Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 19
stefnu sem allsráðandi var orðin eftir aldamótin. En Macpherson fékk ekki Iengi að njóta sigursins. Mikill bók- menntakappi, Samuel Johnson, hóf upp raust sína árið 1775 og lýsti Ossíankvæði fölsun og Mac- pherson bófa með þeim tilþrif- um, sem honum voru eiginleg. Það hófust deilur mjög skæðar: hér er til að mynda ívitnun í bréf frá Johnson til Macphersons, sem reynt hafði að bera hönd fyrir höf- uð sér: „Ég hef fengið heimsku- legt og blygðunarlaust bréf yðar. Ég tel bók yðar fölsun og fer ekki af þeirri skoðun; hótanir einhvers drullusokks fá mig aldrei ofan af þeim ásetningi mínum að afhjúpa svik og fals". Macpherson fór mjög halloka í þessari viðureign og dó 1796, meðan málið var enn í rannsókn. Það var ekki fyrr en um 40 árum síðar að fölsunin var endanlega sönnuð. En hinn skozki kennari og fræðimaður hafði engu að síður skilið eftir sig merkilegra spor í bókmenntasögu en flestir aðrir sem stundað hafa hina flóknu iðju bókmenntalegrar föls- unar. MANNVÍG l HEIMSBÓKMENNTASTRÍÐl Bæði fordæmi Ossíans og vax- andi eftirspurn eftir skáldskap um mikilfenglega fortíð þjóða höfðu mikil áhrif, ekki sízt þegar kom fram á nítjándu öld. Þannig hafði til að mynda tékknesk þjóð- ernishyggja, sem var að fæðast í þeim Bæheimi er þá laut stjórn austurrískra Habsborgara mjög fróðlegar bókmenntalegar afleið- ingar. Árið 1816 fann stúdent í Prag, Josif Linda, að viðstöddum ung- um vini sínum, Vaceslav Hanka, innan á kápu gamallar bókar brot úr handskrifuðu kvæði. Við at- hugun kom í Ijós að textinn var skrifaður ofan í annan texta, sem máður hafði verið út, en það olli ekki hinum ungu sérfræðingum teljandi áhyggjum. Þannig byrj- uðu tilveru sína nokkrir sögulegir og ljóðrænir söngvar sem kallaðir voru „Ástarsöngvar Vaclavs kon- ungs." Ári síðar komst hnífur Hanka heldur betur í feitt. í smábæ við Elbu, Kralevdvúr, komst hann upp í kirkjuturn einn og rótaði þar í handritakofforti. Þar fann hann skinnhandrit með kvæðum frá 13. öld. Þau báru ekki slor- leg nöfn: „Pólverjarnir reknir frá Prag", „Innrás Saxa í Bæheim," „Innrás tatara á Mæri" og fleira gott. Þetta var fundur sem um munaði, Og einmitt það sem vantaði: söguleg hetjukvæði, bar- átta þjóðarinnar fyrir sjálfstæði. Kralevdvúrhandritið hóf frægðar- feril sinn um Evrópu — árið 1843 var það meira að segja gefið út á átta tungumálum. En ýmislegt þótti-dularfullt við fundi þessa, og árið 1847 létu ýmsir vísindamenn efasemdir sín- ar í ljósi með mjög ákveðnum hætti. Þar með hófust miklar deil- ur, því tékkneskir fræðimenn vildu ógjarna verða af þessum þjóðkvæðum sem eðlilegt var, þar eð tékkneskt þjóðerni stóð fremur höllum fæti í ríkinu. Margir héldu ótrauðir áfram að setja saman vísindalegar rann- sóknir á handriti Hanka — þótt aðrir bentu á undarlegar hreins- anir í því, gyllingar og skraut. Málið leystist að lokum með sorglegri hætti en við mætti bú- ast. Árið 1911 hélt prófessor að nafni Pic til Parísar þar sem Kra- levdvurhandritið var geymt. Próf- aði hann handritið með efnafræði- Iegum aðferðum og birti niður- stöður sem sönnuðu að það var falsað. En trúaðir menn á hand- ritið létu sér ekki segjast. Þeir birtu grein þar sem bornar voru brigður á vísindalega verðleika Pic, með þeim afleiðingum að degi síðar framdi hann sjálfsmorð. Þannig lauk þessu bókmennta- stríði, sem varð svo grimmdar- legt að það kom jafnvel til mann- víga. MERIMÉE BLEKKIR STÓRSKÁLDIN Næst þegar til tíðinda dregur af vettvangi óekta þjóðkvæða er að verki þekktur franskur rit- höfundur, Prosper Merimée. Árið 1827 kom út í París á frönsku „safn kvæða frá Illyriu" sem nefndist Gúzla, og fylgdi með að þeim hefði verið safnað í Bosníu, Króatíu og Herzego- vínu. í nafnlausum formála sagði, að söngvar þessir hefðu verið skráð- ir í borginni Zadra árið 1816 og Daudet: Bréf frd Maríu Magdalenu. Púsjkm — lét blekkfast. hefðu þeir verið fluttir af Iakinf nokkrum Maglanovic. Var og rakin ævisaga þessa öldungs og birt af honum mynd. Engu að síð- ur var hér um fölsun að ræða, og var Merimée þar að skemmta sér, sem fyrr segir. Þetta ballöðusafn hlaut öfugar viðtökur þeim sem Ossíanskviður höfðu haft á sínum tíma. Les- endur urðu ekki sérlega hrifnir, en skáld og sérfræðingar þeim mun ánægðari — Merimée var reyndar mjög fær maður og einna fyrstur franskra höfunda til að kynna sér slafnesk mál og þá þjóðlegan kveðskap. Þá voru uppi tvö skáld slafnesk sem voru þjóð- um sínum ekki minna virði en Jónas Hallgrímsson okkur: Adam Mickiewicz hinn pólski og Alex- andr Púsjkín hinn rússneski. Þeir sáu í Gúzla töfraorð hins þjóðlega kveðskapar og þýddu með mikilli list hina fölsuðu suðurslafnesku söngva Merimée. Hinn franski höfundur kom upp um sig sjálfur. Púsjkín fékk áhuga á því með hvaða hætti söngvunum hefði verið safnað og Merimée játaði allt saman í bréfi til sameiginlegs kuningja þeirra. Hann sagðist hafa sett ballöður þessar saman af þrem ástæðum: í fyrsta lagi hefði sig langað að gera grín að því „andrúmslofti fjarlægra staða" sem þá var í tízku, í öðru lagi hefði sig lang- að til að berja á reglum klassískra skáldskaparhefða og í þriðja lagi hefði hann verið fjárþurfi. Eigin- lega hefði hann ætlað til Illyríu til að safna þjóðlegum skáldskap en skort fé til fararinnar, hann hefði því haft endaskipti á hlut- unum: búið „þjóðkvæðin" til fyrst til að verða sér úd um ferða- fé. Merimée baðst velvirðingar á öllu saman, en sagði að einn róm- antískur höfundur hefði rétt til til slíks stráksskapar. En viti menn, þýðingar Púsjk- ins á þessum gerviþjóðkvæðum eru sumar með vinsælustu kvæða hans — a.m.k. eitt þeirra hafa rússnesk börn lært í skólum fram á þennan dag. ÁST Á SKÁLDKONU MEÐ DJÖFULSNAFNI Á ýmsum tímum hafa metm skemmt sér við það að búa til Framhald á bls. 103. JÓLABLAÐ — J9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.