Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 48

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 48
British Museurn í London. Aðalinngangur og forhlið safnbyggingarinnar miklu. EIN LÍTIL KATTARSAGA Vorn-egypzk steinmynd. „— Einn af starfsmönnum British Museum var köttur. Af honum verð ég að segja, enda hefur Slr Wallis Budge, yfir- maður egypzku og assyrisku deildarinnar ritað ævisögu hans. Ekki veit ég til, að nokkurann- ar köttur í heiminum hafi orð- ið svo frægur, að vísindamaður sýndi honum slíkan sóma. Einn dag gekk Sir Wallis of- an tröppurnar frá súlnagöngun- um, sem eru forhlið British Museums. Þá kom köttur, sem hann hafði aldrei séð, með kett- ling í kjaftinum, lagði hann fyrir .fætur hans og hljóp burtu. Vísdndaimaðurinn tók á sig bá á- byrgð, sem kisa lagði á herð- arhonum, og ól kettlinginn upp, vel og vandlega. Þegar hann var fullorðinn, hafði Sir Wallis hann með sér í hinu mikla safni. Fann hann fljótt, að hann var gjörólíkur öðrum köttum. Ótilkvaddur tók hann að sér að vera dyravörður. Við flest- alla þá frá öðrum löndum í heimi, sem leituðu fróð'eiks í safninu, var hann góður og strauk sig upp við þá- Hann malaði, t.d. bogar ég klapnaði honum. En við fáeina menn var hann úfinn, hvæsti og lét illa. Sir Wallis sagði, að hann sæi utan á mönnum innræti þeirra, væri úfinn við þá, sem eftir hans kattarviti, byggju yfirein- hverju illu. Kisi fékk að sofa á næturn- ar innan uim 6 miljónir bóka á safninu, þvi vart hafði orðið við mýs. Vaidi hann sér þá stórar bækur, innbundnar f mjúkt leður, til að sofa á, en aldrei sást, að hann hefðd sett klærnar í bók eða skemmt hana. Aftur á móti fundust opnar bækur, sem enginn nemia hann gat hafa flett upp á næturþeli, en sagt er að kettir sjái eins vel í myrkri og dags-birtu. Voru stundum svo mikil brögð að þessu, að starfsmenn safnsins spurðu á morgnana: ,,Hvað hefur Mike“ — svo hét hapn — „verið að lesa í nótt?“ Meðal bóka, sem hann fíetti upp, voru stórar bækur, með myndum um trúarbrögð Egypta. Mike drap afllar mýs, en át þær ekki, því að hann var matvandur. Sir Wa.llis tók eftir því, að Mike fór stundum kró'kaleiðir inn í egypzku deildina, settist fyrir framan kattgyðju og sat um stund 'í hugleiðingum. Fór Sir Wallis þá að gefa Mike þann mat, er gefinn var hedl- ögum köttum á Egyptalandi fyr- ir 3000 árurn. Þá held ég nú, að Mike hafi malað. Nú loksins skildi vísindaimaðurinn hvers kyns var, og Mike varð smám saman mesta átrúnaðargoð í safninu. Var hedtið á hann eins og Strandarkirkju — og gekk efitir. Frægð hans barst nú um alla Evrópu, Asíu og Ameríku, þvl menn þaðan kcmu á safnið og kynntust Mike. Mér var hann góður og tryggur alla ævi. Eft- ir 20 ár fánnst hann einn morg- un örendur á dýrindisbók. „Eg vildi, að ég gæti enft eitt- hvað af þeim fróðleik, sem Mike hefur öðlazt í safninu", sagði einn starfsmeður safnsins. Sir Wallis Budge ritaði ævi- sögu vinar síns: „The life of Mike, the Museum Cat“. Mike kom á safnið sem kett- lingur f febrúar 1909 og dó f febrúar 1929. Sir Wallis segir: „Nú er hann farinn aftur í heimkynni sín á Egyptalandi. Hvemig ætli honum hafi litizt á heiminn á 20. ödd?“ Allir, sem þeikktu Mike, sökn- uðu hans. Sir Wallis hefur gróð- ursett egypzkar jurtir á gröf hans í garði sínum. Ævisaga Mike’s seldist upp sama dag og hún kom út. Eins hefur farið i hvert sinn og hún var endurprentuð . . ÚR ÆVIMINNINGUM DR. JÓNS STEFÁNSSONAR 48 — JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.