Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 68
Tilvera LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 ► Mikil verðlækkun ► Mikið úrval bíla Uppítökubílar frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. ► Fyrsta afborgun í apríl 2001 ►Afhending í dag Qpj0. Mán.-fös. 09-18 Lau. 12-17 BORGAR- BÍLASALAN Grensásvegi 11 - Sími 588 5300 www.ih.is I>V A kafi í trjám Þaö er nóg aö gera hjá Magnúsi Stefánssyni þessa dagana eins og hjá fleiri sölumönnum jólatrjáa um land allt. Jólatréssalan komin á fullt og flestir vilja norömannsþin: Furufólkið erfið- ustu kúnnarnir - segir Magnús Stefánsson jólatréssali Jólatréð er ómissandi þáttur í jólahaldinu og margar fjölskyldur hafa komið sér upp fastmótuðum hefðum þegar kemur að vali trésins. Bömin hafa líka sitt að segja um þessi innkaup og eru foreldrum sín- um oftar en ekki til ráðgjafar. „Við kaupum jólatréð alltaf sam- an, ég og stelpan. Það er okkar hefð. Nú fær mamman að vera með,“ seg- ir Friðrik Guðmundsson sem var í óðaönn að velja jólatré fyrir heimil- ið ásamt eiginkonu sinni og dóttur þegar blaðamann DV bar að garði á einni jólatréssölu borgarinnar. Að- spurður sagði Friðrik að ekki hefðu skapast neinar sérstakar hefðir við jólatréskaupin hjá fjölskyldunni og bætir við að þau séu óvenjusnemma á ferðinni í ár. „Við erum svona viku fyrr en vanalega enda erum við bæði í vaktavinnu og verðum að vinna um jólin,“ segir Friðrik sem kveðst þó ekki kaupa tréð á sama degi á hverju ári enda gangi það ekki upp hjá vaktavinnufólki. Eins og fleiri íslendingar vill Friðrik öðru fremur barrheldið jóla- tré sem þar að auki þarf að vera í hærri kantinum. „Við erum með mikla lofthæð þannig að við kaup- um alltaf stórt jólatré. Það verður að minnsta kosti að vera yfir tveir metrar," segir Friðrik um leið og hann virðir fyrir sér nokkra stæði- lega norðmannsþini. En skyldi hon- um aldrei hafa komið til hugar að fá sér jólatré úr plasti? „Mér fmnst það bara ekkert sniðugt. Þau eru að vísu sum orðin mjög falleg en við viljum hafa þetta lifandi. Þá kemur líka lykt af þessu sem tilheyrir," segir Friðrik Guðmundsson. Tré taka ekki tískusveiflum „Norðmannsþinurinn er langvin- sælasta jólatréð," segir Magnús Stef- ánsson, yfirmaður jólatréssölu Blómavals, en sala á jólatrjám stendur sem hæst um þessar mund- ir. Magnús telur aö norðmannsþin- urinn sé örugglega á milli 90 og 95% af seldum trjám og sé það svipað hlutfall og undanfarin ár. „Norð- mannsþinurinn er búinn að vera það alvinsælasta og það er náttúr- lega vegna þess að hann er lang- barrheldnasta tréð auk þess sem hann er mjög fallegur og skemmti- legur,“ segir Magnús. Norðmanns- þinurinn er innflutt trjátegund en íslensk jólatré hafa einnig verið að Ekkert undir tveimur metrum Friörik Guömundsson og Oddný, dóttir hans, leita aö rétta trénu. Hátt og fallegt skal þaö vera. sækja f sig veðrið þó að markaös- hlutdeild þeirra sé enn frekar lág. „Það er alltaf eitthvað sem selst af rauögreni og furan er líka vinsæl. Það eru nokkuð margir sem vilja furur,“ segir Magnús sem telur að vinsældir hennar megi meöal ann- ars þakka því að hún er barrheldin eins og norðmannsþinurinn. „Fur- an heldur sér mjög vel en hún er kannski ekki eins jólatrésleg og aðr- ar tegundir," segir Magnús og bætir við að útlit trjánna skipti marga máli. Að sögn Magnúsar tekur markað- urinn hér á landi litlum breytingum frá ári til árs og er alveg laus við hvers kyns tískusveiflur. Sem dæmi má nefna að hvít jólatré hafa ekki enn náð hingað til lands þó að þau megi sjá víða erlendis. Segist Magn- ús efins í að slíkt myndi ganga í Is- lendinga enda séu þeir vanafastir þegar kemur að jólatrjám. Þeir hafa ákveðnar hugmyndir um hvaða teg- und skuli velja og hvemig hún eigi að líta út. „Ég myndi til dæmis segja að furufólkið væri mjög vanafast og það er oft og tíðum erflðustu kúnn- arnir. Það hefur mjög ákveðnar skoðanir og gerir miklar kröfur til furunnar. Maður fær náttúrlega alls kyns kúnna en sumir vilja hafa þetta alveg „tipp topp“. Það gengur nú samt yfirleitt mjög vel að sinna kröfum þeirra," segir Magnús. -eöj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.