Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Side 72
76 Tilvera LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 r>v Vinsæl myndbönd Gladiator ★★★★ The Perfect Storm ★★★ EM Rancid Aluminium í vondum málum ★★ Ef hægt er að segja um eina kvik- mynd að hún sé eitt allsherj- ar kaos þá á það ágætlega við um Rancid Aluminium, enn breska kvik- mynd sem ger- ^— ir út á glæpa- menn, ekki cockney glæpamenn held- ur rússnesku mafíuna. Og eins og svo oft áður í myndum á borð við Rancid Aluminum þá er meiri húmor en al- vara i söguþræðinum og lögreglan er ijarri góöu gamni. Aðalpersónan er Pete (Rhys Ifans), sem er í vondum málum þegar mynd- in hefst. Hann hefur erft fyrirtæki fóð- ur síns, fóstbróður hans, Deeny (Jos- eph Fiennes), tO mikillar skapraunar, en hann hefur verið heilinn í fjármál- um fyrirtækisins. Hann fær sem sé ekki ekki krónu í sinn vasa. Deeny er því ákveðinn í að losa sig við Pete, ekki bara úr fyrirtækinu heldur af yf- irborði jarðar. Til að gera plottið trú- verðugt segir hann Pete að fyrirtækið skuldi skattinum það mikið að ef ekki verði fengið lán hjá rússnesku mafl- unni endi hann í fangelsi. Pete trúir fóstbróður sínum og lætur hann ráða ferðinni, enda með önnur vandamál á heilanum. Það vill svo til að hann og kærasta hans, Sarah, eru að reyna að eignast barn en ekkert gengur. Deeny kemur Pete á kaldan klaka hjá rúss- nesku mafíunni en vopnin snúast i höndum hans þegar mafíuprinsessan verður hrifrn af Pete. Leikstjóri myndarinnar, Ed Thom- as, yfirkeyrir myndina svo að það er nánast engin leið að fá botn í söguna. Þrátt fyrir góðan leik stendur ekki steinn yfir steini í atburðarásinni og þó myndin hafí nokkuð skemmtana- gildi þá var maður fegnastur þeirri stund þegar henni lauk. Útgefandi Skífan. Leikstjóri: Ed Thomas. Bresk,1999. Lengd: 95 mín. Bönnuö inna 16 ára -HK Russell Crowe Russell Crowe leikur aðalhlutverkið í Gladiator, Maximus og þó hann væri orðinn vel þekktur og með óskarstil- nefningu á bakinu fyrir leik sinn í The Insider var það Gladiator sem lyfti honum upp í hæstu hæðir á stjömu- himninum í Hollywood, þar sem afíar líkur em á að hann dvelji um hríð. Russell Crowe fæddist á Nýja-Sjá- landi 7. april 1964 en flutti barn að aldri til Ástralíu. Foreldrar hans unnu i kvikmyndaveri og aðeins tólf ára gam- all hóf hann að leika í sjónvarpi. Hann varð fyrst þekktur fyrir leik sinn í Romper Stomper, ástralskri kvikmynd sem fór sigurfór um heiminn. Sharon Stone sá þá mynd og valdi hann sem mótleikara í The Quick and The Dead og þar með var Crowe kom- inn á bragðið í Hollywood og reyndi fyrir sér þar um hríð, en lítið gekk fyrr en hann fékk eitt að- alhlutverkið í hinn ágætu kvikmynd Curtis Hansons, L.A. Confídental. Russell Crowe hef- ur alla tíð verið nokk- uð laus í rásinni og ekki verið að spara stór- yrðin í viðtölum við blaða menn. Þá hefur einkalíf hans verið milli tannana á slúður- blaðamönnum og mikið verið rætt og ritað um sam- band hans við Meg Ryan sem oÚi hjóna- skilnaði á þeim bæ. Russell Crowe er rokkari og hefur starfrækt hljómsveitina 30 Odd Foot of Grunts og fyrstu tónleikar hans í Bandaríkjunum eftir leiksigur sinn í Gladiator voru í Austin Texas í ágúst siðastliðnum. Uppselt var í hvelli og fóru miðamir á svartamarkaðinum upp í 500 dollara stykkið. Ferillum í kvikmyndum The Crossing, 1990 Proof, 1991 Prisoner of the Sun, 1991 Romper Stomper, 1992 The Éfficiency Expert, 1992 The Silver Brumby, 1993 Love in Limbo, 1992 The Sum of Us, 1993 For the Moment, 1994 The Quick and the Dead, 1994 Virtuosity, 1995 Rough Magic, 1995 Heaven's Burning, 1997 Breaking Up, 1997 L.A. Confidential, 1997 Mystery Alaska, 1999 The Insider, 1999 Gladiator, 2000 Proof of Live, 2000 Maxinus Russelll