Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 104

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 104
menn til gamanrita. Það var ræki- lega gengið til verks: þeir birtu mynd af skáldi sínu, sem þeir kölluðu Kozma Prútkof, sjálfsævi- sögu hans, bjuggu til endurminn- ingar um hann sem kunningjar hans áttu að hafa skrifað — og að lokum drápu þeir hann og jörðuðu þegar þeir voru orðnir leiðir á honum. Prútkof þessi var að vísu ekki „alvöruhöfundur" á sama hátt og Cherubina. Skaparar hans þrír Iétu hann yrkja stælingar á kvæð- um annarra skálda og skrifa yfir- lætisfullar ritsmíðar í anda heimsks, þröngsýns en óhemju pennaglaðs skriffinns. Prútkof varð tjl á miklum ritskoðunartím- um í Rússlandi, og því er sérlega minnisstætt plagg eftir hann sem nefnist „Áætlun um innleiðslu einnar hugsunar í Rússlandi". Þar er m.a. getið um að óhjákvæmi- legt sé að koma á fót málgagni „til að koma á einhliða sjónarmiði í hinu víðlenda ættlandi voru". Þar segir m.a.: „Njótandi stuðnings lögreglu- valds og stjórnarstofnana mundi slíkt málgagn verða sannur viti almenningsálitinu. Með þvílíkum hætti mætti beina hörmulegum tilhneigingum mannlegrar skyn- semdar til að vera sífellt að ræða það sem fram fer að því að þjóna einvörðungu háleitum markmið- um ríkisins ... BRÉF FRÁ MARÍU MAGDALENU Og auðvitað hafa menn á ýms- um tímum stundað falsanir sér til efnahagslegs ávinnings. Mikil ósköp. í einni af skáldsögum Alph- onse Daudet segir frá fundi í frönsku akademíunni. Ritari hennar gerir þá játningu, að hann hafi sent safn sitt sem í voru 15 þús. bréf og eiginhandaráritanir til sérfræðinga og komið hefði í ljós að dót þetta var allt falsað. Og aldrei, segir í sögunni, hefur annar eins gauragangur heyrzt í akademíunni og að þessum orðum töluðum. Það merkilega er, að Daudet býr þetta atvik ekki til. Þetta er sannleikur. Hann skýrir frá at- viki sem átti sér stað í Frakk- landi 1870, þegar náungi nokkur, 104 ~ JÓLABLAÐ Vrain-Lucas, var dæmdur fyrir fölsun 30 þús. bréfa, orðsendinga, gjafaáritana á bókum o.s.frv. Maður þessi var skrifari og Iærði af sjálfum sér það merka fag að falsa rithandir. Smám saman óx honum fiskur um hrygg og lét hann sér ekki nægja minna en stórhveli mannkynssögunnar frá ýmsum tímum. Þannig setti hann til að mynda saman bréf frá Neró og Kleópötru, Kópernikusi og Dante, Cesar og Alexander mikla, Pétri mikla og Maríu Stuart. Hér er til dæmis bréf frá Maríu Magdalenu til Lasarusar eftir að hann er risinn upp frá dauðum: „Hjartkæri vinur. Allt það sem ég hefi frétt af Pétri postula og okkar elskaða Jesú veitir mér von um að ég muni brátt hitta þá. Systir okkar María hefur einn- egin jafnað sig. Heilsa hennar er mjög misjöfn og ég óttast dauða hennar. Því fel ég nú hana yðar bænum. Finnst yður ekki að Gall- ar, sem talað er um sem villifólk, séu alls ekki barbarar, og ef dæma má af því sem ég hefi um þá heyrt, þá mun einmitt frá þeim stafa birtu vísindanna í framtíð- inni .... X júní XLVL. Magdalena". Þetta bréf átti að hafa verið skrifað árið 46 e. Kr. á frönsku og þar að auki á pappír löngu áður en hann var fundinn upp. Það lýgilegasta við þetta allt var að það fannst maður sem trúði þessari vitleysu og eru fleiri menn skrýtnir en íslendingar. Hann hét Michel Challe, ágætur stærðfræðingur og meðlimur frönsku vísindaakademíunnar. Hann keypti „bréf" Kolumbusar, Heilagrar Jóhönnu, Rabelais, Ágústínusar kirkjuföðurs og fleiri fyrir mikið fé — samtals 150 þús. franka, og hélt langar ræður í akademíunni til að sanna gæði vörunnar. Hann var semsagt á- stríðufullur safnari, aumingja maðurinn. Við safnaranáttúruna bættist svo þjóðarstolt: eitt bréf- anna átti t.d. að sanna að ekki hefði sá enski drjóli Newton fundið þyngdarlögmálið, heldur Pascal hinn franski. Aumingja Challe missti fé sitt og æru vísindamanns, en Vrain- Kaupfélagið óskar félagsmönnum sínum og öllum öðrum viðskiptavinum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Kaupfélag Arnfirðinga Bíldudal. Óskum öllu starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. — Þökkum saim- s'tarfið á árinu sem er að líða. Haraldur Böðvarsson & Co. Akranesi. Landssamband verzlunarmanna óskar félögum sínum árs og friðar og þakk- ar samstarfið á árinu, sem er að líða. Landssamband verzlunarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.