Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 85
fram í miðja þá sögu og margt er
þó sagt í tíðindum, en nú þurfa
engar vísur að fyígja til að stað-
festa frásögnina. Nú virðist það
auðsætt af sögunni að samtíða
maður skrifar hana, sem ekki þarf
að styðjast við vísur, heldur bein-
ar heimildir, er hann má sjálfur
þekkja og má hér ýmislegt tilfæra
er þetta má styrkja. Þá koma sög-
ur Magnúsar blinda sonar Sigurð-
ar Jórsalafara og Haraldar gilla,
er tjáðist bróðir Sigurðar og son-
ur Magnúsar berfætts. Þá Inga
saga Haraldssonar gilla, þá Há-
konar saga herðibreiðs, Sigurðs-
sonar, Haraldssonar gilla og síðust
Magnús saga Erlingssonar. í þess-
um 4 sögum eru einungis tilfærð-
ar 30 vísur, og veit maður það að
hér er farið eftir samtíðarriti,
Hryggjarstykki, Eiríks Oddssonar
og segir okkur það um leið, að
þegar ekki þarf vísur í Sigurðar
sögu Jórsalafara, að þá er rétt
ályktað að hún er skrifuð af sam-
tímamanni og síðan allar sög-
urnar er tilnefndar voru.
Ekki er það þó fyrir það að
ekki sé skáld til staðar til að kveða
um konungana. Það er efámál að
í annan tíma hafi fleiri íslenzk
skáld verið með Noregskonung-
um, en á þessum umgetna tíma.
Um 1160 er eitt af stórskáldum
íslendinga í Noregi, Einar Skúla-
son. Nú segir það sig sjálft, að
hefði Snorri Sturluson skrifað
bókina eftir 1200, 100 árum eftir
dauða Sigurðar Jórsalafara, hefði
hann ekki komizt hjá því að nota
vísur til staðfestingar efninu í
sama mæli og áður hafði verið
gert. Hér er því rért ályktað, síð-
ustu sögurnar í Heimskringlu eru
ritaðar af samtíma mönnum kon-
nnganna, en ekki Snorra Sturlu-
syni 70—100 árum síðar. Á eitt
atriði má benda, sem ekki styrkir
það að Snorri hafi skrifað sög-
una. Gamalt konungs sagna hand-
rit kallast nú Fagurskinna, og
fræðimenn, sem allt vilja færa
fram á tíma, hafa ekki getað á-
Iyktað að hún sé síðar rituð en
1220, og er slíkt Jítið að marka,
því auðvitað er bókin eldri. Nú
ber svo til að heilir kaflar í
Heimskringlu eru samhljóða Fag-
urskinnu, og þegar maður veit
það, að Snorri hefur ekki samið
Heimskringlu þá verður þessi
samruni bókanna næsta merkileg-
ur ©g um það leyti og Heims-
kringla er gerð hefur maður ekki
heimild um neina konungasögu-
bók nema bók Sæmundar fróða.
Og maður fær þá hugmynd að
þessi ek í formálanum sé einmitt
Sæmundur fróði, og þessvegna
geti hann ekki í formálanum að
þarna sé hann sjálfur að verki og
þessir vér leggi verk hans til
grundvallar, en vandi sig ekki á
formálanum, sem hann sýnir. Á
bók þessi lét ek o.s.frv., rita ekki
aðrir en Ari eða Sæmundur. Sést
á þessu hversu vísindamennirnir
álykta rétt um Fagurskinnu, að
hún er til þegar Heimskringla er
rituð fyrir 1177 og hreint ekki að
Fagurskinna sé rituð eftir Heims-
kringlu. Á tvennt vil ég enn
minnast. Stílrannsókn á Heims-
kringlu upplýsir ýmislegt um
gjörð hennar, svo sem ég sýndi
um orðið „samna". Og eins og
sagt var ber á ósamræmi í stíl
bókarinnar, sem von er, þegar
margir hafa um fjallað. Frekast
til dæma um það og fróðlegast, er
það, að í öllum hinum fyrri sög-
um, allt til enda Magnús sögu
góða d. 1045, en það er meira en
tveir þriðju hlutar bókarinnar, er
allsstaðar ritað „bæ, bænum", sem
allir vita að er gömul og ný ís-
Ienzka, en í hinum seinni sögum
er ritað „bý, býnum" fyrir bæ,
bænum og er það málfar sem
gildir enn á sögusviði Heims-
kringlu. En í næsm sögu, Harald-
ar harðráða, er ritað sitt á hvað bý
og bæ, og t.d. á einni og sömu
bls. er tvisvar ritað býnum og
tvisvar bænum, og síðustu sögun-
um einungis ritað bý, býnum, býj-
arins, svo sem heyra mátti af því
er lesið var. Sjást hér glögg gerð-
arskil á verkinu, þar sem er Har-
aldar saga harðráða, enda mun
Sæmundarbók ekki hafa náð
lengra en til þeirrar sögu. Er þetta
athyglisvert og sýnir fyrst og
fremst að hér eru sjálfstæð höf-
undarverk færð inn í konungasögu
safnið, en slíkum verkum leyfir
sér enginn að breyta. Við vitum
að Hryggjarstj'kki Eiríks Odds-
sonar er ritað í Noregi og virðist
auðsætt, að þetta „bý" sé álitið
eiginnafn, er ekki ber að breyta
þar sem ritað er á vettvangi. En á
þetta bendi ég til að sýna það,
sem allir hljóta að skilja og viður-
kenna, að sami maður ritar ekki
bæ í öllum fyrri hluta og mikl-
um meirihluta verksins, en bý í
síðari hlutanum, og þó á rugl-
ingi til að byrja með. En hér ber
að sama brunni og í formálanum,
að hér hefur ekki einn maður
um fjallað, og strikar þetta með
öllu yfir þá kenningu að Snorri
Sturluson sé höfundur bókarinn-
ar frá upphafi til enda.
Og hér er dómurinn saminn og
birtur og mun síðan standa um
höfundarskap Snorra að Heims-
kringlu, og leiðin sýnd til vinnu-
bragða, sem ekki byggja á stað-
lausum stöfum. Heimskringla vís-
ar í fáu einu eftir sig á tíma og
ég held aðeins í einu atriði til 13.
aldar manna. Þar segir frá ferð
Ólafs konungs kyrra frá Englandi,
eftir að faðir hans, Haraldur harð-
ráði, var fallinn 1066, þar í
landi, að þá fylgdust með honum
tveir bræður, enskir, ágætismenn
og hét annar Skúli og varð hann
landsráðgjafi konungs og kallað-
JÓLABLAÐ - 85
KLÆÐASKÁPAR
NÝ GERÐ
Sundurteknir, auðveldir í flutningum.
Standard stærðir: Br. 110 — 175 — 200
og 240 cm.
Smíðaðir einnig í öðrum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Biðjið um upplýsingar.
Húsgagnaverzlun
Axels Eyiólfssonar
Skipholti 7. — Síimar: 10117 - 18742.