Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 97
barm; síðan virtist hún mjókka
niðrúr, unz hún endaði í nettum
tám. Hún var ljóðskáld.
Þetta var afar ræðin kona, og
fyrst í stað beindi hún orðum
sínum sér í lagi að túlkinum,
hálf-öfug í sæti sínu því að hún
sat fram í hjá bílstjóranum, en
við aftur í. Ég hafði engan sér-
stakan áhuga á þvi sem taiað var
á mér alls óskiljanlegu máli. En
brátt kom þar, að konan tók að
spyrja mig út úr um sjálfan mig
og verk mín; Sergei túlkaði. Ég
svaraði að venju sem allra fæstu,
en mér er ekki til efs, að þarna
bafði ég tækifæri til að rifja
upp efni og söguþræði nokkurra
skáldsagna, ef ég hefði kært mig
um; hinsvegar vék ég talinu að^-
íslandi og íslenzkri þjóð. í ljós
kom, að Metaksa hafði aldrei fyr-
irhitt íslending fyrr og viður-
kenndi að hún vissi í rauninni
ekkert um það fólk eða landið
þar norðurfrá, en hún var full af
áhuga, og mér er ljóst að þarna
hafði ég tækifæri til að þylja
langan sögufyrirlestur og landlýs-
ingu ef ég hefði verið maður til.
Þá mundi ég allt í einu eftir því,
að ég var með í vasa mínum eitt-
hvað 20 litpóstkort frá íslandi
sem ég hafði haft með mér að
heiman til þess að gauka að
krökkum; nú var svo sannarlega
stundin til að draga þau fram í
dagsljósið.
Þarf svo ekki að orðlengja það,
að Metaksa skáldkona var búin
að fá gleðilegan áhuga á öllu því
sem íslenzkt var og grandskoðaði
hvert kort og spurði spurninga,
en ég svaraði af beztu samvizku-
semi. Leið þannig góð stund, og
allur skáldskapur blessunarlega
gleymdur.
En svo var það við eitthvert
síðasta kortið, að vor ágæta fylgd-
arkona hætti að fletta, hætti
að spyrja og virtist jafnvel missa
málið um stund, en greip hendi
um barm sér og andvarpaði. Ég
teygði mig eilítið fram á við og
sá hún var að skoða mynd af
þremur persónum í íslenzkum
þjóðbúningum, tveim stúlkum og
ungum manni standandi útifyrir
Árbæjarkirkju.
„Þetta eru íslenzkir þjóðbún-
ingar," sagði ég til skýringar;
Sergei túlkaði.
„Aha," stundi konan lágt og
þagði. Svo spurði hún heitum
rómi og leit á mig sínum tinnu-
svörm augum: „Segið mér, eru
allir íslendingar svona bráðmynd-
arlegir eins og þessi maður á
myndinni?"
Ég lét liggja að því.
„Og eru þeir allir svona dá-
samlega ljóshærðir?" spurði hún.
„Margir — já, fiestir," svaraði
ég, í nafni góðrar landkynningar.
Konan smndi. Svo hristi hún
höfuðið og hélt áfram að fletta
kortunum, afmr og aftur þeim
sömu, því hún hafði ósvikinn á-
huga. Gaflinn á Árbæjarkirkju
varð oftar fyrir henni en önnur
kort í bunkanum. Það var mjög
heitt í bílnum, og næsmm mollu-
hiti úti. Skáldkonunni Metöksu,
sem var engu öðru vanari en þess-
um mikla hita, henni virtist næst-
um óþægilega heitt.
Svo renndum við í hlað í
Echmiadzin.
í HELGUM STEINI
Húsahvirfing sú í Echmiadzin-
byggðum sem við stefndum að, er
sízt af öllu samsafn rústa, ef ein-
hver skyldi hafa dregið þá álykt-.
un af því sem sagt var hér að
framan. Hér er um að ræða hvorki
meira né minna en einhverja sér-
kennilegustu stofnun sem fyrir-
finnst í Sovétríkjunum: höfuðból
armenskrar kirkju, prestaskóla og
klausmr, aðsetur súprem-patríark-
ans þar syðra, þess sem er kaþol-
íkos að nafnbót, en heitir annars
Vazgen I.
Mér gafst ekki kostur á að
skoða þessar byggingar að neinu
ráði, enda fór ég ekki fram á
slíkt; utan eina byggingu æfa-
forna, höfuðkirkjuna á staðnum,
sem er næstum 17 alda gömul að
stofni til.
Þetta er ekki ýkjastórt hús sam-
anborið við ýmsar stærðarkirkjur
kristins dóms, en hinsvegar munu
ekki mörg guðshús í álfunni vera
eldri að árum. Ég minnist þess
ekki á smndinni að hafa komið
inn fyrir dyr í fornari byggingu,
og óhætt er um það, að sú tilfinn-
ing sem greip mig þar inni var af
JÖLAINNKAUP
Því fyrr — því betra,
fyrir yður — fyrir okkur.
Sömu góðu vörurnar.
Sama lága verðið.
Betri búðir — meiri hraði.
Sífelld þjónusta
Betri þjónusta.
Bara bringja
svo kemur það.
Sífelld þiónusta
Betri þjónusta
tilUaUöldi,
JÓLABLAÐ — 97