Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 32
Allir þekkja leikritahöfundinn
og skáldið, snillinginn August
Strindberg. Hitt er ef til vill á
fœrra vitorði að hann náði mjög
góðuni árangri sem listmálari. Lét
sér jafnvel til hugar koma að lifa
af því að mála.
Hann hafði þegar árið 1870
kynnt sér verk Constable og
Turners gaumgasfilega, virtist
hafa mestan áhuga á þeim. Fyrstu
myndir hans frá þessu tímabili
sýna þó ekki mikil tilþrif.
En eftir að hafa lagt málara-
listina á hilluna í 15 ár tekur
hann aftur að mála árið 1890. Þá
vinnur hann með allt öðrum hxtti
en áður, er baiði frumlegur og
sérstœður málari. Beri rnaður
saman myndir hans og t.d. Holger
Drachmanns, Sophus Clausens og
Karen Blixen, sem einnig fengust
við að mála, stendur hann þeim
miklu framar, bceði kann hann
betur til verka og er miklu frum-
legri og sterkari, að því er dóm-
bœrir menn segja.
Grein sú er hér fer á eftir birt-
ist fyrst í REVEU DES REVUES,
París 1894. Upphaflega hafði
Strindberg skrifað hana á heldur
slœmri frönsku, en vinttr hans,
Lauseau, fór yfir hana og endur-
bxlti. Þýð.
AUGUST STRINDBERG:
Ný listform
og
listsköpun
Það er sagt að malajar bori göt
á bambustrén sem vaxa í skógun-
um þeirra. Stormurinn kemur og
þá leggjast þeir á jörðina og
hlusta á hinar villtu sinfóníur,
sem hljóma frá vindhörpunum.
Þá gerist dálítið undarlegt: Hver
fyrir sig heyrir sérstakt lag, allt
eftir því hvaðan vindurinn blæs.
Það er vitað að vefnaðarvöru-
framleiðendur nota kviksjá þegar
þeir leita að nýjum munstrum, og
láta hendingu ráða hvernig lit-
irnir raðast.
í fyrsta skipti sem ég kom til
Marlatte, þeirrar þekktu iista-
mannanýlendu, gekk ég inn í
borðsalinn til þess að skoða hin
frægu, myndskreyttu þil.
Og hvað sé ég: Konumynd,
aðra mynd af unglegri roskinni
konu, o.s.frv. Þrjár krákur á einni
og sömu grein.
Þetta eru mjög vel unnin verk.
Þau eru auðskilin við fyrstu sýn.
32 - JÓLABLAÐ
Tunglskin. Skært tungl, sex tré,
kyrrt, spegilslétt vatn. Auðvitað
er þetta tunglskin!
En hvað eru svo þessar myndir
þegar allt kemur til alls? Það er
þessi ásækna spurning, sem gefur
fyrstu nautnina þegar maður horf-
ir á myndirnar. Næst er að leita,
finna og sigra, og þegar ímynd-
unaraflið er komið vel af stað
fyllist maður hamingju.
Hvað gerist? Málarar segja:
„Grattures de palette", sem þýðir
að þegar málarinn hefur lokið
mynd, safnar hann Jitaafgöngun-
um saman, og ef hann langar til
gerir hann úr þeim nýja mynd,
býr til eitthvað alveg út í bláinn.
Frammi fyrir þessum veggfleti
í Marlatte stóð ég gagntekinn.
Slíkt samræmi var í litavalinu,
eðlilegt og auðskilið samræmi,
enda allir litirnir teknir úr sömu
myndinni. Þegar málarinn er laus
við að leita að réttu Iitunum, get-