Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 27
enn að líta dagsins ljós öðru
hverju, enda mikil rækt Iögð við
hverskyns sögurannsóknir og
varðveizlu forns menningararfs
hvarvetna um Sovétríkin og þó
kannski óvíða eins og einmitt
þarna suðurfrá. En Érevan er
einnig með meiriháttar iðnaðar-,
vísinda- og menningarstöðvum
þessara landa. Ný íbúðar- og iðn-
aðarhverfi þenjast í allar áttir, og
verið er að grafa fyrir neðanjarð-
arbrautum. Fyrstu og varanleg-
ustu áhrifin af því sem fyrir augu
ber eru tengd uppbyggingu, vexti,
skipulagi fyrir framtíðina.
Þeim mun meir verður maður
hissa á því að sjá í sjálfri mið-
borginni heil hverfi gamalla og
I næsta hrörlegra húsa sem enn eru
notuð sem mannabústaðir. Þau
eru að vísu óðum að týna tölu,
og mér liggur við að segja því
miður. Þessi gömlu, litlu þéttbýl-
ishús, óskipuleg og sennilega mið-
ur þægileg á kröfuharðan nútíma-
mælikvarða, þau búa yfir ein-
stökum þokka mörg hver. Ég vil
taka það fram, að ég fór víða
um þessi hverfi, en varð hvergi
var við sóðaskap eða aðra eymd
af því tagi sem fylgir búsetu ut-
angarðsmanna víðasthvar í borg-
um; ég er að vona, að þarna hafi
heldur ekki búið neitt utangarðs-
fólk. Allt var sómasamlega þrifa-
legt, og fólkið ágætlega á sig
komið; börnin glaðleg og spræk,
þessi fallegu, dökkhærðu arm-
ensku börn sem ljóma jafnvel
skærar en sól þessa heita lands.
En það eru hús, sem ég ædaði
að minnast nánar á. Þetta óskipu-
lagsbundna byggingarlag, þessir
timbur- eða steinkofar sem einatt
standa við þröngar götur ætlaðar
engri umferð annarri en manna
og húsdýra, — allt hefur þetta
vingjarnlegan, persónubundinn
og intíman svip sem hættir til að
glatast í báknum sambýlishúsa og
við breiðgötur skipulegra stór-
bæja. Grámi sements má vera
hagkvæmari en tígulsteinn eða
grænka á þaki, en ég efast um að
fólki sé búin nokkur bráðnauð-
synleg hollusta með því t.d. að
láta hansagardínur taka frá því
rómantík gluggahlera. Þetta fór
ég að hugleiða innanum þessa
érevönsku kofa. Þeir standa oft
að baki stórra húsa sem búið er
að reisa fyrir löngu meðfram stór-
Dómkirkjan í Echmiadzin: „ ..
Þetta er ekki ýkjastórt hús saman-
borið við ýmsar stærðarkirkjur
kristins dóms, en hinsvegar munu
ekki mörg gttðshús í álfunni vera
eldri að árum ..."
um og breiðum strætum. Samt er
ekki verið að fela þessi hverfi. En
Róm var ekki byggð á einum
degi, og Érevan heldur ekki.
Fólksf jölgunin er ör, það er margt
sem þarf að byggja. Túlkurinn
minn sagði mér, að allir hlökkuðu
til þess þegar hægt væri að rífa
þessi hús. Sjálfsagt er það hárrétt.
En ég hélt áfram að spekúlera:
Er ekki hægt að reisa hlýleg og
mátulega óskipulagsþvinguð
hverfi lítilla húsa og búa þau
þægindum rennandi vatns, góðra
hitunartækja, sjónvarps og ís-
skápa og hvers annars sem krefj-
ast skal, án þess að hvert hús þurfi
endilega að vera villa með prívat-
skrúðgarði eins og gamaldags
kóngshöll í Vasaútgáfu?
Stelpuhnokki sat úti á tröppum
í góða veðrinu og batt nýja slaufu
um hálsinn á kisu. Þetta var
sunnudagur.
VERZLUN í SOVÉT
Ég lagði leið mína inn í aðal-
markaðsskála borgarinnar, og þótt
sunnudagur væri var þar geysi-
mikið um að vera. Þarna er í
rauninni selt allt sem nöfnum
tjáir að nefna, en mest bar á mat-
vælum hverskonar, landbúnaðar-
afurðum svo úr jurta- sem dýra-
ríkinu, og voru sum dýrin seld
lifandi, jafnvel vatnafiskar uppúr
stórum kerum. Markaðurinn er í
heljarmiklum hvolfsal sem einna
helzt minnir á járnbrautarstöð,
nema hvað mannmergðin og
hávaðinn er miklu meiri en nokk-
urntíma er í slíkum stöðvum.
Þarna var svo krökkt af fólki að
varla varð þverfótað, og varning-
urinn á borðum og gólfi, hillum
og kössum var svo yfirgengilegur
að sárfrómur maður eins og ég gat
ekki varizt því að uþp í kollinn
skyti þessari miður fögru hugs-
un: Mikið held ég hér sé freist-
andi að vera vasaþjófur ....
Yfirleitt eru verzlanir í Sovét-
ríkjunum yfirfullar af viðskipta-
Framhald á bls. 94.
JÓLABLAÐ - 21