Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 25
í Hótel Armeníu hafði mér
verið ætluð tveggja herbergja
vistarvera af lúxustagi, búin þægi-
legum húsgögnum og prýdd mál-
verkum. í þannig íbúð búa miðl-
ungsfjölskyldur á Norðurlönd-
um; innriforstofan var á stærð
við þau eldhús sem húsfreyjum
á íslandi finnst vera of stór. Þeg-
ar ég hafði komið töskunni minni
fyrir í þessari flottustu íbúð sem
ég hef haft um ævina, nennti ég
ómögulega að fara að sofa. Ég
hitti túlkinn minn niðri í lobbí-
inu og við tókum okkur kvöld-
göngu.
Ósköp var nú þægilegt að anda
að sér þessari suðrænu, gróður-
mettuðu hlýju. Það er engin furða
þótt við Norðurlandabúar verðum
barnalega hrifnir af því að fá
tækifæri til þess að njóta um-
hverfis og veðráttu eins og þeirr-
ar sem hér ríkir syðra um þetta
leyti árs. Einkum eru það
kvöldin sem reynast mátulega
lilý, mátulega svöl, fyrir lungu og
limi okkar norrænu barbaranna.
Og Ioftið í Armeníu er mjög tært
og ferskt, það gerir hæð landsins.
Þar getur reyndar verið breyskju-
liiti á daginn, en sjaldan moUa, að
því er mér var sagt. Þó ekki væri
nema af þeim sökum gæti ég vel
hugsað mér að dveljast langdvöl-
um á þessum eða svipuðum slóð-
um.
BIBLÍUFJALLIÐ
Elztu heimildir um byggð á
þessu landssvæði eru meira en
2700 ára gamlar, þótt varla sé
hægt að tala um þéttbýli fyrr en
á 15. öld okkar tímatals. Þá er
Érevan talin höfuðborg þess sem
í gömlum skrifum er nefnt Ara-
ratsland.
Vel á minnzt. Þegar ég fór árla
morguns á stjá til að skoða þetta
sólvermda umhverfi, hafði ég
ekki lengi gengið þegar túlkurinn
minn benti mér á fjall eitt mik-
ið sem birtist í sólarmistrinu og
ekki auðvelt að átta sig á í fljótu
bragði hvort heldur var í órafjar-
lægð eða mjög nálægt; það virtist
ekki hafa neitt samband við jörð-
ina. Varla þurfti að taka fram
hvaða frægðartindur þetta var, en
túlkinum þótti það samt vissara:
Þarna var komið biblíuf jallið
sjálft, Ararat. Fjall þetta er fyrir
þarlandsmenn eitthvað mildu
Matenadaran: „... Glcesileiki þess
verður meiri eftir því sem nxr er
komið. Ekkert hefur verið til spar-
að að veita traustan og virðulegan
umhúnað þeim dýrgripum sem
þessi forna menningarþjóð á
einna mesta ..."
annað og meira en gamalt nauð-
bjargarsker mannkindarinnar eft-
ir syndaflóð í dentíð. Það er
margfaldlega sögufrægt, og Ar-
menar telja sig „eiga" það, enda-
þótt það sé Tyrklandsmegin við
landamærin. Það hefur heldur
alls ekki alltaf verið svo, heldur
gengið á ýmsu; landamæri hafa
iðulega breytzt á þessum slóðum,
en Arinenar látið sig öngu skipta
í afstöðu sinni til fjallsins. Þeir
hafa þetta fjall sitt í skjaldarmerki
og á hverskonar öðrum merkjum,
og þeir flagga með það og nafn
þess í jafnvel ríkara mæli en við
flöggum með Heklu, Geysi,
Þingvelli og Árbæ samanlagt.
— Fræg er sagan af orða-
skiptum Tyrkja nokkurs og þá-
verandi utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna Maxims Litvinovs (sem
reyndar var ekki Armeni). Hinn
fyrrnefndi sagði það vera næsta
hlálegt að Armenar skyldu hampa
þessu fjalli í skjaldarmerki, þar
sem það væri alls ekki í Armeníu.
Litvinov svaraði um hæl: „Elsku
vinur, ég veit ekki betur en þið
Tyrkir hafið hálfmánann í ykkar
fána!"
RÁFAÐ UM GÖTUR
í heild er Érevan mjög fögur
borg, bæði vegna umhverfis síns,
bygginga og skipulags. Ég hefi í
fórum mínum þónokkrar heim-
ildir um sögu hennar, en það er
ekki ætlun mín að reyna að moða
úr þeim að sinni. Geta má samt
örfárra staðreynda til fróðleiks.
íbúar eru nú um 697.300, og
hefur tala þeirra hvorki meira né
minna en tuttuguogþrefaldazt á
röskri hálfri öld; á sama tíma hef-
ur flatarmál borgarinnar fimm-
tugfaldazt. Borgin er talin grund-
völluð árið 872 f. Kr. og frá 1920
hefur hún verið höfuðborg sov-
ézku Armeníu. Hvarvetna í
grennd úir og grúir af fornminj-
um, og merkar fornminjar eru
JÓLABLAÐ — 25