðar, föður þeirra
Inga konungs og Skúla hertoga.
Skúla hertoga, stendur þar, en
Skúli varð ekki hertogi fyrr en
1238, og var Snorri þá í Noregi
og fór til íslands 1239. Þetta var
því ekki hægt að skrifa í bókina
fyrr en eftir 1238, og Snorri ritar
hvorki Heimskringlu né lætur af-
rita hana á þeim tíma að hann
kom út, 1239, til þess að hann
var drepinn 1241, og hafði, eins
og vitað er, mörgu að sinna og er
ekki ætíð í Reykholti. Sú Heims-
kringla sem við höfum nú er því
ekki afrituð fyrr en eftir daga
Snorra Sturlusonar og mætti sjálf-
sagt vanda sig enn betur á vís-
indaútgáfu Heimskringiu.
Þeir sem kynna sér Heims-
kringlu vel sjá þar hversu ófært
það er og jafnvel undraverður
barnaskapur, að ætla að einn mað-
ur hafi samið Heimskringlu og
mega þá athuga hversu verkið er
stórt í öllum sniðum. Það tekur
yfir 350 ára tímabil miðað við
1177 en 400 ár miðað við Snorra-
tíð, auk nálægt 600 ára Ynglinga-
sögu. Heimildasöfnun myndi ekki
á eins manns færi. Og ef svo væri
að Snorri hefði samið bókina um
og eftir 1230, þá væri efnið mest
stolið og stytt, stytt að heimildar-
lausu og samvizkulausu en þann-
ig skrifar hvorki Snorri eða aðrir
bækur á þeirri tíð.
Og þeir sem athuga bókina vel
sjá hitt að hún er samvizkusam-
lega frumunnið vísindarit, sagn-
rit um sagnvísindasvið, og þeir
henda ekki gildum heimildum um
það að Ari fróði hafi samið Kon-
ungatal, sem hann hefur byrjað
litlu eftir 1100, og þeir athuga
það, að bókinni lýkur um það
leyti sem skáldið og rithöfundur-
inn Klængur biskup Þorsteinsson
deyr, og athuga að á vettvangi eru
Jón Loftsson, afkomandi Noregs-
konunga, og rithöf. Gissur Hallss.
Frægð Snorra er mikil af Eddu,
en hún flytur aðeins fræði sem til
eru í Odda, Skálholti og Haukadal
fyrir 1200. Slík er raunin um
menntir íslendinga fyrir 1200.
Jólin bjóöa eldi heim
Gerið því allt,
sem í yðar valdi
stendur til
að verjast þeim
vágesti
Látið pappírsumbúðir ekki
safnast saman. Komið þeim
út, annað hvort með því að
brenna þeim í miðstöðvar-
katlinum, eða hendið þeim í
öskutunnuna.
Leyíið ekki reykingar nálægt
jólatrénu. pappírsskrauti eða
pappírsumbúðum. Jíafið nóg
af stórum og góðum ösku-
bökkum ahs staðar í íbúðinni
og notið þá óspart. Geymið
eldspýtur þar sem litlar hend-
ur miá eikki til þeirra. Gerið
áætlun um hvað þér eigið að
gera ef eldur brýzt út. Hafið
handslökkvitæki við höndina
— og í lagi — vatnsfötur eða
jafnvel garðslöngu tengda við
vatnskrana nálægt jólatrénu.
En munið, að ef þér
getið ekki samstundis
slökkt sjálfur, þá kall-
ið umsvifalaust á
slökkviliðið í síma:
11100
Brennib ekki jólagleóina
Húseigendafélag Reykjavíkur
86 — JÓLABLAÐ