Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 70
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 — Tilvera dv Treflar, lyklakippur, húfur, markmannshanskar, legghlífar. Mikið úrval búninga úr ensku deildinni. Klippið út. Augiýsingin giidir sem 10% afsláttur. Opið laugardag kl. 11-18 Opið sunnudag 13-17 Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 - sími 588 1560 www.mitre.com Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 75 ára: « Söng Finna í kaf og drakk þá undir borðin r ^ Liðabúningar - kórinn sem hófst með rödduðum gangnamannasöng er næstelstur karlakóra landsins ísland bv, saudArkróki: Hún var fjölbreytt og skemmtileg samkoman sem haldin var í Húnaveri nýlega þegar Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps fagnaði 75 ára afmæli. Þar voru gamanmál og skemmtiatriði í öndvegi ásamt fróðleik frá árdögum og fyrri tímum kórsins, einnig söngur og dans og veglegar kaffiveitingar, en konur kórmanna stóðu i stórbakstri fyrir þessa hátíð eins og jafnan þegar eitthvað stendur til hjá kómum. @.mfyr:Gangnamenn sungu raddað Segja má að Sigurjón Guðmundsson frá Fossum, annar bassi af bestu gerð, eins og Baldur Daníelsson veislustjóri kynnti hann, hafi verið aðalræðumað- ur kvöldsins. Fór Sigurjón í stuttu máli yfir sögu kórsins, allt frá því að ómur söngs frumherjanna barst frá gangnamannaskálanum við Ströngu- kvísl á Eyvindarstaðaheiði fyrsta gangnakvöldið 1924, en þá er talið að drög hafi verið lögð að stofnun kórs- ins. Það vora einmitt gangnamennim- ir á Eyvindarstaðaheiðinni sem fóru að syngja raddað og vildu færa stemn- inguna af heiðinni til fólksins niðri í byggðinni. Sigur- jón sagði að bændur hefðu þurft talsvert á sig að leggja til að stunda æfmgar en ekki séð eftir þeim tíma, enda kórstarfið ómet- anlegur félags- skapur. Það hefði breytt miklu að komast á æfingar þegar nokkrir Willysjeppar komu í sveitina upp úr seinna striðinu. En hvað er það sem dregur menn Benedikt Blöndal formaður flytur gamanmál, strangar æfingar í kiö- settsöng. á söngæfingar? Sigurjón sagði að við því væri ekkert einhlitt svar en menn væru ailtaf að reyna að ná hinum þétta og hreina hljómi. Hann sagðist aldrei gleyma því þegar hann stóð ungur drengur á hlaðinu í Bólstaðarhlíð og hlýddi á Karlakórinn Geysi syngja undir stjóm Ingimundar Ámasonar. Þá hefði hann ákveðið að syngja í karlakór þegar hann yrði stærri. Siguijón nefhdi stjórnendur kórsins um tíðina og sagði þar bera hæst starf Jóns Tryggvasonar frá Ártúnum sem stjómaði kómum í 40 ár. Hann fagnaði einnig þeirri nýliðun sem orðið hefði í kómum, það er að segja því að margir ungir menn hefðu gengið til liðs við kórinn á siðustu árum og að kórinn væri því sennilega enn þá það félags- lega afl sem stæðist önnur áreiti í þjóð- félaginu. Enn fremur fengu eiginkonur kórmanna hól frá Sigurjóni á Foss- um og sagði hann fulla ástæðu til að minnast á þeirra framlag; þeirra starfa væri oft að litlu getið sem unnin væm í kyrrþey. @.mfyr:Annar elsti kór landsins og frægur fyrir klósettsönginn! Það var reynd- ar Benedikt Blön- dal, formaður kórsins, sem reið á vaðið og fjallaöi á gamansaman DV-MYNDIR ÞÓRHALLUR ASMUNDSSON Sigurjón Guömundsson á