Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 115

Þjóðviljinn - 24.12.1968, Page 115
framkvæmdum verður lokið sem nú standa yfir, mun dýpi vatnsins verða um 40 metrar, ummálið 80 kílómetrar, yfirborðið 240 fer- kílómetrar og vatnsmagnið — að- eins 5 teningskílómetrar. Þetta þýðir, að dýpi minnkar um meira en helming, ummálið verður inn- an við þriðjung þess sem það upprunalega var, yfirborðið að- eins sjöttipartur og vatnsmagnið einn tólfti. Með tilliti til þess, að vatn þetta hefur löngum verið talið meðal hins fegursta í lands- fagi Armeníu, má ætla í fljótu bragði að landsmenn færi nokkuð dýra fórn á altari vélvæðingar og tækni. En þeir virðast hafa gert þetta upp við sig og útkoman orðið sú að láta slag standa. Auk hagnýtingar vatnsaflsins til raf- væðingar og áveitna, sjá þeir líka vissa kosti við það að minnka Sevan-vatn. Fyrst má geta þess, að 240 ferkílómetra vatn er svo- sem engin smátjörn, og fegurð vatnsins sjálfs — bláminn og ferskleikinn sem löngum hefur farið orð af víða vegu — mun ekki glatast. Strendur þess, sem tísa upp gróðurvana fyrst í stað, munu smám saman klæddar plöntum og trjám; áætlun er á prjónunum um að reisa skemmti- staði og auka á hvers kyns fegurð landslags allsstaðar með strönd- um fram. — En hvað þá um fisk- inn? Þarna hafa landsmenn jafn- Sjónvarpstækin skila afburSa hljóm og mynd FESTIVAL sjalusi hetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig rneS FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- 'ega næmt. — Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. an veitt mikinn fisk, t.d. er sil- ungurinn úr vatni þessu nafntog- aður fyrir gæði (og það fékk ég að prófa að er á rökum reist). Um áframhaldandi fiskveiði er víst allt gott að segja, var mér talið. Það vill svo til, að gróður sá sem fiskurinn nærist einna helzt á, er einmitt á þeim botn- slóðum sem ekki verður haggað við. Læt ég svo þetta nægja um tölvísi og tækni í sambandi við þetta fræga vatn. Við komum að Sevan þar sem vatnið teygir sig Iengst til vest- urs. Þar gengur nokkuð hár höfði fram í lygnuna, tengdur landi með eiði sem fer nú síbreikkandi eftir því sem yfirborðið lækkar samkv. áætluninni. Einu sinni var höfði þessi eyja úti í vatninu. Uppi á höfðanum eru a.m.k. tvær forn- ar klausturbyggingar, en mjög smáar og Iíkjast eiginlega ekki klaustrum á vesturlandavísu held- ur miðlungs sveitakirkjum á þar- Iendan mælikvarða; en klaustur skulu þær heita, og sama er mér um það. Þetta eru hús frá níundu öld, ef ég man rétt, og við spíg- sporuðum í kringiim þau á með- an verið var að sjóða silunginn okkar á veitingastaðnum „í landi"; en hvergi var inngengt í þessar byggingar. Þær standa lok- aðar, af hverju sem það nú er, og svo virðist sem guð almáttug- ur hafi ekki blásið Armenum í brjóst að gera neitt fyrir þær ann- að en láta þær eiga sig, sem kannski er Iíka be2t. Annars hefði ég ekkert haft á móti því að kíkja innfyrir, einkum til að sjá hvern- ig birtan væri í vistarverum sem reistar voru í fyrndinni eftir þeirri formúlu Bakkabræðra að hafa þær svotil gluggalausar með öllu. En gangan út í höfðann olli síður en svo vonbrigðum; þaðan er ágæt útsýn yfir Sevan-vatn og umhverfi þess. Og óhætt er að segja í sem fábreyttustum orð- um, að ekki er að undra þótt vatn þetta hafi verið nefnt „hinn blái bikar". Spegilslétt og blátært var það þennan lygna og bjarta okt- óberdag. Öldur þess geta ýfzt mjög í vetrarveðrum, er mér tjáð. En þarna blasti það við, sælt og kyrrt, í þögn og friði. Eitthvað olli því, að mér komu Þingvellir í hug; þó er mér ekki kunnugt um að hér syðra hafi gerzt nein sambærileg saga. En kannski var það kyrrðin ein — og sú tilfinn- ing, að tíminn standi kyrr — sem þeim hugrenningatengslum olli. Ég tók steinvölu upp úr veg- slóðanum á niðurleiðinni og stakk í vasa minn. Hún liggur nú á hillu heimahjá mér — og fyrir til- viljun ekki langt frá annarri stein- völu, sem ég eitt sinn hafði stung- ið í vasann á ferð um traðir sögu- frægs biskupsseturs norður á íslandi. Hér gæti svo farið að koma amen eftir efninu. Eftir er aðeins að þakka fyrir það ágæta tæki- færi sem ég fékk til að sjá það fagra land Armeníu og þess á- gætu þjóð; og fyrir hlýjar mót- tökur og elskusemi sem mér var hvarvetna sýnd í ferðinni. Elías Mar. Jólasveinninn vill minna yður á að sonda jólag'laðninginn tíman- lega, því ílugíragt kostar oft meira en innihald pakkans. Allar sendingar fulltryggðair Sendum um alan heim. •— Ennfremur viljum við mitma sér- staklega á, fjölbreytt úrval af Bing og GrömlaM jxtstulínsvör- um og jólaplattann. Rammagerðin, Hafnarstræti 5 og 17, Hótel Loftleiðir og Hótel saga. öskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla KR. ÞORVALDSSON & CO. Grettisgötu 6 — simar: 24730 og 24478. JÓLABLAÐ — 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.