Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 83

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 83
er þeir Ólafur Tryggvason og Óta keisari í Þýzkalandi unnu Dana- virki við Slés, hún tæpir á þessu, en Oddur munkur veit full skil á þessu í sinni sögu, og það hefði Snorri þekkt og ritað ef hans væri hér við að geta. Þegar búið er að rannsaka Heimskringlu sést hvernig bókin er gjörð. En það er bezt að athuga það fyrst, að Klængur biskup kemur í Skálholt 1152. Hann kemur frá Hólum og hefur verið þar á dögum Jóns Ögmundssonar, kom til hans 12 ára gamall, og er síðan með Katli Þorsteinssyni á Hólum, og nú hefur hann þann vitnisburð að hann er hið bezta skáld og hafi ritað margar bækur, er enn sjást á Hólum og víðar. Það er tekið fram, að hann hafi orðið hinn bezti vinur Jóns í Odda Loftsson- ar og Gissurar Hallssonar í Haukadal, Sæmundur fróði er dá- inn fyrir 19 árum, en fræði hans og ef til vill fleiri Oddaverja eru í Odda og Eyjólfur Sæmundsson á lífi, frægur prestur. Þárna er tekið til að gera hina miklu kon- ungabók. Notuð er konungaævi Ara fróða, Ynglinga saga. Svo veit maður það að Sæmundur fróði samdi konungabók. Um hana get- ur Oddur munkur og tilfærir úr henni kafla. Hún hefur náð til dauða Magnúsar góða e.t.v. 1045. En saga Sigurðar Jórsalafara d. 1131, sýnir að samtíðarmaður hefur skrifað hana en Sæmundur dó 1133. Svo veit maður um Hryggjarstykki Eiríks Oddssonar, sem beinlínis er getið um í Heimskringlu, að sé heimild að sögu nokkurra konunga og hefur hún náð til 1163 að Hákon herðibreiður er fallinn, og Erling- ur og Magnús sonur hans ráða ríkjum. Þeirra sögu skrifar kannske Karl ábóti, sem áður er lýst. Karl ábóti var í Skáiholti á þessum tíma og ætla má að hann eigi mikinn þátt í að samræma stíl Heimskringlu, sem þó ekki er fullsamræmilegur. Þannig gengur orðið „samna" í staðinn fyrir safna í gegnum alla Heimskringlu og Sverrissögu líka, og í þeim bókarkafla, sem Oddur munkur tilfærði eftir Sæmund fróða, er enn orðið „samna". Það ritar Sæ- mundur fyrir 1130. Það orð er gengið úr notkun á 13. öld, en kemur fyrir í Gylfaginningu í Snorra-Eddu, og sýnir einungis hvaðan fræði þeirrar bókar eru ættuð.1) Hér á það ekki við að minnast á vitleysurnar, sem búið er að hrúga upp um Heims- kringlu, en það kemur þessu máli við, að ef Snorri hefur skrifað Heimskringlu, þá hefur hann stytt sögur, svo sem Ólafs sögu Tryggvasonar. Þetta er ekki vílað fyrir sér að álykta og síðan að gera að vísindum í samábyrgð. En þetta er alrangt, stytzta bókin er elzt, og alltaf er bætt í fræði bók- ar. Og Ólafs saga Tryggvasonar í Heimskringla er stytzt, lengri er Odds saga munks um 1190 og lengst saga Gunnlaugs munks eftir 1200. Og svo eru það orðin vísindi að rithöfundar hafi stytt fræðibækur! Þess er von, þegar endilega þarf að trúa því að Snorri hafi ritað Heimskringlu, hvað sem hver segir og hvað aug- ljós sem sannleikurinn er í mál- inu. Styttingarvísindi eru af því *) Og þeir sem þýða Ólafs sögu Odds munks fyrir 1200 nota orð- ið safna en ekki samna og hefur Karl ábóti notað orðið í Sverris- sögu eingöngu í stíl við hinar fornu konungasögur, þ. e. Heims- kringlu. runnin að því er trúað að Snorri hafi stytt konungasögur, og þá skal heldur búa til afturábak fræði, í staðinn fyrir að hafa það, sem er algildur mælikvarði á ald- ur bóka, og við blasir, að Ólafs saga Tryggvasonar í Heims- kringlu er elzt af Ólafs sögum, og ákvarðar aldur Heimskringlu um 1170, að megin stofni. Og sýnir öll gjörð bókarinnar að hún er safnrit og margir menn um vélað á Iengri tíma, og hafi þó líklega samið mest Ari fróði og Sæmundur og kemur orðið „átt- bogi" fyrir í Ólafs sögu Tryggva- sonar. Verður hér nú að fleiru vikið þótt í molum verði að vera. Þótt eigi þyrfti lengra þetta mál að þæfa en til þeirrar óræku vissu sem hér er komin í Ijós, að búið er að semja Heimskringlu áður en Karl ábóti ritar Sverris sögu um 1185, þá má þó á enn margt benda er allt lýtur að því sama, að Snorri Sturluson hefur ekki samið bókina. Ég held að ég hafi ekki rekið mig á það, að talið sé að Heimskringlu sé getið á ákveðnum tíma fyrr en Lárus Hansen kom með hana í dagsljós- ið, eins og áður sagði 1548. Vísað er til konungasagna í Þórðar sögu JÓLABLAÐ — 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.