Fossum, aöalræöumaður kvöldsins - frumherjarnir í gangnamannaskálunum. hátt um kór- starfið en gat þess jafnframt að Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps, sem í fyrstu var ein- ungis tvöfaldur kvartett, væri nú annar elsti karlakór lands- ins - aðeins Þrestimir í Hafnarfirði séu eldri. Benedikt sagði að söng- gleðin hlyti að geisla af kór- Þetta var aöalunglingaborö kvöldsins. Næstinnst viö borðiö má greina Grím Gíslason, fréttaritara útvarpsins á Blönduósi, í hópl unga fólksins og lengst tll hægri eru Sturla Blrgisson og Björg Eiðsdóttir sem komu úr Reykjavík á skemmtunina í boöi dóttur sinnar, Sesselíu, og tengdasonar síns, Jakobs Sigurjónssonar frá Steiná, sem sitja næst þeim. Afmælistertan var vegleg og elginkonur kórmanna, sem kalla sig 3KB, létu sig ekki muna um aö skreyta hana meö fyrstu stefjum lagsins „Ég mun vaka“, og sjálfsagt vaka konurnar einhvern tíma eftir körlum sínum þegar þeir koma heim af kóræfingum, en þaö er helsti félags- skapur þeirra margra. mönnum, a.m.k. væri hún næg innra með þeim, og haft hefði verið á orði að söngurinn væri kraftmikill eins og lækur í vorleysingum, „og hvers ættu þá fjallatenórar að gjalda?" Benedikt minntist á söngferð kórsins, þeirrar fyrstu út fyrir landsteinana, sem farin var síðasta vor, en þá gerði kórinn víð- reist og stóð sig ailvel, að sögn þeirra sem fóra, og sungu þeir Finnana í kaf og dmkku þá svo undir borðið. Þetta sagði Benedikt vera árangur strangra æfinga í klósettsöng sem kórfélagar em frægir fyrir víða. Þetta hafi að minnsta kosti ekki komið eiginkonum þeirra á óvart sem segja karlana dvelja langdvölum á klósettum í stað þess að dansa við þær. Magnús Sigurðsson, bóndi á Hnjúki, skemmti með gamanvísnasöng og fékk dúndrandi undirtektir. Þá var komið að söng kórsins en hann söng nokkur lög í lok skemmtidagskrárinnar. Fékk söngurinn góðar undirtektir og á hann sjálfsagt eftir að verða enn betri er líð- ur á veturinn. -ÞÁ Klukkur, merktar ensku liðunum Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Reykjavík Laufásvegur Miðstræti Blesugróf Jöldugróf Hjallavegur Kambsvegur Gnoðarvogur Lindargata Klapparstígur Garðabær Hegranes Blikanes Haukanes Mávanes Sendlar óskast á blaðadr. DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. ^•| Upplýsingar í síma 550 5000 Aðventukvöld í Súðavíkurkirkju: Eftirminnilegt og uppbyggjandi DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Góöir söngkraftar Frá aöventukvöldi í Súðavíkurkirkju, viö kirkjuna starfa ágætir söngkraftar sem hér flytja tónlist sem helguö er komu jólahátíöarinnar. DV, SÚÐAVÍK: Síðastliðinn sunnudag gekk tími aðventukvöldanna í garð. Að kveldi fyrsta sunnudags í aðventu var haldið aðventukvöld í Súðavíkur- kirkju. Kór kirkjunnar söng undir stjórn Beata Joó organista. Söng- konurnar Guðrún Jónsdóttir og Ing- unn Ósk Sturludóttir sungu fögur verk úr tónbókmenntunum sem helguð eru aðventunni og komu jól- anna. Anna María Guðjónsdóttir, Eygló Valdimarsdóttir og Erling Sörensen spiluðu á þverflautur og unglingar fluttu jólaguðspjallið. Öllum bar saman um að kvöldið hefði verið i senn eftirminnilegt og uppbyggj- andi. -VH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.