Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 99
eða önnnr minnismerki um hern-
að og keimlíka stoltarmennsku
úr sögu þjóða. Þannig á Osló sína
' kóngshöll fyrir enda Karls Johans-
götu, París sinn sigurboga á
Champs Élysées og Reykjavík
sína Morgunblaðshöll fyrir enda
Austurstrætis, svo dæmi séu nefnd
tun það sem stendur viðkomandi
þjóðum — eða a.m.k. bæjarfélög-
';um — hjarta næst.
Eins og áður hefur verið nefnt
er höfuðbreiðstræti Érevan-borg-
ar kennt við Lenín, löng gata sem
nær um borgina þvera. Þetta er
mjög fögur og breið tröð, enda
eru við hana ýmsar helztu bygg-
ingar staðarins, svo sem hið mikla
óperu- og ballettleikhús sem
kennt er við tónskáldið Spendíar-
jan og hlaut sem arkítektúr gull-
verðlaun þau hin meiri á heims-
sýningunni í París 1936; Tón-
leikahöll armensku fílharmóní-
unnar rís þarna líka; og að sjálf-
sögðu fagurleg stytta af Vladimír
Ujitsj Lenín. En nú kynni ókunn-
úgur að spyrja: Hvað reisa Ar-
menar þá fyrir enda jafn virðu-
legrar götu í höfuðborg sinni?
Minnismerki? Verksmiðju í tákni
nútímans og tækninnar? Nei,
hvorugt þetta. Svarið við spurn-
ingunni fer ekki hjá því að snerti
viðkvæma taug í íslenzkum ferða-
manni á þessum slóðum: þeir
hafa reist þar hús yfir handrit sín.
Hús, segi ég, en varla þarf að
taka það fram að réttara væri að
segja höll; og í þessu tilfelli fer
' ekki illa á því, einnig með tilliti
til staðsetningar, að byggingin er
ærið monúmental í sniðum. stíll-
inn þjóðlegur með bogadregnum
, háum gluggum á mjög jafnkant-
aðri forhlið (slíkir bogar eru mjög
húsa-
' sérkennandi fyrir ermska
gerðarlist forna og nýja).
j- ,
Ég hafði áður tekið eftir þess-
> ari miklu byggingu fyrir enda
götunnar langt í burtu, þar sem
það rís yfir umhverfi sitt í atlíð-
andi brekku. Glæsileiki þess verð-
I
ur þó meiri eftir því sem nær
' dregur. Ekkert hefur verið til
sparað að veita traustan og virðu-
legan umbúnað þeim dýrgripum
sem þessi forna menningarþjóð á
' einna mesta. í þessu sambandi er
ekki úr vegi að geta þess, að fyrir
byltingu var ails ekkert safn fyr-
irfinnanlegt í öllu landinu sem
því nafni gat nefnzt. Höll sú sem
hér um ræðir var reist um miðjan
áratuginn síðasta, teiknuð af
Mark Grigorjan og er hlaðin úr
slétttilhoggnum basaltblokkum,
umleikin víðlendub trjágarði.
Sjálft húsið er fullgert fyrir löngu,
en þó er enn unnið að skreytingu
þess með nokkrum hætti: Útifyrir
eru listamenn að höggva til viða-
mikiar stytmr af þeim mönnum
sem einkum koma við sögu
ermskra bókmennta á liðnum öld-
um; ætlunin er að koma þeim
fyrir við forliliðina til upplífgun-
ar, og er þegar búið að reisa a.m.k.
tvær. Ofhlæði í myndastyttum er
víti til að varast, eins og Frogner-
garðurinn í Osló er himinhróp-
andi dæmi um, en einhvernveg-
inn grunar mig að armenskum
Iistamönnum takist að forðast slík
mistök, góðu heilli, þrátt fyrir
þetta plan.
Hvað er svo að sjá innandyra
i þessu merka safni?
