Þjóðviljinn - 24.12.1968, Blaðsíða 15
Fingragildran
FáiS ykkur stífan pappír, svo sem
30x15 sm. langan og breiðan. I hann
klippið þið svo tvær langar rifur. Sið-
an er blaðið vafið upp þannig, að úr
þvi verði sívalningur og er þá byrjað
að vefja upp frá þeim endanum, sem
rifurnar eru á. Sívalningurinn á að
vera þannig, að 12—13 mm gat sé I
gegnum hann. Siðan er hinn endinn
límdur fastur og látinn þorna. Ef þið
eigið nú einhvern fingrafiman kunn-
ingja, sem kemur í heimsókn á jólun-
um, þá skulið þið endilega sýna hon-
um þetta töfrabragð. Biðjið hann að
stinga báðum vísifingrunum inn í göt-
in á sivalningnum. Honum mun reyn-
ast erfitt að losa fingurna aftur, nema
að þið hjálpið honum til þess og
mundi honum þykja það allóliklegt að
óreyndu!
11111111111««^*«
Hugmyndaflug
Þátttakendur sitja kringum borð og
leikurinn byrjar með þvi, að einhver
segir: „Ég var einmitt að hugsa um"
.... og bætir við einhverju orði. —
Þá skal sá næsti svara: „Þá dettur
mér í hug ....“ og bætir við ein-
hverju orði, sem mætti segja að væri
í sambandi við fyrra orðið, sem nefnt
var. Þannig er haldið áfram kring um
borðið og sá, sem ekki getur fundið
viðeigandi orð, áður en tiu sekúndur
eru liðnar, verður að gefa pant. Tök-
um nú dæmi um þennan leik:
1. Ég var einmitt að hugsa um blýant.
2. Þá dettur mér i hug skrift.
3. Þá dettur mér i hug blekbytta.
4. Þá dettur mér í hug pennastöng.
5. Þá dettur mér í hug blekklessa.
O.s.frv.
KAUPFELAG
ÞINCEYINGA
Húsavík — Stofnað 1882,
Þakkar öllum viðskiptavinum sínum og
velunnurum fyrir liðinn tíma og óskar
þeim gæfu og gengis í framtíðinni
Gleðileg jóU
H I Ð
ÍSLENZKA
PRENTARAFÉLAG
óskar öllum meðlimum sínum og
velunnurum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs,
með þökk fyrir liðna árið.
JÓLABLAÐ - 15