Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 73

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 73
myrkur. Giovanni vafði vasa- klút um fingur sér og gizkadi á að eitruð fluga hefði stungið sig, enda svíaði svo hann gat aftur farið að sökkva sér niður í draumórana um Beatrice. Auðvitað bauð þessi fyrsti samfundur þeirra öðrum heim, og svo koll af k'olli, og svo oft hittust þau þarna, að það mátti heita daglegur viðburður, enda lifði hann og hrærðist ekki í öðru. Og dóttur Rappaccinis var eins farið. Hún beið hans með óþreyju dag hvern, og flaug á fund hans með jafn miklu trún- aðartrausti og hefðu þau verið leiksystkin frá bernsku — og væru það enn. Stundum stóð hún undir glugga hans og kall- aði með hljómskæru röddinni sinni: „Giovanni, Giovanni! farðu nú að koma, eftir hverju ertu að bíða?“ Og hann lét ekki segja sór þetta tvisvar, heldur skundaði niður í paradís þessa svo algróna eitruðum grösum. En hve kunnuglega sem hún vék að Giovanni, setti hún þó ætíð þær skorður við nánari kynnum, sem svo fastar voru, að Giovanni’ þorði aldrei að því að ía, og varla að hann leyfði að sér kæmi það í hug. Samt varð ekki annað séð en að þau elskuðu hvort annað svo sem mest mátti verða, og svo sem vænta mátti gátu Þau lesið þetta ótalaða orð hvort í annars augum, sem of heilagt var þeim til að fleipra því, og þó að það lægi beim á tungu svo að heyra mátti í hverjum raddblæ, eins og greina mætti að undir byffgi falinn eldur, þá höfðu varir þeirra aldrei mætzt, né hendur þeirra, né nokkur ástaratlot farið á milli þeirra nokkru sinni. Aldrei hafði hann snert minnsta fingri þessa bjö"tu lokka, né klæði hennar, aldrei hafði vindurinn feykt að honum faldi né slæðu, svt> vel var þess gætt að engin snerting yrði. í þau fáu skipti sem svo virtist sem Giovanni ætlaði að fara yfir mörkin, varð Beat- rice svo döpur og reigingsleg, og vék undan með svo frávísandi látbragði, að ekkert orð þurfti að segja, þetta nægði. En í hvert sinn greip hann svo hat- ramlegur grunur, eins og ó- vaettur risi móti honum og starði á hann, að ást hans lok- aðist af, þynntist eins og dagg- arúði í morgunbjarmanum, grunurinn einn varð eftir. En þegar aiftur birti yfir svip Beat- rice eftir að bennan skugea hafði dregið yfir, ummyndað- ist hún í einu vetfangi, varð aftur að fagurri og elskuverðri mey, sem honum fannst hann þekkja til fulls og betur en nokkuð annað. Nú var nokkuð langt um liðið síðan Giovanni síðast sá Bagli- one. Svo var það á einum murgini, að Baglioni birtist heima hjá Giovanni, hinum síð- arnefnda til meiri undrunar en gleði, enda haíði hann tæplega minnzt þess á undamförnum vikum, að prófessor þessi væri til og hefði helzt viljað geta gleymt honum að fullu. Því svo altekinn var hann orðinn af Beatrice, að honum fannst allt verða sér til óþæginda, sem á nokkum hátt fór í bága við þetta sálarástand. Og bjóst hann við engu góðu aif prófessor Baglioni. Gesturinn talaði fyrst um daglega viðburði í borginni, og háskólanum, og sagði fréttir, en sneri brátt talinu að öðru efni. „Ég var héma á dögunum að lesa í bók eftir einn af gömlu höfundunum“, sagði hann, ,,og þar fann eg söguna, sem ég las með mikilli eftirtekt. Líklega kannist þér við þessa sögu. Það er saga af indversfcum þjóð- höfðingja, sem sendi Alexander mikla undurfagra konu að gjötf. Hún var björt sem morgunn og fögur sem sólarlagið, em það sem gerði hana engri annarri konu líka var andardráttur hennar, því hann var svo þrunginn ilmi, að engin af rós- um Persíu gat jafnast á við það. Alexander varð þegar eldskotinn f stúlkunni, —þakka skyldi honum — en svo vildi til, að lærður læknir, sem þar var viðstaddur, fann hvílíka hættu kona þessi bar í sjálfri sér fyrir alla aðra menn“. „Og hvað var það?“ spurði Giovanni, og Ieit niður fyrir sig til þess að komast hjá því að mæta augnaráði prófessors- ins. „Svo var mál með vexti“, sagði Baglione með áherzlu, „að stúlka þessi hafði verið alin á eitri Sná barnæsku, unz hún var orðin því svo samigpóin, að hún var sjálf orðin baneitruð. Eitur var eðli hennar. Með ilminum sem hún andaði frá sér, spillti hún andrúmsloftinu. Hver mað- ur sem hefði viljað faðma hana hefði orðið að gjalda fyrir það með lífi sfnu. Er þetta ekki undui"samlag saga?“ „Bamasaga,“ svaraði Gio- vanni, og þaut upp af stóln- um. „Ég skil ekki hvemig þér, hálærði prófessor, getið nennt því að lesa slíkt þrugl, ætia mætti að þér hefðuð öðrum þarfari bókum að sinna“. „Meðal annarra orða,“ svaraði prófessorinn, „hvaða undarlega lykt er þetta héma inni? Er það ilmurinn úr hönzkunum yðar? Hann er að vísu daufur, en ekki alls kostar þægilegur. Ef ég ætti að anda honum að méir lengi, mundi mér verða illt. Hann líkist blómailmi, en hér eru engin blóm“. „Hér eru engin blóm“, svar- aði Giovanni, sem hafði ná- fölnað undir ræðu prófessors- ins, „enda held ég þessi ilmur sé enginn til nerna f ímyndun yðar, prófessor. öll þefjan er jafn háð sálairástandi sem á- hrifum að utan, og það er auð- velt að villa um fyrir sér með því. Endurminning um ilm er líkleg til að valda því, að ÞÉR SPARIÐ MINNST 30% ÞAR SEM ÍVA ER FYLLILEGA SAMBÆRILEGT AÐ GÆÐUM VIÐ BEZTU ERLEND LÁGFREYÐANDI ÞVOTTAEFNI ★ ★ ★ ★ ★ HAGSÝNAR HÚSMÆÐUR VEUA ÞVÍ AUÐVITAÐ ÍVA fslenzk úrvalsframleiðsla frá F R I G G íva er lágfreyðandi íva leysist upp eins og skot íva skolast mjög vel úr þvottinum íva þvær eins vel og hugsast getur íva er lang-ódýrasta lágfreyðandi þvottaefnið á markaðinum J ÓLABLAÐ — 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.