Þarna eru geymd um tíu þús-
und handrit, sem talin eru einstök
að menningar- og listgildi og
dýrgripir sem slíkir á heimsmæli-
kvarða. Fram til síðustu tíma hafa
mörg hver varðveitzt í armensk-
um klaustrum, svosem í Aghpat,
Sevan og Echmiadzin, en einnig
hafa þau borizt erlendis frá úr
söfnum sem komizt höfðu hönd-
um yfir þau gegnum aldirnar.
Mikill hluti þeirra hefur aldrei
verið rannsakaður vísindalega
fyrr en nú, heldur hafa þau verið
lokuð niðrí skúffum eða sem
vendilegast geymd í rakaþéttum
umbúðum — og iðulega vanmet-
in, tálin hafa lítið gildi framyfir
það að vera gamlir skráútmunir.
Elztu handrit safnsins eru reynd-
ar ekki nema brot, sem sum hver
hafa fundizt í umbúnaði annarra
og yngri handrita; slíkt er algengt
fyrirbæri, og hafa íslenzk hand-
ritaslitur verið að finnast með
þessum hætti framundir það síð-
asta.
Þarna mun elzta handritsbrotið
vera frá 5. öld, og fannst í bindi
frá 1283 ásamt öðrum handritum
frá 6. og 7. öld. Þarna eru sömu-
leiðis Ritningarhandrit frá árun-
um 1053 og 1193, og enn eitt frá
1411 með hebreskum nótering-
um á spássíum. Meðal merkis-
gripa safnsins er einnig Alexand-
arssögu-þýðing á armensku frá
15. öld, myndskreytt fagurlega. í
því handriti fannst slitur af öðru
tyrknesku frá 1280, sem reyndist
vera 7. aldar þýðing úr grísku á
„Ræðum um gott og illt" eftir
Zeno einhvern; þótti sá fundur
mikill viðburður í Armeníu, því
menn héldu að þarna væri kom-
inn texti eftir hinn fræga gríska
heimspeking, hvers textar munu
löngu glataðir; en sú von er tal-
in harla bágborin, því að fróðir
menn telja að til forna hafi fjöl-
margir heimspekingar verið uppi
með því nafni, svo að lítil líkindi
séu fyrir því að Zeno hinn gríski
hafi hér um fjallað.
í safninu eru sömuleiðis mörg
forn handrit frá Grúsíu og Azer-
baijan. Þannig kom t.d. nýlega í
Ijós heilt safn ljóða eftir azer-
baijska skáldið Nizami á þjóð-
tungu hans. Nefna má einnig
fimm bindi ljóðaflokksins
„Khamseh" frá 1560, og heildar-
safn Ijóða úzbekizka skáldsins
Alisher Navoi frá 1499. í heim-
speki má finna fornar þýðingar á
verkum Aristotelesar ... Ann-
ars er fjölbreytni handritanna
mjög mikil; þarna eru varðveitt-
ar heimildir um sögu, Iæknislist,
bókmenntir, heimspeki, stærð-
fræði og stjarnfræði, að ógleymdri
þeirri myndlist sem þau iðulega
eru i skrauti sínu og búnaði. Að
sjálfsögðu er aðeins lítið brot
uppi við undir gleri til sýnis fyrir
gesti og gangandi, kannski helzt
það sem tilkomumest er fyrir aug-
að og kann að vekja furðu og
hrifningu ferðamannsins. Mér er
minnisstætt, að ég sá þarna þá
minnstu bók sem ég hef augum
Iitið, það hefði mátt fela hana í
lófa sér; máski hef ég heldur
ekki á öðrum stað séð stærri bæk-
ur, og áreiðanlega ekki skraut-
legri.
Armenskt letur er með öllu ó-
tilkvæmilegt öðrum en þeim sem
Iært hafa ermska tungu. Ógern-
ingur var því að ímynda sér að
öllum jafni hverskonar litteratúr
bar fyrir augað; þar var ekkert
við að styðjast fyrir afglapa utan
af íslandi nema skreytingarnar.
Oftlega voru þær af mönnum í
herklæðum, ellegar af guðdóms-
persónum svosem englum, djöfl-
um og prestum, en samt þóttist
ég taka eftir einu: furðuoft sam-
anstendur skreytingin af blómum
Framhald á bls. 114.
JÓLABLAÐ — 99