Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 115
framkvæmdum verður lokið sem
nú standa yfir, mun dýpi vatnsins
verða um 40 metrar, ummálið 80
kílómetrar, yfirborðið 240 fer-
kílómetrar og vatnsmagnið — að-
eins 5 teningskílómetrar. Þetta
þýðir, að dýpi minnkar um meira
en helming, ummálið verður inn-
an við þriðjung þess sem það
upprunalega var, yfirborðið að-
eins sjöttipartur og vatnsmagnið
einn tólfti. Með tilliti til þess, að
vatn þetta hefur löngum verið
talið meðal hins fegursta í lands-
fagi Armeníu, má ætla í fljótu
bragði að landsmenn færi nokkuð
dýra fórn á altari vélvæðingar og
tækni. En þeir virðast hafa gert
þetta upp við sig og útkoman
orðið sú að láta slag standa. Auk
hagnýtingar vatnsaflsins til raf-
væðingar og áveitna, sjá þeir líka
vissa kosti við það að minnka
Sevan-vatn. Fyrst má geta þess,
að 240 ferkílómetra vatn er svo-
sem engin smátjörn, og fegurð
vatnsins sjálfs — bláminn og
ferskleikinn sem löngum hefur
farið orð af víða vegu — mun
ekki glatast. Strendur þess, sem
tísa upp gróðurvana fyrst í stað,
munu smám saman klæddar
plöntum og trjám; áætlun er á
prjónunum um að reisa skemmti-
staði og auka á hvers kyns fegurð
landslags allsstaðar með strönd-
um fram. — En hvað þá um fisk-
inn? Þarna hafa landsmenn jafn-
Sjónvarpstækin skila
afburSa hljóm og mynd
FESTIVAL sjalusi
hetta nýja Radionette-sjón-
varpstæki fæst einnig rneS
FM-útvarpsbylgju. — Ákaf-
'ega næmt. — Með öryggis-
læsingu.
ÁRS ÁBYRGÐ
Radionette-verzlunin
Aðalstræti 18, sími 16995.
an veitt mikinn fisk, t.d. er sil-
ungurinn úr vatni þessu nafntog-
aður fyrir gæði (og það fékk ég
að prófa að er á rökum reist).
Um áframhaldandi fiskveiði er
víst allt gott að segja, var mér
talið. Það vill svo til, að gróður
sá sem fiskurinn nærist einna
helzt á, er einmitt á þeim botn-
slóðum sem ekki verður haggað
við. Læt ég svo þetta nægja um
tölvísi og tækni í sambandi við
þetta fræga vatn.
Við komum að Sevan þar sem
vatnið teygir sig Iengst til vest-
urs. Þar gengur nokkuð hár höfði
fram í lygnuna, tengdur landi
með eiði sem fer nú síbreikkandi
eftir því sem yfirborðið lækkar
samkv. áætluninni. Einu sinni var
höfði þessi eyja úti í vatninu. Uppi
á höfðanum eru a.m.k. tvær forn-
ar klausturbyggingar, en mjög
smáar og Iíkjast eiginlega ekki
klaustrum á vesturlandavísu held-
ur miðlungs sveitakirkjum á þar-
Iendan mælikvarða; en klaustur
skulu þær heita, og sama er mér
um það. Þetta eru hús frá níundu
öld, ef ég man rétt, og við spíg-
sporuðum í kringiim þau á með-
an verið var að sjóða silunginn
okkar á veitingastaðnum „í
landi"; en hvergi var inngengt í
þessar byggingar. Þær standa lok-
aðar, af hverju sem það nú er,
og svo virðist sem guð almáttug-
ur hafi ekki blásið Armenum í
brjóst að gera neitt fyrir þær ann-
að en láta þær eiga sig, sem
kannski er Iíka be2t. Annars hefði
ég ekkert haft á móti því að kíkja
innfyrir, einkum til að sjá hvern-
ig birtan væri í vistarverum sem
reistar voru í fyrndinni eftir þeirri
formúlu Bakkabræðra að hafa þær
svotil gluggalausar með öllu.
En gangan út í höfðann olli
síður en svo vonbrigðum; þaðan
er ágæt útsýn yfir Sevan-vatn og
umhverfi þess. Og óhætt er að
segja í sem fábreyttustum orð-
um, að ekki er að undra þótt vatn
þetta hafi verið nefnt „hinn blái
bikar". Spegilslétt og blátært var
það þennan lygna og bjarta okt-
óberdag. Öldur þess geta ýfzt
mjög í vetrarveðrum, er mér
tjáð. En þarna blasti það við, sælt
og kyrrt, í þögn og friði. Eitthvað
olli því, að mér komu Þingvellir
í hug; þó er mér ekki kunnugt
um að hér syðra hafi gerzt nein
sambærileg saga. En kannski var
það kyrrðin ein — og sú tilfinn-
ing, að tíminn standi kyrr — sem
þeim hugrenningatengslum olli.
Ég tók steinvölu upp úr veg-
slóðanum á niðurleiðinni og stakk
í vasa minn. Hún liggur nú á
hillu heimahjá mér — og fyrir til-
viljun ekki langt frá annarri stein-
völu, sem ég eitt sinn hafði stung-
ið í vasann á ferð um traðir sögu-
frægs biskupsseturs norður á
íslandi.
Hér gæti svo farið að koma
amen eftir efninu. Eftir er aðeins
að þakka fyrir það ágæta tæki-
færi sem ég fékk til að sjá það
fagra land Armeníu og þess á-
gætu þjóð; og fyrir hlýjar mót-
tökur og elskusemi sem mér var
hvarvetna sýnd í ferðinni.
Elías Mar.
Jólasveinninn
vill
minna yður á
að sonda jólag'laðninginn tíman-
lega, því ílugíragt kostar oft
meira en innihald pakkans.
Allar sendingar fulltryggðair
Sendum um alan heim. •—
Ennfremur viljum við mitma sér-
staklega á, fjölbreytt úrval af
Bing og GrömlaM jxtstulínsvör-
um og jólaplattann.
Rammagerðin, Hafnarstræti 5 og 17,
Hótel Loftleiðir og Hótel saga.
öskum öllum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla
KR. ÞORVALDSSON & CO.
Grettisgötu 6 — simar: 24730 og 24478.
JÓLABLAÐ — 115