Crowe í hlut- verkinu sem geröi hann að stjörnu. Escape From Mars Marsleiðangur ★★ Hér er boðið upp á kvikmyndagerð eins og hún getur best oröið, þar sem sam- an fer sterk leik- stjóm, góð kvik- myndtaka og snilld í klippingu. Það er alltaf eitthvað sem grípur augað. Allar bardagasenur em stórfenglegar, hvort sem það er maður gegn manni eða hóp- ar að beijast upp á líf og dauða í hring- leikahúsinu Collosseum. Russell Crowe leikur Maximus af miklu öryggi og krafti. Hann hefur það til að bera að maður trúir því að hann sé mestur allra skylmingaþræla auk þess sem mikill þungi er í túlkun hans. -HK American Psycho ★★★★ American Psycho ^ byrjar nær óaðfinn- |jB anlega og heldur dampinum framan af L'aL jMB f J| en lokakaflinn er [|j£ VI ,'S heldur snubbóttur. I Myndin hefði að M ósekju mátt vera I lengri og leikstjór- HH inn, Mary Harron, hlýtur að hafa átt nokkur atriði sem fómað var til að ná tilhlýðilegri lengd. Það er sem sagt skil- ið við allt í lausu lofti þótt það kurrni aö vera réttlætt með niðurstöðu myndar- innar sem er nokkuð á skjön við hina frægu bók sem myndin byggist á og heldur kraftminni. Þrátt fyrir aðfmnsl- ur er myndin langtum betri en ég hafði nokkra sinni þorað að láta mig dreyma um. -BÆN The Perfect Storm er raunveruleg og áhrifamikil. Það er einungis einn myndrammi sem set- ur örlítinn óraun- veruleikablæ á myndina. Annars hefúr tekist vel til í tæknibrelludeildinni. Leikaramir skila ágætlega sínu. George Clooney heldur megnið af myndinni þessum hása sjó- aramálrómi og Mark Wahlberg er full- komin þversögn með sína silkirödd. Heildin er meiri háttar og maður fyllist stolti yfir afreki og dáðum fólks. Eigin- lega verður maður að sjá svona mynd í kvikmyndahúsi til að hún geti notið sín til hins ýtrasta. -GG Frequency ★★★ Frequency gerist samtímis i tveimur tímabeltum og það er afrek hvemig tekist hefur að tengja at- burðina í myndinni svo vel fari. Það er gór stígandi i henni, hún er spennandi, enda er verið að leita aö sama morðingjanum í tveimur tíma- beltum og leikur er góður þar sem sér- staklega Dennis Quaid sannar eina ferðina enn hversu góður leikari hann er. Helsti galli myndarinnar, og hann er stór, er hvemig öllu er sópað saman í endi sem skilur eftir of margar spum- ingar. Að öðra leyti er Frequency fín skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af vísindaskáldskap. -HK Þegar frétt- ist að stóru kvikmynda- fyrirtækin i Hollywood séu að gera eitt- hvert stór- virki sem kemur til með að vekja mikla athygli hugsa minni spá- menn sér til hreyfings og gera út á vinsældirnar. Aðstandendur Escape to Mars voru seinheppnir því bæði Mission to Mars og Red Planet mistókust. Myndin sem hefur alls ekki ómerkilegri söguþráð en stóra myndimar en er öll minni í snið- um tæknilega séð og leikur er allur frekar á lágu plani. Fyrsti leiðangurinn til Mars er aö hefja sig til flugs. Mikil spenna er í loftinu og karlar og konur sem skipa leiðangurinn era þegar orðin þjóðhetjur. Myndin gerist fyrst um borð í geimfeijunni og til að halda fólki við efnið, því litið er varið í að sjá í kvikmynd ferð í 119 daga án þess að eitthvað gerist, koma upp hættulegar bilanir sem gætu gert út um leiðangur- inn. Ferðin til Mars tekur þó enda en í mikilli loftsteinadrífu eyðileggst geim- farið og það lítur út fyrir að geimfar- amir endi líf sitt á steindauðri plánet- unni. Escape to Mars er ekki merkileg mynd en hún er svo sem í lagi sem af- þreying á köldu vetrarkvöldi ef áhorf- endur era ekki allt of mikiö að spá í staðreyndir. Útgefandl: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Neill Fe- arnley. Bandarísk, 2000. Lengd: 98 mín. Ekki við hæfi ungra barna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.